Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 15

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 15
AUGNABLIKSMYNDIR HANN STÖÐ við gluggann hcima hjá sér, niðursokkinn í hugsanir sínar. — Seinasta nóttin heima i bráðina. Á morgun lagt af stað áleiðis til höfuðstaðarins i Kennaraskólann. En hvað gaman er að lifa!.... Þaðan útlærður að þrem til fjórum árum liðnum. . . . Fæ svo sjálfsagt skóla- stjórastöðu við einn af stærstu kaupstaðaskólun- um.... eins og skot, .... strax sama árið, sem ég lýk kennaraprófi. . . . Barátta, — auðvitað — já, barátta í fyrstu, .... en henni lýkur með sigri. Hann hlyti að sigra.... annað væri óhugs- andi. . . . Heimilið hans, — hvað það skyldi verða myndarlegt! Reglulegt fyrirmyndarheimili. — Hann sá þetta allt i anda, svo skýrt. . . . Hann sá sig sjélfan sem velmetinn, virðulegan öldung, — hvitan, háran þul, sem allir elskuðu og virtu, — sem allir þökkuðu langt og gott starf. En hvað gaman er að lifa! Hann stóð við gluggan heima hjá sér á Njáls- götunni í Reykjavík, nýkominn heim af dans- leik. Hugurinn flýgur svo víða.... Einn, tveir, þrír mánuðir til lokaprófsins. . . . Já, en skuld- irnar. . . . eitt, tvö, á þriðja — —. Jæja, hvað um það? Námsstriðinu er nú bráðum lokið, — það er aðalatriðið.... Hjartað mitt, þá taka fram- tíðardraumarnir að rætast, sennilega é enn dá- samlegri hátt, en okkur hefur nokkurn tíma hug- kvæmzt. . . . Manstu, manstu? — Manstu kvöld- in ógleymanlegu að undanförnu?.... Við geng- um hlið við hlið gegnum borgina og nutum sam- verunnar. Nóttin var hljóð og borgarkliðurinn óvenjulega lágvær þá stundina.... En — þegar við gengum framhjá Dómkirkjunni. . . . manstu þá einu sinni? — Vitleysa! Hvað ætla þú munir eftir öðrum eins smámunum eins og einu lirafns- gargi á kirkjubu®t? Og svo stjörnuhröpin i vet- ur. . . . Sofðu rótt, ástvina! — Hann sat á aðfangadagskvöld jóla heima hjá sér i smáþorpi einu austanlands. Þar hefði hann fengið kennarastöðu eftir mikið strið og mörg vonbrigði. Það var nístandi kalt inni hjá honum, þó að jólin væru að koma. Herbergið var óupp- hitað og frumbýlingslegt. Efnin hlutu að ráða. Skýjaborgirnar voru hrundar. Hann sat og huldi andlitið í höndum sér og hugsaði. — — Eitt ár siðan. . . . Aðeins eitt ár, — en ótrúlegt er, hvað allt getur breyzt á ekki lengri tima.... Veik mestan hluta sumarsins, svo kom dauðinn... Já, lifið nú og þá! Er annars vert að lifa þvi? Eru allar vonir unglingsins, eins og þær eru bjartar og yndislegar-------annað en ein óslitin svikakeðja? Er ekki dauðinn lausnin? Og er ekki sama hvernig maður fer af þessum heimi? Drukkn- aður, rekinn, lagður undir svart moldarfargið!.... „Hvar er í heimi hæli tryggt?“.... Svar: „Það er hin djúpa dauðra gröf“. . . . Er þetta ekki eina úrlausnin? Get ég annað?.... Er ég maður til að bera allt, sem lífið virðist ætla að leggja á mig?.... Get ég annað?.... Og þó. . . ., má ég gefast upp?.... Hef ég ekki skyldur að rækja við lífið?.... Myndi hún lika vilja, að ég gripi til örþrifaráða?. . . . Hún trúði á lifið, þrátt fyrir allt, og sagðist eins ætla að bera umhyggju fyrir minum hag eftir sem áður. Skyldi hún fá að fylgja mér fram á bryggjuna, og mega horfa ó, þegar ég bindi mig við steininn -------? Það yrði henni óbærileg kvöl.... Guð hjálpi mér! Þetta má ég ekki.... Hinzta kveðjan hennar?.... Jú, ég man hana. Með brestandi rómi sagði hún siðast: Vertu sœll, elskan mín! Sýndu nú karl- mennsku. SigraSu!.... Þetta sagði hún, — þetta var henni líkt, — og þrátt fyrir það, gat mér dottið i hug aS gefast upp.... og. . . . Nei, aldrei! AKRANES Eftir Héðinn frá Svalbarði. Hann var staðinn á fætur og horfði út um gluggann sinn. Það var annars óvenjulega mikil mannaferð á götunni í þessu kyrrláta, fámennu þorpi. — Það var lika alveg rétt, — Það é að vera kvcldsöngur i kirkjunni. En að hann færi i kirkju? Sjálfsagl hefðu þau farið, ef hún hefði lifað.... Nú færi hann einn, — i litlu, óvistlegu þorpskirkjuna. Og þó, — hver veit, nema hún sé með, þó að hann sjái þess engi deili?.... Enginn sér rafmagnið, •— og þó er það staðreynd, sem ekki verður neitað.... f fyrra fóru þau saman i dómkirkjuna. Ólíku er saman að jafna, að ýmsu leyti, en boðskapur jólanna er hinn sami, hvar sem hann er fluttur. . . . Veik hringing kvað við. Hann hraðaði sér af stað og var innan skamms kominn leiðar sinnar. Hann tók sér sæti utar- lega i kirkjunni, sem var þéttskipuð fólki. Gömlu jólasálmarnir hljómuðu hátíðlega. Enginn sér- stakur kór annaðist sönginn. Það söng „hver úr sínu sæti“. Þess vegna var söngúrinn svo sann- fœrandi. Það var ekki lengur hægt að efast um, að „í myrkrinu Ijómar lífsins sól“. — Hinn sterki d f GAMALL JOLASALMUR $ ^ Lag: Adeste, fideles. — Frá 17. öld. ^ Gu'ös kristni í heimi, krjúp viö jötu lága. Sjá, konungur englanna fœddur er. Himnar og heimar, látiö lofgjörö hljóma: Ó, dýrÖ í hæstu hœöum. Ó, dýrö í hœstu hœöum. Guös lieilagi sonur, dýrÖ sé þér! Ljós af Ijósi, Guö af Guöi, getinn, en skapaöur þó ei er Oröiö varö hold í hreinnar meyjar skauti. Ó, dýrö í hæstu hæöum. Ó, dýrö í hæstu hœöum. GuÖs heilagi sonur, dýrÖ sé þér! Á Betlehemsvöllum hiröar gættu hjaröar. Guös heilagur engill þá fregn þeim ber: , Fœddur í dag er frelsarinn vor, Kristur. Ó, dýrö í hæstu hœöum. Ó, dýrö í hœstu hœöum. Guös heilagi sonur, dýrö sé þér! Himnarnir opnast. Hverfur nœtursorti. Himneskan Ijóma á jöröu ber. Heilagan lofsöng himinhvolfin óma: Ó, dýrö í hæstu hœöum. Ó, dýrö í hœstu hœöum. - *****—r Já, dýrÖ sé í hœÖum Drottni, Guöi vorum, og dýrö sé hans syni, sem fœddur er. Lofsöngvar hljómi. — Himinhvolfin ómi: Ó, dýrÖ í hæstu liæöum. Ó, dýrÖ í hœstu hœöum. Guös heilagi sonur, dýrö sé þér! CLausleg þýðing.) VALD. V. SNÆVARR. 135

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.