Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 33
DV Fókus LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 33 ■ \ '' Stórleikarinn og frumkvöðullinn Félag qi gong-iðkenda á íslandi fagnar alþjóðadeginum i dag. Gunnar segir þau hittast annan hvern dag og æfa i 45 minútur. Rúmlega hundrað manns eru í félaginu. Ondunjaln mikitvæg og hollur matur Aflinn, félag qi gong-iðk- enda á íslandi, telur nú orðið rúmlega hundrað meðlimi og í tilefni af alþjóðlega qi gong- deginum í dag hefur félagið opið hús í Vals- heimil- inu við Hlíðar- enda í Reykjavík fyrir hádegi, frá kl. 10. Gunnar Eyjólfsson var 19 ára gamall leiklistarnemi á Englandi þegar hann kynntist hugmyndum um mikilvægi öndunarinnar, „qi gong er öndunarathöfn eftir ákveðnu æfingakerfi," segir Gunnar, „við viljum stjórna líkams- burðinum, standa bein en eðlilega til að fá gott flæði á orkuna í líkamanum, hugsa um öndunina og stjórna hugs- uninni; einbeita huganum til styrktar sál og lík- ama." Að sögn Gunnars þarf að gefa sér tíma tii þessa dag hvern, „en við hittumst annan hvern dag og æfum þá í 45 mínútur. Þetta er í raun mjög praktísk þjálfun og fyrir hádegi í dag leiðbein- um við öllum sem áhuga hafa. Það er jafn mikilvægt að anda rétt og borða hollan mat." The Hitchhiker's Guide to the Galaxy veröur að hluta tekin upp hér á landi. Víst má telja að fjöldi íslendinga komi að tökunum þó ólíklegt sé að leitað verði til ís- lenskra leikara. John Malkovich og Bill Nighy leika aðalhlutverkin og gætu því komið hingað til lands. „Ég get því miður afar lítið tjáð mig um málið að svo stöddu, þar sem ég hef ekki haft nægan tíma til að kyrina mér trúnaðarsamning sem ffamleiðendumir afhentu mér ný- lega," segir Pétur Hafsteinn Bjama- son kvikmyndagerðarmaður um vinnu íslenska fyrirtækisins Radar að myndinni The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy og fyrirhuguð- um tökum á landinu. „Málið er afar viðkvæmt eins og er þar sem enn er ekki hægt að nefna neinar dagsetn- ingar eða staðfesta neitt með vissu," segir hann. Það gleður eflaust margan ís- lendinginn að heyra það að eins og í svo mörgum öðrum erlendum stór- myndum þá mun The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy líklega skarta ís- lenskri náttúru í einhverjum senum. Ekki er alveg á hreinu hversu um- fangsmiklar þessar tökur verða eða hverjir af leikurunum munu hljóta þá eftirsóttu nafnbót: Islandsvinur, eftir sumarið. Bestu vísindaskáldsögur samtímans í október árið 1979 birti breskt tímarit fyrst allra hugleiðingar um að gera hina afar vinsælu útvarps- þætti The Hitchiker’s Guide to the Galaxy að bíómynd. Þessum hug- leiðingum var afar vel tekið af aðdá- endum þáttanna og héldu margir að þá væri bíómynd á næsta leyti, svo var ekki. Það var ekki fyrr en rúmlega tuttugu og fjórum árum seinna, og þrem árum eftir ótímabæran dauð- daga höfundarins Douglas Adams, að þessi draumur er loksins að verða að veruleika. Douglas skrifaði fyrst þennan klassíska vísinda- skáldskap í formi út- varpsleikrits fyrir BBC árið 1978. Vinsæld- irnar urðu þvílíkar að höfundurinn ákvað að gefa sög- una út í bókar- formi og úr því komu fimm bækur sem löngum hafa verið innar verður undir vökulum augum ótalmargra aðdáenda verkanna sem hafa beðið lengi og setja markið hátt. „Ég hef unnið mestmegnis fyrir erlendan markað und- anfarin 7-8 ár og þar á meðal hef ég áður unnið með Hammer og Tongs sem annast leikstjórn og framleiðslu mynd- arinnar. Þetta verður eflaust mjög spenn- andi verkefni og lík- legt að þó nokkrir íslendingar komi tif með að vinna að tökunum hér- lendis,” segir Pétur að lokum. rómaðar sem bestu vísindaskáld- sögur samtímans. En bækurnar reyndust æstum aðdáendum ekki nóg og í kjölfarið fylgdi farsæl sjón- varpsþáttasería, hljómplötur, tölvu- leildr og ógrynnin öll af sviðsupp- setningum. Nokkrir íslendingar fá vinnu Tökur á myndinni hófust erlend- is 19. aprfl en að framleiðslunni koma mörg stór nöfn, John Mal- kovich, Bill Nighy og fleiri þekktir breskir leikarar í aðalhlutverkum. Leikstjórn er í höndum Garth Jenn- ings sem kalla mætti nýgræðing í faginu en hann hefur mestmegnis unnið að myndböndum og stærsta verk hans hingað til eru Ali G-sjón- varpsþættirnir sem nutu mikilla vin- sælda. Mikið er í húfi fyrir þá sem koma að myndinni og pressan er mikil vegna þess að öll vinna að gerð mynd- ar- S VORHREINSUN jAVjHtÐ'- í REYKJAVÍK hefst laugardaginn 24. aprfl og stendur til 3. maí. Nánari upplýsingar á slóðinni www.rut.rvk.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.