Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Page 32
32 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004
Fókus 0V
C
(
Versti
fjöldamorðingi í
sögu Kansas '
Rúmlega flmmtugur yfir-
maður í sorpvinnslu í Kansas-
borg hefur verið
ákærður fyrir morð á
tólf konur og stúlk-
um. Morðin framdi
Lorenzo J. Gilyard á
árunum 1977 til
1993. Fómarlömb
Gilyards vom vændiskonur á
aldrinum 15 til 36 ára. Ef Gilyard
verður sakfelldur er hann versti
fjöldamorðingi í sögu borgar-
innar. Flest fómarlambanna
vom kyrkt og líkin misnotuð
kynferðislega. Gilyard var giftur
og vel liðinn meðal vinnufélag-
anna, sem lýstu honum sem
duglegum og gamansömum.
Lífsýni sem tekið var úr Gilyard
tengir hann við glæpina.
Faldi lílcið
undir rúrni
Tveimur árum
eftir að eigin-
maður hennar
hvarf hefur
Dixie Shana-
han verið
ákærð fyrir morð. Scott
Shanahan hafði beitt konu
sína og börn líkamlegu of-
beldi í mörg ár og þegar
hann hvarf saknaði hans
enginn. Árið 2003 fundust
hins vegar rotnaðar likams-
leifar undir rúmi Dixie, sem
hefur viðurkennt að hafa
skotið mann sinn til dauða.
Verjendur Dixie segja hana
hafa skotið í sjálfsvörn en
saksóknarinn f málinu vill
lífstíðardóm þar sem Dixie
skaut eiginmann sinn í
hnakkann. Hvernig Dixie
tókst að lifa í húsinu með
rotnandi lík í svefnherbergi
sínu vekur furðu margra en
fbúar smábæjarins Defiance
f Bandaríkjunum hafa safn-
að liði f baráttunni með Dix-
ie. Réttarhöldin hófust f vik-
unni en talið er að þau muni
taka um tvær víkur.
Sagði níðingnum
að þegja
Sabine Dardenne, fórnar-
lamb barnanauðgarans Marc
Dutroux, bað dómarann að
þagga niður í Dutroux eftir
orðaskipti þeirra í réttarsalnum.
„Ef ég skil þig rétt þá á ég að
þakka þér fýrir?“ spurði Dar-
denne en hún var 12 ára þegar
níðingurinn hélt henni í
kjallara sínum og mis-
notaði. Dutroux
heldur því statt og
stöðugt fram að hann '
hafi þyrmt lífi
hennar með því að
afhenda hana ekki
barnakláms-
hringen hélt Sabin. Dardenn.
henni þess í Stúlkan var 12 ára
stað í 80 daga þegar níðingurinn lok-
áður en henni “01 hana niðri íkjall-
var bjargað. ara °9 misnotaði.
„Francesca átti sínar slæmu hliðar,“ sagði bróðir hennar Domenico. „En hún
kunni sannarlega að skemmta sér og átti fleiri vini en óvini.“ Stóra spurningin var
hvort hin 58 ára fyrrverandi fegurðardrottning hefði framið sjálfsmorð eða verið
myrt. Sumir töldu hana fórnarlamb bölvunar legsteins Tutankamons þar sem
dauði hennar átti sér stað á Villa Altachiara, þar sem álög legsteinsins áttu sér
langa og skelfilega sögu.
Hið hraða líf Francescu Vacca
Agusta tók snöggan enda eitt drunga-
legt kvöld í janúar árið 2001.
Francesca gekk út í slagviðrið úr
glæsivillu sinni á toppi Portofino á
Italíu. Hún sást ekki fýrr en tveimur
vikum seinna þegar líki hennar skol-
aði á strönd 300 kílómetrum íjarri
heimili hennar. Krufning gaf enga
vitneskju um hvort Francesca hefði
látist af eigin völdum eða hvort um
morð væri að ræða. Hvorki lögreglan
né Domenico Vacco Graffagni bróðir
hennar vildu trúa að hún hefði
framið sjálfsmorð. Að þeirra mati var
Sérstæð sakamál
óhugsandi að líkinu hefði skolað alla
þessa leið hefði Francesca kastað sér
niður af bjarginu. Þá hefði lfkið aldrei
fundist heldur festst í straumum
Atlanshafsins. „Slys er einnig óhugs-
andi,“ sagði Domenico. „Því hlýtur
hún að hafa verið myrt." Margar til-
gátur voru uppi um dauða fegurðar-
dísarinnar en ein þeirra var ótrúleg-
ust af öllum. Landareign Francescu
var áður í eigu Lord Carnarvon, sem
fundið hafði dularfullan legstein sem
sagan sagði að bölvun lægi á. Lord
Carnarvon lést skömmu eftír að
steinninn fannst og allir fomleifa-
fræðingarnir sem komu nálægt rann-
sókn hans hurfu á mjög dularfullan
hátt. Spurningar voru því uppi um
hvort bölvunin hefði enn einu sinni
látið til skarar skríða.
Ekkert vatn í lungunum
Snemma í rannsókninni var ljóst
að á verönd Francescu voru blóð-
Villan Heimili Francescu varvið brúnina á
snarbröttu bjarginu.
slettur en ekkert blóð fannst á bjarg-
brúninni né á berginu fyrir neðan,
sem gerði fall niður bjargið ólíklegt,
hvort sem hún hefði dottíð, hemri
verið hrint eða hún kastað sér niður.
Né heldur fundust áverkar á líkinu
sem bentu til fallsins. Þremur dögum
eftir hvarf hennar fundust inniskór
og baðsloppur hennar en Francesca
hafði sést ganga þungum skrefum í
átt að bjargbrúninni í sloppnum.
Hún hafði tilkynnt nágrönnum sín-
um að hún ætlaði að fá sér sund-
sprett í illviðrinu en samkvæmt ná-
grönnunum var hún vel í glasi. Bað-
sloppurinn hékk á hnullungi um 50
metrum fyrir ofan sjóinn. Þegar
ferðamenn fundu lík hennar voru þó
nokkrir áverkar á höfði hennar en
ekkert vam í lungum hennar. Morð-
tilgátan varð því stöðugt sterkari.
Áverkamir á höfðinu gátu hæglega
hafa leitt hana til dauða og skortur á
áverkum annars staðar á líkamanum
sýndi firam á að hún hefði ekki getað
dottíð niður af bjarginu. Líklegast
þóttí lögreglunni að Francesca hefði
verið borin í sjóinn og ef til vill vom
fleiri en ein manneskja að verki.
Óhamingjuríkt hjónaband
Francesca hafði fæðst inn í fátæka
fjölskyldu í Mílanó en stjarna hennar
fór að rísa þegar hún varð unglingur.
Hún sló í gegn sem fyrirsæta og varð
fljótlega landsþekkt. Er hún kynntíst
eiginmanni sínum hafði hún hlaupið
berfætt á ströndinni. Corrado Agusta
var nýríkur viðskiptamaður sem
grætt hafði fúlgur á flugvélasölu.
,Augu hans vom jafn himinblá og
þyrlurnar sem hann seldi," sagði
Francesca vinkonu sinni um þeirra
fyrstu kynni. Francesca kynntist nú
meira rfkidæmi en hana hafði
nokkurn tfmann dreymt um og bjó til
skiptís í Mílanó, Acapulco í Mexíkó
og Bandaríkjunum. En hjónaband
þeirra var óstöðugt. Eftír 11 ára sam-
band höfðu bæði fengið nóg og
skildu að borði og sæng. Fimm ámm
síðar tapaði Agusta í baráttunni við
krabbamein og skildi Francescu eftír
sem vellauðuga ekkju sem fljótlega
varð þekkt í félagslífinu, aðallega fyr-
ir dónaskap og yfirgang. Agusta hafði
gert son sinn Rocky að sínum erfingja
en eftír mikla baráttu fékk Francesca
25 milljónir dollara.
Skapvond díva
Francesca náði sér fljótt í annan
ríkan mann. Maurizio Raggio var
auðugur stjórnmálamaður.
Francesca drakk mikið og illa og
kvöldið örlagaríka hafði hún lent í
rifrildi við gesti sína. Þjónustustúlka
fann hana seinna þar sem hún sat
Francesca ásamt Corrado Agusta Eftir I i ára óhamingjurikt hjónaband skiidu þau að
borði og sæng.
inni í skáp og talaði í símann. Lög-
reglan gat aldrei fundið út við
hvern hún hefði verið að tala
né af hverju hún þurftí að
fela símtalið. Enn flæktíst
málið.
Rocky sagðist
muna eftir að þegar
þau börðust um
peningana hefði hún
sagt greiðsluna
ganga af henni
dauðri.
Francesca hafði
gert nýjasta
kærasta sinn, Tir-
so Rosario, að
sfnum eina erfingja
en stuttu áður en
erfðaskráin var
lesin var Raggio
tekinn á landa-
mæmnum þar
sem
reyndi að koma
mikilvægum
skjölum varð-
andi breytingar á
erfðaskránni úr
landi. Raggio sagðist
aldrei ætla að berjast
um peningana en lagði
ávallt áherslu á mis
munandi sögu þjónustu
stúlkunnar og Rosario.
„Hann sagðist hafa tromp í
erminni. Eignir hennar
stækka stöðugt en með tíman-
um segist hann fá þær allar í sínar
hendur,“ sagði blaðamaður sem
ræddi við Raggio. Eftír að breyting-
arnar höfðu verið gerðar á erfða-
skránni kom í ljós að Rosario hélt
villunni og bróðir hennar restinni.
Raggio fékk aðeins litla summu til að
borga niður lán.
Með hennar auðæfi að veði var
einhverjum til hags að drepa
Francescu en lögreglan fann aldrei út
hver hefði verið að verki. Eins og með
marga aðrar ríkar og skap-
vondar eldri konur eign-
aðist Francesca óvirtí
hraðar en hún eign-
aðist vini. Einhver
þeirra elti hana á
bjargbrúnina,
veitti henni
þungt höfuð
högg og færði
lfkið í sjóinn.
„Hún framdi
allavega ekki
sjálfsmorð,"
sagði lög-
reglan. „Hún
neitaði að
eldast en elskaði
lífið of mikið
til þess að
vilja
deyja."
Strauk af kló-
settinu
Dæmdur morðingi plataði
lögregluþjóna sem vöktuðu
hann á sjúkrahúsi og slapp út.
Gordon Topen, sem dæmdur
var fyrir að stinga mann til
dauða, var vistaður á ,
sjúkrahúsi eftir að \
hann stakk sjálfan sig \
í magann. Eftir að \
hafa fengið leyfi til að \
fara á klósettið skaust
hannframhjálögreglu- ^
þjónunum og út af sjúkra- 1
húsinu. Eftir nokkurra daga
leit náðist Topen og situr nú
aftur í fangelsi.
Tvöföld sorg
B andarfkj amenn minnast þessa
daganna tveggja skelfilegra at-
burða sem gerðust 19. aprfl 1993
annars vegar og 19. aprfl 1995 hins
vegar. 21 bam og 55 fullorðnir lét-
ust þegar lögreglan réðist inn til
Branch Davidian trúarsafnaðarins
í bænum Waco í Texas. Lögreglan
lét til skarar skríða eftír að hafa
rakið slóð ólöglegra vopnafram-
leiðslu til David Koresh, forystu-
manns reglunnar. Sama dag
tveimur árum seinna sprengdi
í Bandaríkjun
Timothy McVeigh opinbera bygg-
ingu í Oklahoma í loft upp. Alls lét-
ust 168 í sprengingunni, þar af 19
böm. Lögreglan segir tímasetn-
inguna enga tilviljun þar sem
McVeigh áleit árás lögreglunnar á
trúarsöfnuðinn óréttmæta og að
meðlimir safiiaðarins hefðu aldrei
sýnt mótþróa né
skotið á móti en því
sama hafa eftirlif-
endur árásarinnar
einnig haldið fram.
Timothy McVeigh
Fyrrverandi hermaður
sem var bilaður á geði.
Eftirlýstur af FBI
Donald Eugene Perkins hefur náð
þeim merkilega áfanga að vera á topp
10 lista hjá FBI, al-
ríkislögreglunni
bandarísku, yfir eft-
irsóttustu glæpa-
mennina. Hann er
grunaður um að
hafa drepið yfir-
mann lögreglunnar í
Pennsylvamuríki,
sem var skotinn tvisvar í höfuðið af
stuttu færi eftir að hafa verið laminn
sundur og saman. FBI býður þeim sem
geta veitt upplýsingar um verustað
hans 50 þúsund dollara verðlaun.