Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 Fréttir 0V Senn hefjast tökur á myndinni Guy X en þær fara fram á Snæfellsnesi. Stjörnum myndarinnar verða skaffaðir sérlegir bílstjórar en þær gista víðsvegar undir Snæfellsnesi. Hilmir & Biggs saman í stormynd Senn streyma til landsins erlendar kvikmyndastjörnur til að leika og taka þátt í tökum myndarinnar Guy X sem framleidd er í samstarfi Breta, Kanadamanna og fslendinga. Myndin verður tekin á Snæfellsnesi, nánar tiltekið í Gufuskálum. Fremstur í flokki stjarnanna er Jason Biggs sem margir þekkja úr myndinni American Pie - amerísk gelgjumynd sem slær flestar út af þeirri gerðinni. Hilmir Snær Guðna- son, okkar maður, mun leika í myndinni en samkvæmt upplýsing- um frá önnu Maríu Karlsdóttur verða þeir ekki fleiri íslendingamar sem leika í myndinni þó það hafi á trma verið til skoðunar. Það er fyrir- tækið Ex hf., sem er í eigu Önnu Maríu og Friðriks Þórs Friðriksson- ar, sem er íslenski framleiðándi myndarinnar. Þrjú burðarhlutverk em í mynd- inni og hefur verið gengið frá sérleg- um fylgdarmönnum stjarnanna - bílstjórum. Anna María segir það trúnaðarmál hverjir munu gegna því hlutverki en stöðu stjarnanna hér er þannig háttað að þeir þurfa á bil- stjómm að haida. „Leikararnir gista víða á nesinu og það þarf að koma þeim til og frá vinnustað. En þeir verða sem sagt látnir leika, þeim gef- ið að éta og svo fá þeir þak yfir höf- uðið eins og tíðkast í verkefnum sem þessum," segir Anria María og mein- ar að ekki verði þeim hossað um- fram það sem eðlilegt má teljast. Myndin byggir á skáldsögu John Jason Biggs Þekktursem hinn bandaríski ofurunglingur. Hann mun bráðlega verða á vappi um Snæfellsnes þvert og endilangt. Griesemer sem heitir „No One Thinks of Greenland" sem er svört kómedía, sögð líkjast Catch 22 eftir Joseph Heller. Leikstjórinn er Saul Metzstein en hann kom meðal ann- ars að gerð myndarinnar Train- spotting. Þannig að Jason Biggs er greinilega að vinna í að hverfa frá ímynd sinni sem hinn ameríski of- urunglingur. Hilmir Snær ætlar sér ekki, samkvæmt heimildum DV, að „teika" Biggs í leik sínum, enda tæp- lega nokkur þörf á því. jakob@dv.is 7 1 Hilmir Snær Mun efað líkum lætur ekkigefa hinum erlendu kvikmynda- stjörnum tommu eftirí myndinni. Hann er líka á heimavelli, og ógleymanleg senan er sú þegar hann liggur á Snæ- fellsjökli í myndinni 101 Reykjavik. Mun hann hafa lagt mikið á sig íhenni. Björn Jörundur rit- stjóri Bleikt og blátt Fróði hefur nú ráðið til starfa tónlistarmanninn og stjörnuna Björn Jörund Friðbjörnsson til að ritstýra tímaritinu Bleikt og blátt, tímariti um kynlíf. Því er í nægu að snúast hjá Birni á næstunni en auk þess syngur með Ný dönsk og rekur hljómsveitina íslenska fánann. Þess var óskað af Magnúsi Hregg- viðssyni, forstjóra Fróða, að hinn nýi ritstjóri tjái sig ekki um málið í fjöl- miðlum, það sé ekki trmabært. Davíð Þór Jónsson, þýðandi og skemmtikraftur, ritstýrði tímaritinu í ijögur ár. „Ég óska Birni alls hins besta. Ég þekki Bjöm Jörund af góðu einu, frumlegur, skemmtilegur og kjarkmikill maður. Óska honum góðs gengis og vona að útgefendum beri gæfa til að standa á bak við hann til góðra verka." Ragnar Pétursson er fráfarandi ritstjóri. „Ég er ekkert að hætta í illu og á eftir að ritstýra einu tölublaði til. Þetta hefur verið skemmtileg reynsla." Aðspurður segir Ragnar þessa reynslu sína ekki hafa orðið til að kynna sig fyrir íslensku þjóðinni sem klámkóng eða Larry Flynt ís- lands. „Þetta var bara vinna eins og allt annað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.