Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 Fréttir DV 1 YFIRHEYRSLA Valtýr Sigurðsson er nýskipaður fangelsismálastjori. Hann tekur við umdeildri stotnun og tær í nesti stöðuga gagnrýni á stefnu stjórnvalda í tullnustu refsinga. Fangelsismálastjópi vill auka meöferðapúrræði Hvað freistar við þetta starf - hví ekki áfram héraðsdómari og síðan hæstiréttur? Það stóð ekki til hjá mér að breyta til og ég hef verið mjög ánægður sem dómari. En ég var settur forstjóri Fangelsismálastofnunar 1998-1999 og á dögunum tók ég með þökkum þá tilbreytingu að vera settur forstjóri á ný í einn mánuð. Svo fór ég að hugsa hvort ekki væri kominn tími til að breyta til og ég sótti um. Ég hef eingöngu verið að dæma opinber mál en nú er ég að sjá um fullnustu slíkra mála. Það fylgja öllum nýjum yfirmönnum breyting- ar, burt séð frá stíl og stefrrn forverans. Hvaða breytingar hefur þú mestan áhuga á að innleiða? Það mun að sjálfsögðu eitthvað breytast með nýjum manni en ég er á þessum, í raun fyrstu dögum, ekki búinn að hugleiða stórar breytingar. Það lá fyrir frumvarp á þingi til breytinga á lög- um um fullnustu refeinga en það var dregið til baka og var umdeilt Meðal annars mótmæltu fangar innihaldinu harðlega. Til stendur að flytja þingmálið aftur í haust Vflt þú sjá einhveijar tfl- teknar breytingar á frumvarpinu? Ég verð að viðurkenna að ég hef enn ekki skoð- að þetta frumvarp tfl hh'tar, hvað þá þær breyt- ingartillögur sem fram komu. En þetta lendir fljótlega á mínu borði. Það er alténd eðlilegt að setjast reglulega niður og skoða málin. Ég hygg að þarna hafi menn verið að flytja mikið af reglu- gerðum inn í lögin, sem þá gefur þeim nokkuð þungan blæ. En þetta þarf ég að skoða betur. Er að öðru leyti eitthvað sérstakt við þær að- ferðir sem beitt er við fullnustu refsinga sem þú vfldir sjá breytingar á? „Margt afþví sem hefur verið sagt hefur verið mjög ómálefnalegt. Það er hins vegar eðlilegt að menn beri sig illa við þessar kringumstæður - að vera að taka út refsingu. Það eru eðliieg viðbrögð að reyna að gera sinn hlut sem bestan." Vissulega væri gaman að gera margt - ef fjárveit- ingar væru fyrir því. Almennt talað hafa fangelsismálin á íslandi verið mjög umdeild síðustu ár og gagnrýni komið úr ýmsum áttum en ekki sfet frá föngum. Hvað er óréttmætt í þessu og hvað helst réttmætt? Það má kalla ýmislegt gagnrýni með víðri skil- greiningu. En margt af því sem hefur verið sagt hef- ur verið mjög ómálefnalegt. Það er hins vegar eðli- legt að fangar beri sig illa við þær kringumstæður að þeir eru að taka út refsingu. Það eru eðlileg við- brögð að reyna að gera sinn hlut sem bestan. Eitt- hvað af þessari gagnrýni er réttmætt og réttlætan- legt og sjálfsagt að skoða nánar. Ég skil t.d. vel kröf- ur fanga á Litla-Hrauni; óskir um aukinn útivistar- tíma, betri nýtingu á íþróttahúsi og fleira. Auðvitað hefur maður oft hugleitt það sem dómari, hvort þessar fangelsisrefsingar skfla ein- hverju. Fangelsismálastofnun er í stöðugri sam- vinnu við samtök og stofnanir eins og Vernd, Byrgið, SÁÁ, Hlaðgerðarkot og fleiri, um nýjar leiðir og lausnir. í mínum huga væri það mikið atriði ef við get- um fullnustað refsingu utan stofnana, þar sem það á við. Hefur þú persónulegar óskir um nýjungar við að refea sakamönnum, td. algerar nýjungar eða samfélagsþjónustu í ríkara mæli og svo framveg- is? Það væri vissulega hægt að gera ýmislegt með rúmar fjárveitingar. Og margt hefrir verið gert sem fært hefur þessi mál öll til betri vegar. Ég tel æskilegt að við hefðum fleiri úrræði eins og fang- elsið á Kvíabryggju, sem er opið fangelsi og mik- il áhersla lögð á vinnu, í stað strangrar öryggis- gæslu, þegar hennar er ekki þörf. Það er gríðar- lega þýðingarmikið að koma upp árangursríku fullnustu- og meðferðarkerfi sem hjálpar föng- um að koma aftur inn í samfélagið, frekar en að þeim sé sleppt til þess eins að þeir labbi upp og niður Laugaveginn. En þetta er frekar spurning um pening en vilja. Eru fjárveitingar til stofnunarinnar og reksturs fangelsa þá almennt ekki nægar að þínu mati? Það er vissulega ekkert svigrúm til aðgerða sem kalla á útgjöld sem fara myndu út fyrir ramma fjárlaga. Maður þekkir það aö á þessu sviði eins og á sviði dómsmáia, þaðan sem ég er að koma, að það ríkir mikill andi spamaðar. Það er dýrt fyrir samfélagið að hafa menn í fangelsi og við blasir að föngum hefur fjölgað og kröfur hafa aukist um þjónustu við þá, svo sem heilbrigðis- þjónustu. Það væri vissulega gaman að hafa rýmri fjárráð og geta aukið úrræði innan fangelsanna. Ef fjárveiting tfl stofriunarinnar og fangelsa al- mennt yrði tvöfölduð í eitt eða tvö ár eða jafnvel lengur, hvað myndir þú þá vflja gera? Eg myndi tvímælalaust auka þjónustuna við stofnanirnar og innan þeirra og ég myndi fjölga meðferðarúrræðum. Leggur þú mikla áherslu á byggingu nýrra fangelsa eða annars konar húsnæðis vegna refei- fanga? Þetta er nokkuð sem staðið hefur til í áratugi. Alþjóðlegar kröfur em uppi um breytingar sem kalla á nýjar stofnanir. Við verðum að koma með nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi og nýtt móttöku- fangelsi. Ég hef ekki enn getað kynnt mér hvar þessi mál standa nánar tiltekið, en almennt séð er þetta ákvörðun stjórnvalda. fridrik@dv.is 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.