Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Page 19
LAUCARDAGUR 24. APRÍL 2004 19
DV Fókus
Tvær dótturdætur Viktoríu giftust til Rússlands þar sem keisaraættin hafði enn raunveruleg völd.
Þær voru systur en fóru mjög ólíkar leiðir. Báðar urðu fórnarlömb valdaráns bolsévíka.
Tvær dótturdætur Viktoríu urðu
fórnarlömb rússnesku byltingar-
innar.
Alice stórhertogaynja af Hesse
eignaðist Elísabetu 1864 og þótti
hún frægust fegurðardís sinnar
kynslóðar af kóngafólki. Náfrændi
hennar, Vilhjálmur krónprins
Þýskalands (síðar Vilhjálmur 2.),
mun hafa sóst eftir hendi hennar
en hún kaus frekar annan biðil,
Sergei stórhertoga frá Rússlandi.
Hann var yngri bróðir Alexanders 3.
keisara og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fýrir hann og síðar fyrir
Nikulás 2. Elísabet mun hafa elskað
Sergei sinn ofurheitt og hjóna-
bandið var ástríkt. Hún gekk í rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjuna honum
til heiðurs. Gerðist hún afar trúuð
og æ meir eftir því sem á leið.
Umdeildur eiginmaður
Sergei var mjög umdeildur mað-
ur. Sögur gengu um að hann væri
samkynhneigður af tegundinni
hörkutól. Óljóst er hvort þær sögu-
sagnir eiga við rök að styðjast. Hins
vegar þótti hann hégómlegur vel í
meðallagi og hafði t.d. gífurlegan
áhuga á útliti og klæðnaði konu
sinnar. Þótt hann væri grannur
reyrði hann sig magabelti til að
sýnast enn betur á sig kominn.
Hann þráði að eignast börn og það
var mesta sorg þeirra EKsabetar að
þeim varð ekki barna auðið. í opin-
Daginn eftir að Alex-
andra, Nikuiás og
börnin þeirra voru
drepin íJekaterín-
búrg voru Elísabet
stórhertogaynja og
sex aðrir drepnir i
Alapæjevsk. Þeim var
fleygt niður í námu-
göng sem hálffull
voru afvatni. Þar
sem fólkið dó ekki
samstundis var hand-
sprengju varpað nið-
urígöngin.
beru lífi sætti Sergei iðulega að-
kasti. Hann þótti sýna andófs-
mönnum gegn keisarastjórninni
ótilhlýðilega hörku. Þeir voru m.a.s.
til sem héldu þvf fram að fram-
ganga hans hefði ekki átt minnstan
þátt í að andófsmenn sannfærðust
um að ekkert nema blóðug bylting
gæti komið vitinu fyrir keisara-
■u Leopold, Louise, Beatrice, Alice (móðir Alexöndru og Elisabetar), Bertie (sem siðar varð Játvarður 7.
1 Helena. Nánar verður fjallað um þennan myndarlega barnahóp i annarri grein ÍDVá næstunni.
stjórnina. Uppreisnartilraun var
gerð 1905 og meðan á henni stóð
sprengdú hryðjuverkamenn Sergei
í loft upp í Moskvu. Hann var þá
nýbúinn að kveðja Elísabetu sína
og tók hún þátt í að safna hans lík-
amspörtum hans til greftrunar.
Móðir Teresa rússneska keis-
araveldisins
Eftir að Sergei dó helgaði Elísa-
bet sig umönnun fátækra í Moskvu.
Hún stofnaði klausturreglu og spít-
ala fyrir þá snauðu og starf hennar
þótti óeigingjarnt og einstakt í
Rússlandi. Aðallinn þar í landi var
svo fjarlægur alþýðu manna að það
hafði aldrei gerst áður að stórher-
togaynja legði sig niður við að
sinna þeim allra aumustu. Munað-
arleysingjar, dauðvona sjúklingar
og öreigar áttu öruggt athvarf hjá
reglu Elísabetar. Starfi hennar hef-
ur með réttu verið lfkt við starf
Móður Teresu í Kalkútta.
Yngri systir Elísabetar var Alex-
andra, fædd 1872. Hún var uppá-
haldsbarnabarn Viktoríu drottn-
ingar sem vonaði að hún myndi
ganga að eiga annað barnabarn
sitt, Albert Victor, verðandi Breta-
kóng. En hún hreifst ekki af honum
og 1894 gekk hún að eiga Nikulás
krónprins Rússa sem sama ár tók
við keisaratigninni að föður sínum,
Alexander 3., látnum. Var Alex-
andra þar með keisaradrottning.
Elísabet hafði lagt fast að Al-
exöndru systur sinni að giftast
Nikulási og var samband þeirra
systra síðan lengst af mjög gott í
Rússlandi.
Hjónaband Alexöndru og Niku-
lásar 2. var persónulega mjög far-
sælt. Þau unnust hugástum og
eignuðust fimm börn, fyrst fjórar
dætur og síðan krónprinsinn Alexei
1904.
Raspútín verður örlagavald-
ur
Fyrir Rússland var stjórnartíð
þeirra hins vegar hreinasta hörm-
ung. Þau voru afturhaldssöm og
sneidd hugmyndaflugi og gátu eng-
an veginn horfst í augu við nauðsyn
róttækra breytinga á stjórn lands-
ins. Sofandi flutu þau að feigðarósi
en hefðu getað afstýrt rússnesku
byltingunni og öllum þeim hryll-
ingi sem hún hafði síðan í för með
sér fyrir Rússa alla 20. öldina ef þau
hefðu þekkt sinn vitjunartíma.
Eftir að í Ijós kom að Alexei
krónprins hafði erft dreyrasýki frá
Viktoríu langömmu sinni fór svo
allt á versta veg. Fram á sjónarsvið-
ið kom munkurinn Raspútín og
virtist einn manna hafa mátt til að
stöðva blæðingar krónprinsins.
Keisarahjónin, sér í lagi Alexandra,
höfðu Raspútín eftir það í slíkum
hávegum að hann varð hálfgerður
einvaldur í Rússlandi á árum fyrri
heimsstyrjaldar og gerði þar allt vit-
laust, einmitt þegar síst skyldi.
Þau miklu áhrif sem hinn sið-
spillti Raspútín öðlaðist yfir keis-
arahjónunum urðu reyndar til þess
að mjög stirðnaði samband þeirra
systra, Elísabetar og Alexöndru. El-
ísabet hafði skömm á Raspútín og
reyndi árangurslaust að fá litlu
systur til að gefa hann upp á bát-
inn.
Keisaraættinni steypt af stóli
Hörmungar fyrri heimsstyrjald-
ar og óstjóm innanlands urðu til
þess að í mars 1917 var Nikulási og
Alexöndru steypt af stóli. Bráða-
birgðastjómin sem við tók hafði
þau síðan í stofufangelsi. Þau von-
uðust til þess að ættingjar þeirra í
konungsættum Evrópu myndu
beita áhrifum sínum til að þau
fengju að fara í útlegð til Vestur-
landa en þær vonir rættust ekki.
Stjórnmálamenn Vesturlanda gátu
hugsaþ sér margt meira aðkallandi
en sitja uppi með afdankaða og
rammlega afturhaldssama keisara
úr Rússlandi. Meira að segja breska
konungsættin dró lappirnar í mál-
inu. Eftir að kommúnistar Leníns
rændu völdum í nóvember voru
Nikulás, Alexandra og böm þeirra
Grígori Raspútín Ahrifþessa villtaog
siðlausa munks urðu deiluefni systranna frá
Hesse, og urðu e.t.v. lika tilþess aö bylting
bolsévlka heppnaðist.
flutt til Jekaterínbúrg í Síberíu og
aðstæður þeirra versnuðu stórum.
Bolsévíkar létu líka handsama El-
ísabetu og fleira stórmenni af
Rómanov-fjölskyldunni og flytja til
Alapæjevsk í Síberíu.
Þann 17. júh' 1918 var keisara-
fjölskyldan myrt í Jekaterínbúrg að
skipan Leníns. Hann vildi ekki
hætta á að keisarasinnar reyndu að
koma fjölskyldunni aftur til valda.
Lengi gengu sögur um að einhver
hefði komist lífs af úr blóðbaðinu,
einna helst keisaradóttirin
Anastasía, og næstu áratugi komu
ffarn ýmsar konur sem kváðust
vera hún. Allar þær konur vom hins
vegar ýmist geðveikar eða lygarar,
nema hvort tveggja hafi verið.
Sálmasöngur úr námunni
Á síðasta áratug 20. aldar fór
fram DNA-rannsókn á líkamsleif-
um sem fundist höfðu skammt
Elísabet og Alexandra Systurnar sem
giftust til Rússlands. Önnur varð keisaraynja,
hin nunna. Báðar voru drepnar afmönnum
Lenins.
utan við Jekaterínbúrg og reyndist
þar vera um keisarafjölskylduna að
ræða. Ekki fundust þó lík Alexeis og
einnar dótturinnar en talið er að
þau hafi verið brennd og ösku
þeirra dreift út í veður og vind.
Það var Filippus prins, eigin-
maður Eh'sabetar Bretadrottningar,
sem lagði rannsóknarmönnum til
h'fsýni það sem notað var til saman-
burðar en amma hans var Viktoría
af Battenberg, elsta systir þeirra El-
ísabetar og Alexöndm.
Daginn eftir að Alexandra, Niku-
Iás og börnin þeirra voru drepin í
Jekaterínbúrg vom Elísabet stór-
hertogaynja og sex aðrir drepnir í
Alapæjevsk. Þeim var fleygt niður í
námugöng sem hálffull voru af
vatni. Þar sem fólkið dó ekki sam-
stundis var handsprengju varpað
niður í göngin en böðlunum til
skelfingar heyrðu þeir þá stíga
sálmasöng upp úr göngunum. El-
ísabet leiddi þar sönginn: „Guð,
varðveit þjóð þína." önnur hand-
sprengja dugði ekki heldur til að
stöðva sálmasönginn og vom
námagöngin þá fýllt af timbri og
eldur lagður að. Lauk þar ævi Elísa-
betar.
Dýrlingur grafinn í Jerúsalem
Líkamsleifar hennar fundust
löngu síðar og var komið fyrir í
Kirkju heilagrar Maríu Magdalenu í
Jerúsalem. Nunnur hennar héldu
starfi sínu áffarn á laun lengi vel
meðan á Sovéttfrnanum stóð.
Stytta af Elísabetu var reist í
Westminster Abbey í London og
hún var gerð að dýrhngi rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar. Fáir efast
um að hún hafi út af fýrir sig átt þá
tign skilið. Umdeildara hlýtur að
teljast að árið 2000 var Alexandra
litla systir hennar einnig gerð að
dýrlingi, ásamt Nikulási 2. og öllum
þeirra bömum. Réttlætingin var sú
að þau hefðu dáið fyrir trú sfna en
það er vitaskuld fjarri lagi. Þau dóu
vegna þess að þau voru þver-
móðskufull og afturhaldssöm og
skildu hvorki kall tímans né rúss-
neskrar alþýðu.