Akranes - 01.01.1949, Side 14
ólafur B. Björnsson:
Þættir úr sögu Akraness, V. 20.
HVERSU AKRANES BYGGÐIST
í > t
3. kafli. — 1840—1870. Byggðin eykst og færist ofar.
LEIÐRÉTTING
Það skal hér með leiðrétt í sambandi við Hala-
kot í siðasta blaði, að Jónas og Kristín íluttu
þaðan ekki 1934, heldur 1936. Fluttu þau þá að
Vestri-Melstað og voru þar til þess eru þau fluttu
á Elliheimilið í Amardal, er það tók til starfa
»938. -----
í sambandi við Kirkjuvelli í siðasta blaði, er sagt
að sonur Gisla Hinrikss. og Guðrúnar Aradóttur
hafi verið Ölafur Gislason, er fórst með skipinu
Golden-Hope, 1908. Þetta er ekki rétt og leiðréttist
hér með. Ólaf þennan átti Gisli Hinriksson með
konu sinni Jakobínu Ólafíu Ólafsdóttur. Er Ólafur
fæddur á Vigdísarstöðum í Húnaþingi, 6. apríl
1879, en þá voru þau hjón þar í húsmennsku.
Það er hins vegar rétt, að Gisli átti bam með
Guðrúnu Aradóttur. Það var drengur, Gústaf,
fæddur 17. égúst 1892. Guðrún er þá talin til
heimilis í Efstabæ, en í kirkjubókinni er gerð sú
athugasemd, að bam þetta sé fætt á Kistufelli
í Lundareykjadal.
52. Litliteigur
Litliteigur er byggður úr Lambhúsa-
landi árið 1868, af Bjama dannebrogs-
manni, Brynjólfssyni, áður bónda á Kjar-
ansstöðum. Bjarni var fæddur 2. maí 1816,
sonur Brynjólfs bónda á Ytra-Hólmi á
Akranesi, Teitssonar, vefara Sveinssonar
í Reykjavík, hins kynsæla. Móðir Bjarna
á Kjaransstöðum og kona Brynjólfs, var
Margrét Brandsdóttir, Jónssonar, Brands-
sonar i Kvium.
Kona Bjarna Brynjólfssonar, var Helga
(f. ii. júní 1818) Ölafssonar, stúdents,
Björnssonar, dómsmálaritara Stephensen
á Esjubergi. Helga var alsystir Hannesar,
föður Björns Hannessonar og þeirra syst-
kina. Bróðir Helgu og Hannesar var og
Stefán Ólafsson, bóndi í Kalmanstungu.
En móðir Helgu, kona Ölafs stúdents, var
Anna Stefánsdóttir, Vigfússonar Schev-.
ing.
Faðir Bjarna á Kjaransstöðum var alinn
upp hjá Magnúsi Stephensen á Innra-
Hólmi. Hefur Brynjólfur verið Magnúsi
mjög kær. Má greinilega sjá það af graf-
skrift þeirri, er Magnús hefur sjálfur
ort eftir Brynjólf, en hún er enn til, nú
í skrúðhúsi Akraneskirkju, en grafskrift-
in hljóðar þannig:
„Hér liggur örend
Akranes Prýði
Dáinn Dánumaður
Brynjólfur Teitsson
Hann fæddist ígda aprílis 1787
Giptist 23ja Maii 1811
Margrétu Brandsdóttur
og varð með henni ellefu barna faðir
Andaðist langþjáður að Ytra-Hólmi
Þann 25. ágústí 1828
Ætt afsprengi unnurum dygða.
Sjálfur prýddur sálar aðli.
Sérlegri trúmensku og sannri dygð.
Lengi saknaður Laukur bygðar.
Svo þitt, fóstri! æfi-glas útrann.
Þrunginn mæðum, dimmur settist dagur.
Dýr kvoldroðinn vonar skein þér fagur.
Sál uns frelsuð hvild og huggun fann.
Þitt trúlyndi, þina stöku dygð,
Lætur umbun ljúfur Guð ei þverra.
Leiddur inn í fögnuð, dýrð þíns Herra
Setur yfir aðra’ í Sælla bygð.
Svo minnist kærs fóstursonar
M. Stephensen.“
Bjarni Brynjólfsson mun að einhverju
leyti hafa alizt upp hjá Hannesi prófasti
Stephensen á Ytra-Hólmi. Getur það
hafa helgazt af náinn vináttu Magnúsar
Stephensen við Brynjólf, föður Bjarna,
s.br. það, sem nýlega var sagt. (Þórunn,
kona sr. Hannesar, var dóttir Magnúsar,
og þannig uppeldissystir Brynjólfs).
Bjarni Brynjólfsson kvæntist 14. maí
1939? og hefur líklega það sama ár byrjað
búskap á Kjaransstöðum, og þar búa þau
hjón alla stund þar til þau byggja á Litla-
teig 1868 og flytja í Skagann.
Af ýmsu má ráða, að Bjarni hefur hlotið
menntun undir handarjaðri prófasts.
Hann varð hreppstjóri eftir Magnús Sig-
urðsson í Lambhúsum og fékkst mikið við
sveitarmálefni, og hafði mikinn áhuga
fyrir landsmálum eins og síðar verður að
vikið. Ég hygg, að Helga kona hans hafi
verið meiri bóndi og fjármálamaður en
hann. Býst við, að hans höfuð áhugamál
og viðfangsefni hafi verið önnur og legið
fyrir utan það svið. Bjarni var fyrirtaks
smiður á tré og málma og smíðaði mikið
fyrir sveitunga sína, en mun hafa metið
það, þeim er þáðu, til lítils verðs.
Að líkna og lækna hefur verið ríkur
þáttur í fari Bjarna. Fékkst hann mikið
við lækningai’, bæði á mönnum og skepn-
um og heppnaðist það sérlega vel. Hygg
ég, að á þessum tveimur sviðum hafi
hugur Bjarna verið. Fyrri part 19. aldar-
innar var ekki mikið um, að menn gengju
skólaveginn til læknismenntunar, enda
gat eitthvað hamlað því, þótt hugur hans
girntist slíkt. Hins vegar hygg ég að
smiðsnáttúran hafi verið svo rík hjá hon-
um, að þar hafi hann ekki þurft að læra
það, sem í þeirri grein var þá að læra.
Nærfærni hans við menn og skepnur
mun hafa verið honum í blóð borin. Þó
Helga Ólafsdóttir,
kona Bjarna Brynjólfssonar á Kjaransstöðum.
getur svo verið, að hann hafi aflað sér
einhverrar bóklegrar menntunar í þeirri
grein, enda var það hægt um vik undir
handarjaðri Stephensenanna. Læknishjálp
sína og ómak allt í því sambandi, mun
hann heldur ekki hafa metið hátt og ekki
stundað lækningar í fjáraflaskyni. Ég
hygg, að Bjarna hafi verið kærara að
gefa en þiggja.
Hjá ýmsum afkomendum Bjarna á
Kjaransstöðum virðast koma greinilega í
ljós þeir ágætu eðliskostir, sem mest bar
á í fari hans. Brynjólfur sonur hans í
Engey var eins og kunnugt er afburða-
góður smiður, bæði á tré og járn. Hann
var og mjög laginn við lækningar. Mun
nærfærni hans og þekking á þessu sviði
hafa sparað Engeyjarbændum margar
ferðir til Reykjavíkur. Þessi læknishneigð
mun og hafa verið allrík í fari dætra
Bjarna á Kjaranstöðum, Helgu í Lamb-
húsum, Ólínar á Háteig og Þórunnar í
Vigur, sem allar munu hafa haft ríka
hneigð til að hjúkra og likna. Þá mun
þessarar læknishneigðar frá Bjarna hafa
nokkuð gætt hjá sonar-sonum hans, Bjarna
og Jóni, sona Ólafs á Litlateig. Hygg ég
að margir skipverjar þeirra muni enn
minnast handlægni þeirra, ef til þurfti
að taka um borð.
Hér áður var að þvi vikið, að Bjarni
Brynjólfsson hafi haft mikinn áhuga á
landsmálum. Fyrir því liggja órækar
sannanir, þar sem eru bréf hans til Jóns
forseta Sigurðssonar, ummæli hans um
Bjarna og náinn kunningsskapur þeirra.
Alla þá, sem ekki hafa verið steinrunnir
og steinsofandi, hefur Jón Sigurðsson
hrifið með sér og magnað til dáða og
drengskapar og eflt þá að atgervi og áhuga
fyrir heill og framfönnn lands og þjóðar
á öllum sviðum.
AKRAN ES