Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 17
DV Fókus LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 17 Vtktoría Bretadrottning var afar kynsæl kona og afkomendur hennar sitja enn 1 hásætum margra landa, þar á meðal Dan- merkur, Sviþjóðar og Spánar, auk Bretlands. Og Ingiríður Alexandra, hin nýskírða krón- prinsessa Norðmanna er komin í sjötta lið frá hinni þaulsætnu Breta- drottningu. ■;>*í drottning og syrgði mann sinn ákaf- lega. Hún dó ekki fyrr en árið 1901 og hafði þá ríkt sem þjóðhöfðingi Bretlands í 64 ár, lengur en nokkur annar kóngur eða drottning. Lítil raunveruleg völd Þegar Viktoría tók við drottning- ardómi voru raunveruleg völd sem fylgdu hásætinu mjög farin að minnka á Bretlandi. Þingræðið var að verða allsráðandi. Völdin minnk- uðu svo enn þá áratugi sem hún sat á valdastóli en áhrifavald hennar var þó alla U'ð mjög verulegt. Þegar á leið voru áhrif hennar mest á dag- legt siðferði en bæði hún og Albert voru afar siðprúð og beittu sér ákaft fyrir því að bæta siðferði þjóðarinn- ar. Varð útkoman reyndar mestan- part tóm yfirborðsmennska svo „Viktoríutímabilið“ hefur öðlast merkinguna púrítanismi og siðprýði sem þó ristir ekki djúpt. Allur gangur var á því hvernig af- komendum Viktoríu gekk að við- halda þeirri siðprýði sem foreldr- arnir reyndu að blása þeim í brjóst. Hitt var kannski meira áberandi hvernig skylduræknin var tekin að erfðum, að minnsta kosti hjá fyrstu kynslóðunum, en Viktoría var afar samviskusöm og reyndi sitt ítrasta til að gegna drottningarskyldum sínum af kostgæfni, án þess að trana sér um of fram. Hún vissi að kon- ungdæmið stóð ekki sérlega föstum fótum á Bretlandi þegar hún tók við - eftir margvísleg hneyksli sem eltu Georg 3. og syni hans - og hún ein- henti sér að því verkefni að bjarga orðstír þess. Það tókst henni og margir sagnfræðingar halda því fr am að hún hafi £ raun bjargað kon- ungdæminu í Bretlandi. Og - með kynsæld sinni - sömuleiðis mörgmn kóngafjölskyldum og aðalsættum víða um Evrópu. Ekkert hæfileikafólk Ingríður Alexandra krón- prinsessaíNoregi er952. afltomandi Viktoríu sem fæðist í þennan heim. Sumir þeirra eru reyndar komnir af Viktoríu á fleiri en einn hátt þar sem „skyldleikaræktun" tíðkaðist mjög og tíðkast jafnvel enn hjá afkom- endtun Viktoríu. Margir þeirra telj- ast raunar ekki sérlega skyldir nú á dögum þegar svo langt er liðið frá hérvistardögum hennar. Hitt vekur óneitanlega athygli þegar afkom- endur Viktoríu eru skoðaðir - en það má t.d. gera á vefsíðunni http://www.btinternet.com/-ail- an-raymond/ QV-Descend- ants-birthorder.htm - að fyrir utan það fólk sem komist hefur í hásæti hingað og þangað vegna uppruna síns, þá virðist satt að segja ná- kvæmlega ekki neitt af sérstöku hæfileikafólki í ættinni. En ýmis misjafn sauður, eins og alkunna er. Framhald á næstu síðu Viktoría Breta- drottning og Albertprins af Saxe-Coburg- Gotha Játvarður 7. Bretakonungur og Alexandra drottning frá Danmörku Maud drottning og Hákon 7. Noregskonung- ur Ólafur 5. Nor- egskonungur og Martha drottning frá Svfþjóð Sonja Harald- son drottning og Haraldur 5. Noregskonung- ur Mette-Marit og Hákon krón- prins Ingiríður Alex- andra krón- prinsessa Nor- egs er yngsti afkomandi Viktoríu. Þegar stúlkan, sem nú hefur ver- ið skírð Ingiríður Alexandra, fæddist þann 21. janúar í Osló var ljóst að hún yrði í fyllingu tímans drottning Noregs, ef konungdæmið heldur þá velli þar í landi og bendir svo sem í bili ekkert til annars. Konungsætt Noregs hefur að mestu tekist að halda sér frá hneykslismálum af því tagi sem gert hafa framtíð konung- dæma, til dæmis í Bretlandi, afar óvissa. En þó eru konungsættir Nor- egs og Bretlands náskj'ldar. Hún Ingiríður litla Alexandra er afkom- andi Viktoríu Bretadrottningar ekki síður en Elísabet Bretadrottning og hyski hennar. Það sem meira er, Viktoría er formóðir allra þeirra kónga og drottninga sem nú ríkja á Norðurlöndunum, því bæði Mar- grét 2. í Danmörku og Karl Gústaf í Svíþjóð eru líka frá henni komin. Og Jóhann Karl Spánarkonungur sömuleiðis. Afkomendur hennar kóngar í hásætum átta landa Fjölmargir aðrir evrópskir kóng- ar voru líka komnir af henni, menn sem á sfnum tíma vom miklir mekt- armenn í mörgum löndum en em nú flestum gleymdir: Georg, Alex- ander, Páll og Konstantín Grikkja- kóngar, Karol og Mikael kóngar í Rúmeníu, Pétur Júgóslavíukonung- ur ... að ekki sé minnst á Vilhjálm 2. Þýskalandskeisara en í fyrri heims- styrjöldinni brá svo einkennilega við að þjóðhöfðingjar tveggja helstu andstæðinganna vom systkinabörn: Vilhjálmur í Þýskalandi og Georg 5. í Bretlandi, báðir barnabörn Viktoríu drottningar. Og keisaraynjan í Rúss- landi var frænka þeirra beggja og enn eitt barnabarn Bretadrottning- ar. Alls má reikna út að beinir af- komendur Viktoríu hafi verið kóng- ar og/eða ríkjandi drottningar í átta löndum. Og em þá ótaldar nokkrar drotmingar sem fyrst og ffernst vom eiginkonur kóngaxma eiginmanna simia. Viktoría var því afar kynsæl kona, eins og sagt er. Hún var enda kölluð „amma Evrópu". Viktoría fæddist árið 1819 og var einkadóttir fjórða sonar Georgs 3. Bretakóngs, þess sem frægastur er fyrir að hafa verið illa haldinn af geðsýki stóra hluta af valdatíð sinni. Ýmist dóu synir hans á undan fööur sínum eða eignuðust enga afkomendur svo árið 1837 sett- ist hún í hásætið, átján ára gömul. Þremur árum seinna gekk hún að eiga náfrænda sinn frá Þýskalandi Albert prins af Saxe-Coburg-Gotha og þau eignuðust níu börn sem öll komust til fullorðinsára og öll nema eitt eignuðust afkomendur. Þau höfðu öll fengið svo „fínt“ eiginorð sem kostur var og á örfáum áratug- um dreifðust gen Viktoríu og Alberts því um flestallar aðalsættir Evrópu, stórar sem smáar. Albert dó 1861 og eftir það lifði Viktoría sem ekkju-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.