Akranes - 01.01.1949, Side 20
lánað honum, svo að hann myndi nú komast til Hull. Ég hafði
hjá mér nákvæmlega uppskrift á ferðalaginu til Hull. Skipta
átti um lest í Manchester og þar áttum við líkar að fara yfir á aðra
járnbrautarstöð og fara þaðan með lest, er færi klukkan tólf.
Ég var því mjög áhyggjufullur, og flúði því með þessar raunir
okkar til Guðs og hað hann að greiöa úr þessum ógöngum okkar
félaganna, og svo fór ég að lesa, en einhvern veginn átti ég bágt
með að halda huganum við lesturinn. Svo á einni millistöð kom
inn í klefa minn maður og settist á bekkinn hinum megin. Ég sá
á búnaði hans að hann myndi vera prestur. Svo komust á viðræð-
ur og fann ég að hann var mjög viðfeldinn maður og sagði ég
honum frá vandræðum mínum. Hann tók upp hjá sér járnbraut-
arlista og sagði mér svo til huggunar, að lestin, sem ég hefði
farið með, hefði farið fimmtán mínútum á undan þeirri lest,
sem við hefðum átt að fara með, en báðar ættu þær að koma til
Manschester, á sömu stöð. Svo töluðum við saman, mest um
ísland og skildnm með góðri vináttu, þar sem hann fór út. Nú
kveið ég engu, og gaf mér tíma til að horfa á hið breytilega
landslag, sem flaug framhjá, er lestin brunaði leið sína, en svo
skall allt í einu yfir sótsvört þoka, sú þykkasta og svartasta,
sem ég hef augum litið. Síðan var nú komið inn í bæinn. Varla
gat ég séð húsaskil, svo svört var þokan. Með nokkru umstangi
og selflutningi gat ég komið farangri okkar fyrir í geymslu-
klefa stöðvarinnar. Svo fór ég þangað, sem næsta lest frá Éleet-
wood átti að nema staðar. Það var löng lest og spúði hún úr
sér hundruðum af farþegum. Ég stóð á stað, þar, sem ég hélt að
hægt væri fyrir Pétur að sjá mig, er hann gengi framhjá, eða
ég gæti komið auga á hann. En mannstraumurinn var svo
mikill og svo mikill flýtir á mönnum, að það var a;rið, erfitt.
Svo, þegar allir voru komnir framhjá og enginn Pétur hafði
fundið mig, fór ég út um aðaldyr stöðvarinnar og stóð þar
lengi. En allt var árangurslaust. Svo datt mér í hug að hann
kynni að hafa farið beina leið yfir til þeirrar stöðvar, er lestin
til Hull ætti að fara frá. Ég tók svo til og ók þangað með allan
farangur okkar. — Sú lest, sem mér hafði verið vísað á að fara
með, átti að leggja af stað eftir tvo tima. Eftir að hafa komið
farangrinum fyrir í óhulta geymslu, leitaði ég í biðsölum og
gangstéttum og alls staðar, sem mér datt í hug. Ég fór yfir á
hina stöðina og leitaði þar og thninn leið og ég var orðinn
glorsvangur, en gat ekki fengið mig til að setjast að máltíð.
Samt, er mjög var áliðið tímann til brottferðar, fékk ég mér te
og svo lagði ég af stað, fullur af kviða og gerði mér allar mögu-
legar grillur. 1 slíkum kringumstæðum sækja á mann hinar
fáránlegustu ímyndanir. Ég reyndi til að lesa; ég hafði keypl
mér einhvern reifara-róman, sem virtist vera spennandi, Ég
las hverja síðuna eftir aðra og fann svo að ég hafði ekki hug-
mynd um innihaldið. Þegar lestin var komin talsvert út fyrir
borgina, tók þokunni að létta og landslagið hafði getað fangað
huga minn. Ég horfði að vísu á það, sem fyrir augum bar, en
það veitti mér enga fró. Svo komum við til Sheffield og þar
varð ég að skipta um lest. Ég draslaði farangri okkar Péturs út
á gangstéttina og þangað, sem mér var vísað á, að lestin til
Hull ætti að koma að. Ég var hræddur um að ég mundi gleyma
einhverju af dótinu, eða að einhverri smátöskunni yrði stolið,
ef ég liti af því eitt augnablik, og hímdi ég svo hjá farangrinum
allan tímann, heilan hálftíma, þangað til lestin átti að fara.
Ég gat samt setið þar á bekk á stéttinni og fór að hugsa um
piltana tvo, sem orðið höfðu mér samferða kvöldið, sem ég fór
frá Grimsby til Liverpool forðum, er ég var á leiðinni til
Ameríku fyrir sex árum. Ég fór að hugsa um, hvað hefði orðið
úr þeirn og hvort þeir hefðu komist í stríðið og hvort þeir væru
nú lífs eða liðnir. Ég bað fyrir þeim, ef þeir væru á lífi. Svo
kom nú lestin, sem ég átti að fara með. Ég fékk klefa í hér
um bil miðri lestinni. Það var þverklefi, með dyrum til beggja
hliða, án sambands við aðra klefa vagnsins. Ég kom töskum
minum fyrir uppi í netinu og fannst víst hinum farþegunum
nóg um hve mikið rúm ég þurfti fyrir allt dótið, en það voru
ekki nema sjö farþegar í klefanum að mér' meðtöldum, svo það
varð ekki að baga. Svo brunaði lestin áfram. Það var nú samt
ekkert sérlegt brun á henni, því að þetta var hægfara lest, sem
nam staðar á hverri smástöð. Ég fór að hugsa um Hull og hvort
vera mundu fleiri stöðvar í hinni stóru borg og hvernig við
Pétur gætum fundizt. Það varð nýtt áhyggjuefni. Ég bað Guð
um að beina leiðum okkar saman og fékk innri tilfinningu
þess að svo mundi fara. Ég varð svo rólegur og reyndi að lesa.
Það var mjög þögult í klefanum og ekkert samtal; allir voru
auðsjáanlega þreyttir og sumir hálí sváfu, því að það var hita-
svækja þar inni. Fyrst hafði ég gaman af að horfa út á stöðvar
þær, er voru á leiðinni, en brátt varð ég líka leiður á því og
hætti að líta út, þótt lestin næmi staðar. Það var ekkert mark-
vert að sjá á þeim stöðum. Svo, þegar farið hafði verið langan
tíma, þrjá eða fjóra klukkutíma, þá varð mér einu sinni litið
út. Ég sat við dymar, og glugginn á hurðinni var opinn. Ég
sá að þessi stöð hét Goole. En rétt í því að ég ætlaði að fara
aftur að lesa, varð mér litið á mann, sem kom út úr stöðvar-
húsinu, og ætlaði inn i lestina, varð ég glaðvakandi og þóttist
mér ég bera kennsl á manninn. Ég hallaði mér út um gluggann
og hrópaði eins hátt og ég gat: „Pétur!“ og veifaði báðum
handleggjunum. Maðurinn sá þetta og tók til fótanna í áttina
til mín. Ég opnaði klefahurðina út að stéttinni, og Pétur stökk
fremur en gekk inn, og smellti sér niður við hliðina á mér.
Slíkan ofsalegan fögnuð hef ég sjaldan eða aldrei fundið. Þar
varð fagnaðarfundur, sem ég, því miður get ekki lýst. Við
urðum eiginlega svo undrandi og svo fegnir yfir þessum óvænta
fundi að fyrst gátum við ekkert sagt og svo brauzt ósjálfrátt
út samtímis hjá okkur báðum óstöðvandi hlátur, svo fagnaðar-
sæll, svo óviðráðanlegur, svo fullur af feginleik að ég man
ekki til að ég nokkru sinni hafi hlegið svo dátt og næstum óhemju-
lega eins og þá. Það varð þvílíkur léttir eftir svo margra klukku-
tíma innibirgðan kviða og óhug, að á augabragði var öll þreyta
runnin af okkur. Allt samferðafólkið starði á okkur og vaknaði.
Það hefur ef til vill haldið að við værum ekki með öllum mjalla.
Svo er við höfðum svalað okkur á hlátrinum, fórum við að
segja hvor öðrum ferðasöguna. Hann hafði orðið að kaupa sér
farmiða til Hull og búizt við að hitta mig í Manchester, en
ekki komið auga á mig í jámbrautarstöðinni þar, og hafði svo
farið af þeirri stöð með lest yfir Wakafield, þar sem liann hafði
orðið að skipta um lest, og farið þaðan til Goole, þar sem hann
hafði aftur orðið að hafa lestaskipti.
Síðan hefur Goole verið minn kærasti staður í Englandi. t
mörg ár þar á eftir þurftum við Pétur ekki annað en að segja
„Goole,“ hvor við annan, til þess að fara að hlægja og komast
í gott skap.
1 Hull fengum við ávísun á Hótel niður við höfnina. Það
var fremur lélegur staður og þó ekki afleitur. Á höfninni lá
þá danska eimskipið,, La Cour“ ferðbúið. Reyndum við að
komast með því, en það fékkst ekki, því að hvert rúm var löngu
pantað og buðumst við til að vera á þilfari uppi. Svo urðum
við að bíða í Hull í þrjá daga. Hótelið, sem við vorum á, lá í
talsvert sóðalegu umhverfi. Þar rétt hjá var Viktoríubryggjan
og var þar skemmtilegur staður og var þar fullt af fólki, sem
tók sér skemmtigöngu á kvöldin og var þar gaman að ganga
um og taka eftir háttum manna. Við sáum nú heilmikið af
borginni og skemmtum okkur eftir föngum, ýmist saman eða
þá hvor í sinu lagi. Mér þótti gaman að reika einn um strætin
í nágrenninu, og kynntist þar all mörgum drengjum. Flestir
voru þeir ærið ræflalegir og fátækir en friskir eins og götu-
drengir í hafnarbæjunum eru í Englandi. Einum man ég sér-
staklega eftir. Hann var eitthvað tólf ára og varð góður vinur
minn. Ég gaf honum póstkort með mynd af mér og varð hann
ákaflega hændur að mér. Hann bauð mér heim til sín. Hann
Framhald.
20
AKRANES