Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 Fókus 0V Föstudagskvöldið 19. desember 1976 urðu atburðir um borð í skuttogaranum Bjarna Benediktssyni RE í Reykjavíkurhöfn sem leiddu af sér sannkallað Qölmiðlafár. í æsifrétt Morgunblaðsins sagði að áhöfnin hefði drukkið ólyfjan og einn maður væri látinn og fleiri fárveikir. Varpað er réttu ljósi á atburðinn. ▼ * Um borð í togarann sem lá í Reykjavíkurhöfn streymdu lögreglu- menn, sjúkralið og fjölmiðlafólk þetta föstudagskvöld, 19. desember 1976. Greina mátti áhyggjur í andliti manna enda var það vissa þeirra að stór hluti áhafnarinnar væri við dauðans dyr eft- ir að hafa innbyrt ólyíjan af einhverju tagi. I uppsiglingu var eitt mesta fjöl- miðlafár ársins þar sem tilviljanir leiddu til þess að ályktanir voru dregn- ar um að víðtæk eitrun hefði átt sér stað. En ekki var allt sem sýndist. Jólainnkaup Áhöfnin á skuttogaranum Bjarna Benediktssyni RE var að undirbúa brottför að kvöldi föstudagsins 19. desember. Eirm þeirra sem leggja áttu á hafið um kvöldið var netamaðurinn á bátsmannsvaktinni. Hann var hörkusjómaður og með eindregnar skoðanir á Þriðja ríkinu og Adolf Hitler sem leiddu til þess að hann var í dag- legu tali kallaður SS-maðurinn. Með honum í för þennan föstudag í jóla- ösinni í Bankastræti var stýrimanna- skólanemi sem hafði fengið afleys- ingapláss á Bjarna í jólafríinu. SS- maðurinn hafði keypt fjölbreyttar birgðir af áfengi svo sem vodka, Kahlúa kaffilíkjör og Southern Com- fort auk freyðivíns, sem áttu að létta þeim félögum iund við jólainnkaupin. I bókaverslun Eymundssonar rak á fjörur þeirra félaga einmana Svía sem hafði komið til að kynna sér íslenska menningu og skemmtanalíf. SS-mað- urinn ákvað umsvifalaust að Svíar væru vinaþjóð og bauð gestinum sopa af Kahlúa af stút. í bókaversluninni kom á daginn að SS-maðurinn átti ekki fyrir jólagjöfunum og afgreiðslu- fólkið neitaði að skrifa hjá honum. Fé- lagarnir þrír héldu því út í skammdeg- ismyrkrið og hríðina með fimm jóla- kort sem urðu að duga þessi jólin. Haldið var til skips þar sem þremenn- ingarnir höfðu ákveðið að eyða síð- ustu stundunum fyrir brottför í klefa netamannsins og drekka afgangana. Kyrrt var um borð í skipinu og eng- inn á ferli nema vaktmaðurinn. Þegar klukkan var farin að nálgast sjö að kveldi var Svíinn orðinn kófdrukkinn enda ekki eins vanur stífri drykkju og stýrimannaskólaneminn og SS-mað- urinn. Vínföngin voru tekin að nálgast þrot þegar SS-maðurinn ákvað í hag- ræðingarskyni að hella dreggjum dagsins í eina flösku. Úr þessu varð hálffull flaska af drykk sem bar merki kaffilíkjörsins og virtist vera brún leðja. Enn var skálað og netamaður- inn rifjaði upp síðustu stundir Adolfs og hrun Þriðja ríkisins. Svíinn kinkaði ákaft kolli þar til hann hneig í ómegin eftir að hafa innbyrt fjórar tegundir af sterku; fyrst drykkina aðskilda en síð- an í einu lagi. Þegar Svíinn seig á hlið- ina gaus upp mikill óþefur og í ljós kom við skoðun að hann hafði í sömu svifiim og algleymið kom yfir gert í buxurnar með tilheyrandi loftmeng- un í lidum netamannsklefanum. Dauðsfall um borð Skipstjórinn á Bjarna kom um borð þegar gleðin í netamannsklef- anum stóð sem hæst. Eins og góðum skip- stjóra sæmir hafði hann ákveðið að huga að því hvort skipið væri Reynir Traustason skrifar um sér- stæð fréttamál. Drukkið f netamannsklefa SS-maðurinn ákvað Ihagræðingarskyni að hella dreggjum dagsins ieina flösku. Úrþessu varð hálffull flaska af drykk sem bar merki kaffilíkjörsins og virtist vera brún leðja. Enn var skálað og netamaðurinn rifjaði upp siðustu stundir Adolfs og hrun Þriðja rikisins. Svíinn kinkaði ákaft kolli þar til hann hneig i ómegin eftir að hafa innbyrt fjórar tegundir afsterku; fyrst drykkina aðskiida en síðan í einu lagi. Þegar Svíinn seig á hliðina gaus upp mikill óþefur og iIjós kom við skoðun að hann hafði í sömu svifum og algleymið kom yfir gert í bux- urnar með tilheyrandi loftmengun i litlum netamannsklefanum. „Þeireru að drekka ólyfjan!" tilbúið til brottfarar. Hann kíkti inn í nokkra klefa og þá dundi reiðarslagið yfir. í einum Úefanum lá háseti í hnipri á gólfinu og lausleg athugun gaf skipstjóranum til kynna að hann væri látinn. Skipstjórinn hljóp upp í brú til að kalla í talstöðinni eftir að- stoð sjúkraliðs. í sömu svifum hafði SS-maðurinn tekið um það ákvörðun að ekki væri líft í klefanum vegna óþefsins af Svíanum sem lá öldauður í hægðum sínum. Netamaðurinn af- þakkaði hjálp stýrimannaskólanem- ans og tók Svíann í fangið. „Það verð- ur að lofta út hérna," sagði heljar- mennið og lagði síðan af stað upp á dekk með Svíann sem kornabarn í fanginu. Hann kom honum íyrir á lestarlúgunni þar sem Svíinn hnipraði sig saman í bjarma neónljósanna á dekkinu. SS-maðurinn var rétt kom- inn til baka í klefa sinn þegar lögregla og sjúkrahð þustu um borð. Það fyrsta sem blasti við þeim var maður í hnipri á lestarlúgunni og töldu þeir víst að þetta væri maðurinn sem skipstjórinn hafði tilkynnt um. En þegar skipstjór- inn kom á móti mönnunum krossbrá honum við þær upplýsingar að maður væri liggjandi á dekki í öngviti. Hann sagði lögreglunni að þetta væri nýtt tilfelli og að hásetinn væri látinn í klefa sínum. Varðstjóri iögregl- unnar gerði sér grein fyrir því að mikið væri að um borð í togaranum og kall- að var út flöl- mennt lið sjúkraliðs og lögreglu til að reyna að ná tökum á ástandinu. Læknir úrskurðaði að hásetinn væri látinn en að maðurinn á lestarlúgunni væri með lífsmarki. Svíinn var settur í sjúkrabörur og fluttur á' sjúkrahús með forgangi. Lögreglumenn fóru um allt skip í leit að fleiri fórnarlömbum. Frá klefa netamannsins barst nokkur glaumur. SS-maðurinn var að flytja líkræðuna yfir Hider og stýrimanna- skólaneminn hlustaði í andakt. Á slysadeild Netamaðurinn stóð með flöskuna með brúna glundrinu þegar dymnum var svipt upp og lögreglumaður rak inn höfiiðið. SS-maðurinn var um það bil að drekka enn eitt minni hins fallna foringja þegar lögreglumaðurinn rak upp háflkæft óp og skipaði honum að leggja frá sér flöskuna. „Þeir eru að drekka ólyfjan," æptí hann fram á ganginn og á svipstundu þustu að lög- reglumenn og læknar. SS-maðurinn botnaði ekki neitt í atganginum en hafði þó hlýtt skipuninni og lagt frá sér flöskuna „Der Fiihrer ist tot, foringinn er látinn" tautaði hann í forundran þegar hver einkennisklæddi maður- inn af öðrum tróð sér inn í klefann. Varðstjóri lögreglunnar lýsti því að mennirnir tveir yrðu að fara tafarlaust á sjúkrahús svo hægt yrði að dæla upp úr þeim ólyfj- aninni. Meint fórn- arlömb mölduðu í móinn en árangurslaust. Þeir voru leiddir út úr klefanum og frá skipi þar sem sjúkra- bíll beið þeirra. Á slysadeildinni upp- hófust þrætur þegar læknir vildi dæla upp úr mönnunum tveimur, sem reyndu að útskýra að þeir væru aðeins fullir en ekki af ólyfjan. Þegar deilan stóð sem hæst var komið með enn einn skipverjann af Bjama á sjúkra- börum. Hann hafði verið á barnum á Hótel Borg þegar honum bárust fregn- ir af atburðunum um borð. Skipverj- inn var við skál og í athyglisþörf sinni lýstí hann yfir sárum magaverk og hrökk í keng. Umsvifalaust var kallað eftir sjúkrabíl og honum komið á slysadeildina þar sem tvímenningam- ir reyndu að forðast magadælinguna. Um tíma var öngþveití á slysadeild- inni en síðan tókst að raða sögunni saman í heildstæða frásögn og háset- inn reis alheilbrigður upp af sjúkra- börunum. Það var langt Uðið á nótt þegar stýrimannaskóla- neminn, netamaðurinn og hásetinn sluppu út af slysadeildinni án þess að Á slysadeildinni upp- hófust þrætur þegar læknir vildi dæla upp úr mönnunum tveimur, sem reyndu að útskýra að þeir væru aðeins fulliren ekki afólyfjan. dælt hefði verið upp úr þeim. Þá var komið á daginn að hásetinn sem lést hafði engin tengsl við hina. Dauða hans hafði borið að höndum með vo- veiflegum hætti. Svíinn var útskrifaður af sjúkrahúsi morguninn eftír þegar skipt hafði verið á honum. Hann hélt úr landi fullsaddur af íslensku skemmtanalífi. Stjörnur á Hádegisbar Brottför Bjarna Ben hafði verið frestað þar til daginn eftir að fárið dundi yfir. Netamaðurinn, stýri- mannaskólaneminn og hásetinn með magakrampann komu saman á hádeg- isbamum á Borginni daginn eftir og minntust skipsfélagans sem lést um borð kvöldið áður. Dagblöðin vom uppfúll af eitrunarmálinu. Ekkert blað- anna hafði rétta mynd af atburðunum kvöldið áður og því var lýst að margir skipverja væm fárveikir. Félagarnir vom stjömur hádegisbarsins og drukku fn'tt. Á þriðja glasi fór SS-mað- urinn að tala um örlög Evu Braun, sam- býliskonu Adolfs Hitler. Þá var kominn tími til að halda til skips. í Pósthús- strætí sáu þeir Svíanum bregða fyrir en hann hraðaði sér í burtu þegar hann sá SS-manninn og sveit hans. Bjarni Benediktsson RE sigldi til hafs á slaginu klukkan 14. Hvar eru þeir nú? SS-maðurinn: Stundaði sjómennsku á togurum um langt skeið en tók sig síðan upp og flutti tii Svíþjóðar. Stýrimannaskólaneminn: Útskrifaðist með skipstjórapróf árið 1977 og stundaði sjómennsku til ársins 1994 þegar hann gerðist blaðamaður. Svíinn: Ekkert hefur spurst til hans síðan að morgni 20. desember 1975. Hann hvarf af landi brott fullsaddur af íslenskum veruleika. Hásetinn með magaveridnn: Stundar enn sjó- mennsku á togskipum. Lézt af drykkju ólyfíán £*** UPP ur fimm miinnum á slysadeild S2sr~“~*—~ 2 -*t n f**Lk*C-*’ •'•*r » ’ t ktalltji £ mnmmt Ot Wfc u> *•* Fjölmiðlafár Dauðsfallið um borð i Bjarna Ben varð að miklu fréttamáli þar sem ein fjöður varð að mörgum hænum. Dagblöðin lýstu eitrun afdrykkju ólyfjan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.