Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 9
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 9
Ein loðna,
tvær loðnur
Samkvæmt vísindaleg-
um útreikningum veiddu
íslendingar árið 2002 allt að
90 milljarða loðna. Hér er
ekki verið að tala um kfló
eða tonn eins og við eigum
að venjast þegar fjallað er
um mælieiningar sjávar-
fangs, heldur er hér verið
að tala um fjölda einstak-
linga. Hver loðna er venju-
lega milli tólf til tuttugu
grömm á þyngd. Heildarafli
ársins var 1.083.119 tonn.
Vítisenglar sem voru stöðvaðir í Leifsstöð í desember við komuna til landsins, hafa
orðið uppvisir að stórfelldu fikniefnasmygli í Noregi. Foringjar Hells Angels i Nor-
egi og Danmörku hafa viljað setja upp starfsemi hér á landi. íslendingar hasla sér
völl í mótorhjólaklúbbum á Norðurlöndum. Vítisenglar hóta íslenskum löggæslu-
mönnum sem segja nauðsynlegt að hafa allan vara á hér á landi.
Tekjuskattur
upp um 36%
Heildartekjur rúdssjóðs
af tekjuskatti lögaðila árið
2003 (vegna skattaársins
2002) voru 13,8
milljarðar króna og
höfðu hækkað um
36% frá árinu áður.
Á sama tíma hljóð-
aði eignarskattur
einstaklinga sam-
tals upp á 2,1 millj-
arða og hafði lækk-
að um 46% milli
ára. Hins vegar voru heild-
artekjur rfldssjóðs af eign-
arskatti lögaðila 1,2 millj-
arður og lækkaði milli ára
um 39%. Þetta kemur fram
í svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn Kristjáns L.
Möllers um skatttekjur rflc-
issjóðs.
Með 48 þús-
und á mánuði
Meðaltekjur 75% ör-
yrkja úr lífeyrissjóðum
voru 47.943 krónur á
mánuði samkvæmt
skattframtölum árið
2003 fyrir tekjuárið 2002.
5.998 af 75% öryrkjum
nutu ekki tekna úr lífeyr-
issjóði árið 2003. Um
53% öryrkja fá greiðslur
úr lífeyrissjóði. Þetta
kemur fram í svörum
fjármálaráðherra við
fyrirspurn Helga Hjörv-
ars um kjör öryrkja.
Tvöfalt heil-
brigðiskerfi?
Öryrkjabandalag íslands
boðar til málþings á Hótel
Sögu, súlnasal,
laugardaginn 24.
aprfl kl. 10 -12.
Umræðuefhi er
staða sjúklinga á
íslandi í samskipt-
um við heilbrigðis-
yflrvöld í kjölfar
væntanlegra verð-
hækkana á lyfjum
til notenda 1. maí. ÖBÍ
spyr: Verður tvöfalt heil-
brigðiskerfi að veruleika á
íslandi á baráttudegi verka-
lýðsins 1. maí ?
Áflog í Leifsstöð Það þurfti fjölda lögregiumanna til að koma böndum á islenska vítisengil-
inn i Leifsstöð i desember. Félagar hans inorskum mótorhjólasamtökum hafa komist i kast við
lögin vegna stórra fikniefnamála eftir að þeim var visað úr landi hér.
Bergen héfur ákært sex vítisengla úr
Union MC fyrir smygl á 30 kflóum af
hassi frá Osló til Bergen. Odd Fyll-
ingslid, sá sem kom hingað til lands,
er að auki ákærður fyrir að smygla
um tíu þúsund Rohypnol-töflum og
um 80 grömmum af amfetamíni.
Hann er einnig ákærður fyrir að selja
amfetamín og hass til nafngreindra
manna og fyrir ólöglegan vopna-
burð. Málið er fyrir rétti í Bergen.
Niðurlægðir eftir íslandsferð
Vítisenglar eru þekktir fyrir að
beita lögreglumenn ofbeldi í ná-
grannalöndunum. Þeir sem hingað
hafa komið hafa hótað íslenskum
löggæslumönnum ofbeldi og jafnvel
lífláti. Foringi dönsku Hells Angels-
samtakanna, Jönke, sagði það stór-
an dag þegar englarnir komu fyrst til
íslands því það hefði verið fyrsta op-
inbera heimsókn þeirra til landsins.
Þá lýstu menn því yftr að þeir
myndu koma aftur. Þeir sem hafa
fylgst með samtökunum segja Hells
Ángels mennina hafa fengið glósur
frá keppinautum sínum í Bandidos
þegar þeim var snúið við og þótti
Hells Angels mennimir hafa verið
niðurlægðir af íslenskum yfirvöld-
um. íslensk lögregluyfirvöld fengu
hrós frá kollegum sínum í Skandin-
avíu.
Áður en Jönke þessi kom til lands-
ins kom foringi Hells Angels í Noregi,
Leif Ivar Kristiansen, hingað til lands.
Lögregla hafði af honum afskipti hér
á landi en vísaði honum ekki úr landi.
Leif þess var á dögunum dæmdur í
níu ára fangelsi fyrir stórfellt fíkni-
efnasmygl í einu stærsta fíkniefna-
máli Noregs fyrr og síðar.
íslendingar í Bandidos
Samstarf ríkislögreglustjóraemb-
ætta á Norðurlöndum hefur þegar
skilað árangri í baráttunni við skipu-
lagða glæpastarfsemi þessara sam-
taka. Glæpastarfsemin nær yfir öll
Norðurlöndin og víðar. Samkvæmt
upplýsingum DV frá aðilum innan
löggæslunnar tengjast íslendingar
þessari glæpastarfsemi nú þegar. DV
hefur heimildir fyrir því að tveir fs-
lendingar séu meðlimir í Bandidos í
Noregi. Þá fylgjast löggæsluyfirvöld
hér á landi með klúbbum og mönn-
um sem hafa sýnt viðleitni til þess að
tengjast Hells Angels og Bandidos.
Skömmu eftir að níu meðlimum Hells Angels var vísað frá ís-
landi í desember upplýsti lögreglan í Noregi um smygl á tíu kíló-
um af hassi sem þeir tengdust. Þá er fyrir dómi í Bergen mál þar
sem einn mannanna er grunaður um að vera lykilmaður í smygli
á 30 krlóum af hassi frá Osló til Bergen sem klúbbfélagar hans
tengjast.
Maður innan löggæslunnar sem
hefur fylgst með fikniefhainnflutn-
ingi hingað tif lands um árabil og hef-
ur rannsakað sérstaklega samtök Vít-
isengla segir að skipulögð glæpa-
starfsemi Hells Angels og Bandidos
sé ein mesta ógn sem steðji að ís-
lensku þjóðfélagi og þess vegna beri
að verjast með öllum tiltækum ráð-
um. Foringjar Hells Angels á Norður-
löndum hafa komið hingað og ísland
er á yfirráðasvæði dönsku Hells Ang-
els sem eru taldir harðsvíraðri en
systursamtök þeirra annars staðar.
Meðlimir Hammer tengdir
glæpum
Það varð mikið uppistand í Leifs-
stöð í byrjun desember þegar hópi
Vítisengla var vísað úr landi. íslensk-
ur áhangandi Vítisengla, Jón Trausti
Lúthersson, meðlimur í Fafner MC,
trylltist, barði lögregluþjón og hrækti
í átt að Jóhanni Benediktssyni sýslu-
manni á Keflavflcurflugvelli. Hópi
lögreglumanna tókst að koma bönd-
um á Jón Trausta en Norðmönnun-
um níu var vísað úr landi.
Á meðal Norðmannanna voru
tveir úr vélhjólaklúbbnum Hammer
MC frá bænum Florö á vesturströnd
Noregs. Klúbburinn hefur alfarið
neitað að vera bendlaður við fflcni-
efnaviðskipti. Nils Erik Eggen lög-
reglustjóri í Florö segir að lögreglan
fylgist náið með klúbbnum og að
hann viti til þess að í Bergen sé til
meðferðar mál sem einn eða
tveir Hammer meðlimir
tengist og það hafi
verið þeir
sem
komu til Islands
ari
Jóhann R. Benediktsson Sýslumaðurinn á
Keflavikurflugvelli vakiryfir þvi hvort Vítis-
englar komi hingað til lands. Þeir, sem hefur
verið visað burt, hafa haft ihótunum við is-
lenska löggæslumenn.
30 kíló af hassi
Hinir Norðmennirnir sjö sem
voru með í Leifsstöð voru einnig úr
klúbbum í Norðvestur-Noregi, tveir
úr klúbbnum Union MC frá Bergen
og fimm úr klúbbnum Banish
Freaks. Allir höfðu mennirnir svo-
kallaða prospect-stöðu hjá Hells
Angels í Noregi sem þýðir að þeir
eru langt komnir í umsóknarferli um
að verða fullgildir meðlimir í sam-
tökunum. Meðlimir Banish Freaks
sem komu til íslands voru síðan
gripnir fyrir smygl á tíu kflóum af
hassi. Klúbbmeðlimir í þessum
þremur klúbbum og félagar í vél-
hjólaklúbbnum Fafner MC í Hafhar-
firði eru merktir með sama merki á
vestum sínum, til marks um vináttu
klúbbanna. Allir þeir sem hingað
komu eru á sakaslorá, flestir fyrir of-
beldisbrot, ólög-
legan vopna-
burð og fflcni-
efnamis-
ferlj.
Sak-
sókn-
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Rafmagnsgítar
a magnari poki, ól- snúra -stillir
'y og auka
w
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Söngkerfi Trommusett frá
frá 59.900,- 49.900,- stgr
Klassískir gítarar
frá 9.900,- stgr.
Hells Angels Eru bendlaðirvið
umfangsmikla skipulagða glæpa
starfsemi í nágrannalöndunum.
íslenskum glæpaheimi
Vítisenglap vilja stvra