Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 11

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 11
að að innleiða liver í sinni kirkju, og síð- an viðhalda góðu söngformi og reglu, og kostgæfilega að nota sér þá stuttu veg- leiðslu þar til, sem aftan við bókina finnst, bæði viðvíkjandi þeim þrem nýju, nóter- uðu sálmalögum, og yfir höfuð að segja, reglulegum sálmasöng". Aftan við bókina er stutt ágrip af söngfræði, sem er hin fyrsta ritgjörð um söngfræði, sem komið hafði á prent á Islandi, frá því Grallari Þórðar biskups Þorlákssonar kom út 1691. Þessi sálmabók Magnúsar, með tveim- ur viðbætum síðar, var svo notuð þangað til 1871, er sálmabók þeirra Péturs bisk- ups Péturssonar og sr. Stefáns Thoraren- sens kom út. Með hinu mikla riti sinu „Jslenzk þjóð- lög“ hefur enn einn kirkjunnar maður unnið ótrúlegt afrek í þarfir söngmenntar í landinu, það er sira Bjarni Þorsteinsson prestur í Siglufirði. Hann heldur þvi fram, að forfeður vorir — einkum lærðu menn- irnir — hafi haft hinar mestu mætur á söng og hljóðfæraslætti. Með þjóðinni hafa verið góðar raddir á öllum öldum, eigi aðeins hjá karlmönnum, heldur og kven- þjóðinni. T. d. er getið um eina konu, sem beinlínis fékk aukhefni af söng sinum. Það var Söngva-Borga, móðursystir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Sr. Bjarni leiðir og rök að því, að alþýða manna hafi í ka- þólskum sið sungið ýmislegt á latinu, því að hverju mannsbarni haii verið skylt að kunna a. m. k. Ave Maria. Eigi er að efa, að rimna-kveðskapur- inn hefur haft all-mikla sönglega þýðingu, til að æfa og þjálfa röddina og til að upp- götva“ góðar raddir. Sr. Bjarni telur, að rímurnar hafi á sinum tíma rutt burt danskvæðunum gömlu og telur, að rímur hafi um langt árabil verið kveðnar við dans og þá án hljóðfæris. En hann segir, að seinna hafi hin eiginlegu vikivaka- kvæði komið og rutt rímunum úr sæti, og þá litið verið notuð hljóðfæri. Hér verður ekki saga söngsins rakin nánar, en að lokum aðeins minnzt á tvo menn, sem voru frumherjar og miklir brautryðjendur á sviði söngmálanna í nýjum sið á landi hér. Það var Ari Sæmundsen, siðar á Akureyri, sem lærði í Viðey hjá Magn- úsi. Ari gefur út sálmabók 1855, með bók- stöfum. Framan við bókina er og leiðar- vísir til að læra að spila á langspil og til að læra sálmalög eftir bókinni. Hinn mað- urinn er Pétur Guðjohnsen, sem af sum- um hefur verið kallaður faðir söngsins hér á landi. Hann er mjög merkilegur maður og hefur gert ótrúlegt gagn á þessu sviði, sem seint verður fullmetið og þakk- að. Þætti mér miður, ef ekki væri ein- hverntíma síðar hægt að gera þeim manni betri skil einmitt tmdir þeim greinaflokki, sem hér er hafinn. Þar á eftir koma svo síra Bjarni Þorsteinsson, Sigfús Einars- AKRANES son, Brynjólfur Þorláksson og ýmsir fleiri, sem ekki verður frekar rakið að sinni. Söngurinn og sira Stefán Thorarensen. Sr. Stefán Thorarensen var afburða- góður söngmaður, með víðta'ka þekkingu á söng og sérstaklega þróun hins kirkju- lega söngs í öðrum löndum. Er það viður- kennt af kunnugum samtíma mönnum, að hann hafi borið af í þessum efnum hér á landi með samtið sinni. Það var til þess tekið, hve hann söng og tónaði vel, þótti mönnum mikið til koma að vera í kirkju hjá honum. Um það farast t. d. hinum merka manni, Kristleiifi á Stóra-Kroppi, svo orð í minningum símun: „Veturinn 1879 kom ég í fyrsta sinni í Kálfstjarnarkirkju. Var ég þá sjómaður á Vantsleysuströnd. Þar var þá mjög snot- ur, máluð timburkirkja, sem var gjörólík torfkirkjum þeim, sem ég hafði þá ein- göngu áður séð. — I þetta sinn kom ég þar á páskadag. Orgelleikari var þá í kirkjunni Guðmundur i Landakoti. Hann var glæsilegur í sjón, skartmaður og bar þar af bændum. Fylgdu honum flokkur ungra manna, sem allir höfðu æft með honum söng. Voru þeir mjög myndarlegir í sjón og raddmenn góðir. Strax þegar messan byrjaði, varð ég svo hrifinn, að því get ég ekki með orðum lýst. Ég hafði aldrei áður heyrt spilað á orgel og aldrei heyrt margraddaðan söng og samstilltan. Allt varð fyrir mínum augum og eyrum yndislegt; orgelspilið, söngur Guðmund- ar og flokksins, sem honum fylgdi, og þá ekki sízt hið hrífandi tón sira Stefáns Thorarensens, sem þá var prestur á Kálfa- tjörn. Hann var þá nokkuð við aldur, en bar þá engin ellimörk, og var flestum mönnum ifriðari og hetjulegri. Mesta eft- irtekt vakti hann þó með sinni þýðu og ljúfu rödd. Nú fann ég bezt, hvað söngur við þessa messugjörð var ósambærilegur við, sem ég hafði vanizt, og unað vel við, á meðan ég þekkti ekki annað betra.“ Það er fyrt og fremst verk sr. Stefáns og frumkvæði, sem á sinn mikla þátt í svo góðum söng, sem Kristleifur lýsir hér. Þá hefur eins og umsögn Kristleifs bendir til, altarisþjónusta sr. Stefáns haft mikilva:“ga< jiýðingu í því að laða fólk til að sækja kirkju. Má nærri geta, hvort fleirum en Kristleifi hafi ekki þótt mikið til slíkra messugerða koma. En þarna — á þessum slóðum — var jafnan mikill fjöldi sjó- manna úr Iflestum héruðum landsins. Þarf ekki að efa, að mörgum þeirra hefur þótt mismunurinn mikill frá heimakirkjunni. Hefur þetta því ýtt undir æði marga, er heim kom, að gera tilraun til umbóta á þessu sviði i heimahögum sínum. Hér mátti segja, að mn útbreiðslustarfsemi væri að ræða, þar sem hlustendur voru svo víða að. Þótt áhrifa sira Stefáns hafi gætt veru- lega á þennan hátt, urðu þó áhrif hans meiri og varanlegri með hinu mikla starfi hans í sálmabókarnefndinni, eins og á hefur verið minnzt og betur verður að vikið. Einnig með merkilegri ritgerð, sem í lok þessarar greinar mun verða prentuð í heild, þar sem hún er að ýmsu leyti merkileg og í fárra höndum. Ber hún ljóst vitni um víðtæka þekkingu á þessu sviði, þar sem grunntónninn er andi trúar og tilbeiðslu. önnur isl. sálmaskáld taka síra Stefám fram, að því er tekur til frumortra sálma, bæði hvað fjölda snertir og andagift. Þó munu margir liinna frumortu sálma hans lengi halda sæti sínu í sálmabók vorri eins og áður hefur verið á minnzt. Hins vegar mun aðeins einn taka honum fram um fjölda þýddra sálma, — sem notið hafa óvenjulegra vinsælda — og eru í núgild- andi sálmabók frá 1886. Það er síra Helgi Hálfdánarson, mikilvirkt og gott skáld. (Er hann sem merkur maður og skáld, búinn að liggja of lengi óbættur hjá garði). Ég ætla að sira Helgi eigi a. m. k. 70 þýdda sálma i bókinni sem lengi mum halda velli. Næstur honum mun vera síra Stefán, sem á 34 valda þýdda sálma í þeirri bók. Þar mun og síra Valdimar eiga yfir 20 slíka sálma, sem þar munu lengi halda sessi sínum. Það mun lengi verða viðurkennt að síra Stefán hafi verið gott sálmaskáld, en einnig afburða þýðandi. Um þá hlið á skáldskap síra Stefáns hefur sá mæti mað- ur sr. Friðrik Friðriksson sagt í mín eyru, að enginn af sálmum hans sé mislukkaður. En í sambandi við eigin sálma síra Stefáns og eigi síður hina þýddu sálma hans er það ekki minna um vert hve ljóst honum er og hann leggur mikla áherzlu á lögin sjálf og að þau falli sem bezt að sálmunum og geti — á þann veg — ef ekki annan, túlkað það sem skáldið vill segja eða gefa í sálminum. Þegar þetta er at- hugað rækilega, sést bezt hve víðtæk þekk- ing hans hefur verið í þessu efni og smékk- urinn næmur, þvi að þar er ekki valið af rieinu handahófi eða af verri endanum. Hann velur sálmum sínum sígild lög heimskimnra meistara eða þau sem eru orðin klassisk af söng merkustu þjóða um aldir, eða hann kynnir oss þá sem lia:st bera með samtið hans sjálfs. A. m. k. 11 þeirra eru klassisk lög frá 15. 16. og 17. öld. Mörg eru eftir hinn ágæta danska „kompónista“ A. P. Bergreen, sem vitað er að síra Stefán hefur að verðleikum haft miklar mætur á, einnig eftir Hartmann og Weyse. Þá tekur hann nokkur ágæt ísl. lög, þ. á. m. er eitt eftir hann sjálfan, við sálm sem hann sjálfur þýddi, „Vertu hjá mér halla tekur degi“. Hefur þetta 131

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.