Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 2

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Um Símon Dalaskáld. Simon Dalaskáld kom einu sinni á bæ og svaf í baðstofunni, eins og þá gekk og gerðist. Vinnu- kona háttaði i rúmið andspænis. Renndi skáldið þangað hýru auga og kvað: Með því nú er komið kvöld og kærstur liðinn dagur, rennur undir rekkjutjöld röðull kvæða fagur. Eftirfarandi visu gerði Símon Dalaskáld, er hann hafði hlustað á messu hjá sr. Jóni N. Jó- hannessen, er hann var sem ungur maður, prest- ur í öræfunum: Meður fríðast messu-tón mildur, snilldar-prestur. Sandfell prýðir Jóhanns Jón jafnan lýðum kær um frón. Þessa visu orti Guðmundur Magnússon, þá á Heynesi, (faðir sr. Magnúsar í Ólafsvik og þeirra systkina), um Benedikt á Reynir, (föður Björns Benediktsonar prentara), formaðurinn langi og mjói, var J_,árus Ottesen, faðir Sigríðar Lárusdóttur á Vindhæli. Bensi kom í bitið snemma, og bað mig róa. Út um allan Faxaflóa, með formanninum langa og mjóa. Guðgeir Jónsson, sonur Jóns Markússonar og Guðlaugar Jónsdóttur, mun hafa verið hagmæltur. Hann gerði þessa visu skömmu eftir að Hrafn Sveinbjarnarson bættist í mótorbátaflotann: Stærstur vendir Hrafn úr höfn, hann ei flotann rýrir. Honum yfir dökkva dröfn drengurinn Bjami stýrir. Visan er höfð eftir Guðmundi Gunnarssyni á Steinsstöðum. Ef einhver kynni, eða ætti í fór- um sínum fleiri vísur eða kvæði eftir Guðgeir, þætti mér vænt um að kynnast því nánar, einmg eftir Guðlaugu móður Guðgeirs. Nokkrar vísur eftir Guðrúnu Ijósmóður. Guðrún Gisladóttir ljósmóðir er fædd i Stóra- botni í botni Hvalfjarðar 8. okt. 1868 og ólst þar upp. Hún tók snemma ástfóstri við fjörðinn sinn eins og eftirfarandi visur hennar sýna. Guðrún er vel hagmælt og hefur ort all-mikið en ekki haldið því saman enda kona mjög hlédræg. Til HvalfjarSar. Frá þvi ég í fyrsta sinn fékk þig augum litið, vei þér ann, og vinskapinn við höfum hvomgt slitið. Fjöll hvar valin fylgja sér að fögm salar bóli, _ ég var alin upp hjá þér inn í dala skjóli. Hugur vart er vikinn frá vinakynningunum. Þaðan margt ég indælt á í æskuminningunum. Kaffið og alheimslagið. Þessar visur eru líka eftir Guðrúnu ljósmóður. Þar tvinnar hún saman ágæti kaffisins og al- heimslagsins. Einhverju sinni átti frægur tón- snillingur að hafa verið spurður að því hvaða tónar hefðu hrifið hann mest. Fyrsti grátur barns- ins míns á tónskáldið að hafa svarað. I eftirfar- andi vísum kemur greinilega fram hið sama sjón- armið ljósmóðurinnar. Hún hefur kannast við það af langri reynslu, að allt var með felldu gagn- vart barninu er það grét í fyrsta sinn. Vísumar urðu til þegar kaffið var skammtað naumast. Þessi fregn ei þótti góð, þungt er synda straffið. Ég má gera erfiljóð eftir blessað kaffið. líaffið mitt, ég þakka þér þinar kjara-bætur. Þú hefur löngum liknað mér langar vöku-nætur. Kaffi oft mér kæti bjó köldum lífs á vetri. Hressing aðra lilaut ég þó henni miklu betri. Horfin þraut, en bros á brá bezta gleði vekur, þegar æskan ung og smá alheims-lagið tekur. Margt er rætt um heimsins hag háa talin stéttin, öll þó sama eigum lag enginn tekur réttinn. Ekki svona vilt og valt væri lifs aðstreymi, gæti verið eitt og allt öll vor mál í heimi. Á 100 ára dánardegi Sigurðar Breiðf jörðs. Nú þótl rimna fækki fundum finn ég glöggt hvað var og er. Þakka allar yndis-stundir er þú Breiðfjörð veittir mér. Þvi að hvilu þinni vendi þegar færi gefast má, klökk i anda konu hendi kaldan steininn legg ég á. Þegar, Breiðfjörð, þér að víkur þetta smáa ljóðið mitt, hjartanlega höndin strýkur liörpuna og nafnið þitt. Þessar vísur eru lika eftir Guðrúnu ljósmóður. Þær sýna að Ijóð og rimur Breiðfjörðs hafa verið mikið lesnar i Stóra-Botni á æskuárum Guðrúnar, og hún tekið ástfóstri við þær og skáldið. Þegar Guðrún var að læra ljósmóðurfræði í Reykjavík, liélt hún til í Melkoti, og gekk þá oftsinnis að leiði Sigurðar í Reykjavíkur kirkjugarði. Auk nafns Sigurðar, er á steininum á gröf hans, mynd af hörpu. Guðrún segist alltaf hafa gengið að leiði Sigurðar Breiðfjörðs, hvert sinn er hún hef- ur komið til Reykjavíkur. Eftirmæli um Jón Guðmundsson frá Draghálsi í Svínadal. LagiS er: Syrgjum ekki sáluga brœSur! öllum — það athugi lýðir! Úthallar dægum um siðir. Seinast er á sérhverjum endi. Svona gengur lifið úr hendi. Okkur, þar er við að búast, óvart lukkuhjólið má snúast; lífið og þess lánuðu gæði, leika veikum allt eins á þræði. Hvað er Sarðarauður og æra? Af hverju sig margir þó stæra, allt þor .... og orku ber snauða, sem anga veitir frestun á dauða. Svo að lifa sérhverjum bæri, sem honum ákvarðað væri, þá að deyja þegar minnst varir, og þóknast Guði meðan hann hjarir. Nóg að sönnu lifir hann lengi, sem lánast Jesú vinsemdar gengi, hitt er þó um gagn meira að gera, gamalll i hans þjónustu að vera. Aðkvæða ágætis maður, er nýskeð í Drottni sálaður; Jón Guðmundsson hann var að heiti, að Háafelli i Skorradalsreiti. Hann rétt fáa hafði sér maka, sem hæfðum greind á eftir að taka; í talsverðu tilliti bezta, trúskapar og dugnaðar mesta. Yfir sextugt árum þó fáum, auðgaðit hann mest er nú þráum, ektabands var innan um vetur, alls 20 og 14 þvi betur. Sér hann átti 16 með æru, sómabörn með elskandi kæru, spurt hef ég af sannferðum sögum, séu þeirra 12 nú á dögum. Þrautgæsku hann þrásýndi staka, þó hann hefði af litlu að taka, með útláta sem athafnadáðum eins og hann var greindur í ráðum. Lifir dygggðugs lof upp á foldu þó líkaminn rotni að moldu, lengur þó í lifs eijífs gæðum lifir öndin fullsæl á hæðuin. Ekkjunni og öllum sem þrá hann yndi mun í dýrðinni að sjá hann. Drottni hvar um aldimar alda, endalausan pris munum gjalda. Páll Jvrtsson skáldi. 124 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.