Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Síða 27
DV' Fókus
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 27
Fáir hafa vakið jafn mikla athygli og for-
setaframbjóðandinn Snorri Ásmundsson.
Snorri titlar sig sem myndlistarmann og
forsetaframbjóðanda en ýmsir segja erfitt
að sjá hvar gjörningamaðurinn lætur af
störfum og pólitíkusinn tekur við. Snorri
leyfði DV að skyggnast í myndaalbúmið.
Snorri &
fræga fólkið
Davíð og Snorri
„Ég hitti Davíö í afmæli Össurar Skarphéðinsson-
ar á Kjarvalsstöðum. Hann hvatti mig til dáða og
gafískynaðSjálfstæðisflokkurinnstæðivið bak-
ið á mér í komandi forsetakosningum. Komm-
únistinn á Bessastöðum yrði að hverfa úr for-
setastóli."
Barney og Snorri
„Þessi var tekin á Nýlistasafninu meðan við unn-
um að undirbúningu sýningar Matthvews Barn-
ey myndlistarrmanns. Hann er eins og þjóðin
veit, eiginmaður Bjarkar Guömundssdóttur en
leist bara vel á að myndlistarmaðurinn Snorri
yrði næsti forseti fslands. Þegar Ólafur Ragnar
og Dorritmættu á opnun hans í nýlistasafninu
lét Matthvew Barney sig hverfa."
V/íctoria og Snorri
„Ég hitti Victoriu Abril á sýningunni minni í gallerí
Kling og Bang í fyrra. Umsvifalaust fór ég á hnéin
og bað um hönd hennar því mér fannst við geta
sómað okkur vel saman á Bessastöðum. Hún var
því miður gift og elskaði þann mann mjög heitt. Ég
gafhenni því aflátsbréfog ástarsorgin hvarfeins
og dögg fyrirsólu."
Björgótfur og Snorri
„Björgólfur var heiðraður við undirskrift samnings
Landsbankans og Klink og bank gallerísins um af-
not listafólks á gamla hampiðjuhúsinu. Hér sést ég
næla íhann heiðursmerki."
ingibjörg og Snorri
„Þetta var í kosningasjónvarpinu I borgarstjórnar-
kosningum. Þá varég i framboði fyrir stjórnmála-
flokkinn Vinstri hægrí snú. Mér finnst Ingibjörg ind-
ælis kona og var hlýtt að þurfa að játa mig sigrað-
an fyrir henni. Hún var svo sannarlega verðugur
andstæðingur."
Þórólfur og Snorri
Þórólfur og ég hittumst í hinu fræga afmæli Össur-
ar og ég útskýrði fyrir honum að ég hefði ekki haft
tíma fyrir borgarstjórann, því hentaði starfforseta
mér betur. Hann var feginn því að hafa ekki stolið
starfinu afmér en furðaði sig á því að R-listinn
hefði ekki haft samband við mig eftir kosningar
áðuren þeir töluðu við hann."
ólafur Ragnar og Snorri
„Ég hitti ÓlafRagnar á opnuninni hjá Jóni Óskari í
Kling og Bang. Við ræddum lltillega kosningarnar
fram undan og fór vel með okkur. Dorrit var ekki
með honum og Ástþór var einnig fjarverandi. Það
vakti eðlilega athygli mína."
Vigdís og Snorri
„Vigdís kvattimig eindregið til forsetaframboðs.
Myndin er tekin eftir að ég hafði tilkynnt framboð í
Kastljósinu I fyrra. Hún talaöi afreynslu og sagði
mér að þetta væri erfitt starf. Það stoppar mig
samt ekki en ég þakkaði henni góð ráð."
Konungar íslendinga
Ég er áreiðanlega ekki einn um að
hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar í
ljós kom um daginri að fréttin um
flutning á styttunni af Kristjáni kon-
ungi IX frá Stjórnarráðshúsinu í
Reykjavík að forsetaskrifstofunni við
Sóleyjargötu var aprílgabb forsætis-
ráðherra og fréttastofu Stöðvar tvö.
Hugmyndin var bráðsnjöli og vel
við hæfi að þeir „köUuðust á“ með
sínum hætti eini kóngurinn okkar,
sem við höfum látið steypa í eir, og
sá forseti íslendinga, sem öðrum
fremur hefur lagt sig í framkróka um
að endurreisa konunglega ímynd
þjóðhöfðingjaembættisins eins og
landsmenn hafa í Séð ogheyrt.
Litlir konungsdýrkendur
í upphafi voru íslendingar litlir
konungsdýrkendur. Arfsögnin
hermir að forfeður okkur hafi flúið
frá Noregi vegna ofríkis Haraldar
konungs hárfagra. Og í einhverri
elstu ritheimfld um íslensku þjóðina,
sem varðveist hefur, Sögu Hamborg-
arbiskupa eftir Adam frá Brimum frá
lokum elleftu aldar, segir: „Þeir hafa
ekki konung, heldur aðeins lög“; má
greina undrun ef ekki hneykslun í
þeim orðum.
Eftir ófrið Sturlungaaldar töldu
höfðingjar okkar að skynsemin byði
að íslendingar kæmu sér upp kon-
ungi. Var um það gerður Gamli sátt-
máli við Noregskonung á ofanverðri
þrettándu öld. En það tók þjóðina
nokkurn tíma að venjast hinu nýja
valdi eins og frásögn samri'maheim-
ildar, Áma sögu biskups, er tif marks
um. Segir þar frá viðleitni Loðins
lepps, erindreka Magnúsar konungs
Hákonarsonar, tii að fá landsmenn
til að samþykkja nýja lögbók og hylla
konung með fomilegum hætti. Það
gekk treglega og kváðust lögréttu-
menn á Þingvöllum ekki vilja „tapa
svo frelsi landsins" að fallast á hana
óbreytta. Segir um þetta í Áma sögu:
„Herra Loðinn varð við þetta
mjög heitur, að búkarlar gerðu sig
svo digra, að þeir hugðu að skipa lög-
um í landi, þar sem kóngur einn
saman átti að ráða.“
Búkarlar læra að hneigja sig
Smám saman lærðu íslenskir
búkarlar að hneigja sig og beygja
fyrir útlendum konungum. Hvort
það varð þjóðinni til ffamdráttar „í
heildina tekið", eins og stundum er
sagt, er óhægt um að dæma. Og lík-
Guðmundur
Magnússon
skrifar um konunga og
konungsleysi á Islandi.
Söguþræðir
lega eru slíkar vangaveltur óraun-
hæfar, því aðrir kostir en valdir voru,
blasa ekki við.
Konungarnir sem íslendingar
fengu reyndust þjóðinni misjafnlega
eins og raunar eigin þjóðum. Sumir
voru afburðamenn að lærdómi og
spekt og örlagavaldar um framvindu
mála sem til heilla horfðu. Aðrir voru
léttvægir miðlungsmenn og að
minnsta kosti einn, Kristján VII, var
illa sinnisveikur og stjórnaði kvið-
mágur hans, Struense greifi, ríkinu
án þess að konungurinn áttaði sig á
því. Af einhverjum ástæðum er Krist-
ján VII, einn kónganna okkar, ekki er
nefndur á nafn í íslandssögu Sögufé-
lagsins (1991).
Konungarnir voru að sjálfsögðu
karlmenn, en ein drottning náði þó
konungsvöldum; Margrét Valdi-
marsdóttir hin mikla sem í krafti Kal-
marsambandsins ríkti yfir Norður-
löndum í tæpan aldarfjórðung í lok
fjórtándu og byrjun fimmtándu ald-
ar. Hafði hún tíu ára gömul verið gef-
in Hákoni VI Noregskonungi en þeg-
ar hann féll frá fyrir aldur fram var
sonur þeirra, Ólafur, of ungur tfl að
erfa ríkið. Kom það í hlut Margrétar
að hlaupa í skarðið með þeim ör-
lagarfka hætti að Noregur, ísland og
Danmörk höfðu einn og sama kon-
ung næstu fjögur hundruð árin.
Umburðarlyndi íslendinga
Almenningur á íslandi hafði h'tt af
konungum sínum að segja. Með
konungsvaldið í landinu fóru emb-
ættismenn og aðrir erindrekar, sem
því miður voru oft heldur óskemmti-
legir fi'rar. Liðu sex hundruð ár frá því
konungdæmi var í lög tekið og þar fil
þjóðhöfðinginn sá ástæðu tO að
heimsækja þegna sína við ysta haf.
Var það einmitt fyrrnefndur Kristján
IX sem undanfarin hundrað ár hefur
í eirmynd sinni staðið fyrir framan
Stjórnarráðið með stjórnarskrána frá
1874 í hendi tO minningar um þessa
heimsókn.
Önnur sýnOeg ummerki hins
gamla konungsdæmis eru fá; ekki
má þó gleyma kórónunni á Alþingis-
húsinu, sem sýnir umburðarlyndi
okkar gagnvart sögunni. í Þjóðskjala-
safni er svo að finna fjölda bréfa sem
konungarnir rituðu íslendingum;
má þar sjá vegleg innsigli þeirra og
undirskrift með eigin hendi. Kon-
ungar voru vel að merkja ekki bara í
samkvæmum og á skotveiðum eða
skíðaferðum; þeir sinntu stjórnsýslu
og þurftu flesta daga ársins að af-
greiða afls konar mál rétt eins og for-
setar og ráðherrar nú á dögum.
Lever Kongen?
En íslendingar vildu gjarnan
heyra fréttir af konungunum. Um
það segir Þórir Stephensen í ritinu
Dómkirkjan íReykjavík (1996); „Lifir
kóngur? Mælt er, að meðan sam-
göngur voru enn strjálar við stjórnar-
setrið í Danmörku, þá hafi þetta ver-
ið fyrsta spurningin, sem borin var
upp við stjórnendur fyrstu vorskip-
anna, er komu hingað frá Danmörku
og köstuðu akkerum á legunni við
Reykjavflc."
Og Þórir nefnir dæmi um þetta:
„Vorskipið, sem fyrst kom tfl Reykja-
víkur 1840, lagðist við festar 25. aprfl,
sumardaginn fyrsta. Spurningin hef-
ur þá sjálfsagt verið borin upp á
dönsku: „Lever Kongen?" í það
skiptið var svarið neikvætt, því Frið-
rOc VI Danakonungur hafði þá legið í
gröf sinni í rúma ijóra mánuði, en
hann lést 3. desember 1839."
Þegar samgöngur bötnuðu í upp-
hafi 20. aldar fóru kóngarnir að venja
komur sínar tO fslands. Fyrstur kom
1907 Friðrik VIII. Sonur hans, Krist-
jánX, kom fjórum sinnum tfl íslands,
1921, 1926, 1930 og 1936. Sonur
Kristjáns, síðar Friðrik IX, kom tO
landsins meðan hann var rfldsarfi,
en þegar hann birtist loks sem kon-
ungur var meira en áratugur Uðinn
frá því að íslendingar höfðu slitið
sambandinu við Danmörku og kosið
sinn eigin þjóðhöfðinga, Svein
Björnsson forseta.
Ekki er að sjá að konungsleysið
undanfarin sextíu ár hafi skapað
þjóðinni merkjanleg vandræði. Þeir
sem dást að aðlinum og hirðlífinu
eins og félagsmenn í Hinu konung-
lega fjelagi njóta þess að hér er skiln-
ingsríkt Rfkisútvarp sem ætlar að
bjóða okkur upp á beina útsendingu
frá brúðkaupi danska rfldsarfans í
sumar. Og svo höfum við auðvitað
Ólaf og Dorrit.