Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 4

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 4
biskup Sveinsson og Árni lögmaður Odds- son neituðu að sverja hyllingareiðinn og undirrita hann.. Að lokum var þeim bent á hermennina allt í kring, og eftir að hafa þæft um þetta á annan dag, skrifaði Árni lögmaður undir grátandi. Enn um stund voru argir konungsþjón- ar á Bessastöðum og linnir ekki því f janda- fári, fyrr en Magnús Gíslason, hinn mætasti maður, verður fyrsti innlendi amtmaðurinn, en hans naut ekki lengi við á Bessastöðum. Þó markaði vera lians þai spor í sögu Bessastaða, sem enn sjást þar fullvel, því að það var hann, sem lét byggja Bessastaðastofu, sem enn er við lýði. Varð hún siðar skólahús, og er nú forsetabústaður. Hann hóf þar líka all- miklar jarðabætur, enda hinn mesti bú- höldur. Kona Magnúsar amtmanns, Þór- unn Guðmundsdóttir, andaðist á Bessa- stöðum 8. ágúst 1766, en Magnús amt maður hið sama haust, 3. nóvember. Þau voru bæði grafin á Bessastöðum og lá leg- steinn þeirra í kór kirkjunnar. Á Bessa- stöðum voru ýmsir fleiri merkir menn, svo sem: Skúli fógeti, Bjarni Pálsson land- læknir og Ölafur Stephensen. Frá 1805 til 1845 verða Bessastaðir svo hið merkasta skólasetur, og verður þess getið nokkuð nánar siðar. Eftir að skólinn var fluttui þaðan, eignaðist Grímur Thomsen jörð- ina 1867 og bjó þar meðan hann lifði. — Næsti eigandi og ábúandi Bessastaða var Skúli Thoroddsen, sýslumaður Isfirðinga. Hann gerði nokkuð við Bessastaðastofu, flutti prentsmiðju að Bessastöðum og gaf þar út blaðið Þjóðviljann. Skúli var þjóð- kunnur maður m. a. fyrir afskipti sín af stjórnmálum ofl. Árið 1916 seldi ekkja hans jörðina Bessastaðahreppi, en hann aftur Jóni H. Þorbergssyni bónda, eftir aðeins tæp tvö ár. Þar bjó Jón i 10 ár og gerði þar ýmsar jarðabætur. Næsti eig- andi varð Björgúlfur Glafsson, læknir (1927). Hann lét þegar gera miklar húsa- bætur á staðnum, ræktaði all-mikið og hafði þar nokkra garðrækt. Hann seldi jörðina 1940 Sigurði Jónassyni, fyrr for- stjóra Tóbakseinkasölu ríkisins. Sigurður mun hafa haft í huga ýmsar stórfram- kvæmdir í sambandi við Bessastaði, og lét t. d. hlaða þar sjóvarnargarða og ræsa fram all-mikið land. Sigurður Jónasson, sem var síðasti bóndi þar, gaf síðan Bessa- staði fyrir rikisstjóra og iforsetabústað, og var það boð þegið. Bessastaðaskóli. I hinum miklu jarðskjálftum 1783 hrundu öll hús í Skálholti, cg var þá Skálholtsskóli fluttur til Reykjavíkur og þar reist lélegt hús fyrir hann á svonefnd- um Hólavelli. Skólahald allt var þar held- ur bágborið og var því 1805 ákveðið að flytja skólann til Bessastaða. Fyrsti for- stöðumaður skólans þar, var Steingrímur Jónsson, síðar biskup, og skyldi skólinn vera hvort tveggja, latínuskóli og presta- skóli. Það er löngu viðurkennt, að ýmsir skólamenn á Bessastöðum hafi verið mikl- ir málhreinsunarmenn. Þar eru sérstak- lega tveir meistarar á því sviði, annar kennari, en hinn nemandi, þeir Svein- björn Egilsson og Jónas Hallgrimsson. Hafa þýðingar Sveinbjarnar og málfar allt löngum verið rómað að verðleikum. Sveinbjörn var ágætt skáld, orti ýmislegt létt og liðugt, sem lengi mun lifa. Eftir hann er jólasálmurinn alkunni, „Heims um ból,“ sem lengi mun sunginn á jólum. Þá mun og lengi verða minnzt Jónasar, sem allar hugsanir sínar klæddi í tung- unnar tignasta skart. Það var hann sem kvað: Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið unjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Þaðan kom og Tómás Sæmundsson, einn af ágætustu vormönnunum, o. fl. — Þar voru og ýmsir fleiri ágætismenn kennarar, svo sem Hallgrímur Scheving og Bjöm Gunnlaugsson, spekingurinn með barnshjartað. Sjónleikir og söngur var hvort tveggja mikið iðkað á Bessastöðum, einnig glím- ur, sund og knattleikur. Bessastaðaskóli var yfirleitt mjög góður skóli. Bessastaðakirkja. Það má telja víst, að snemma haifi verið reist kirkja á Bessastöðum. Þar hefur- lengst af verið torfkirkja eins og víðast annars staðar á landinu. Stundum hefur hún sjálfsagt átt ýmsa góða gripi, sem marka má af því, að hún var rænd oftar 124 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.