Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 2004 Fréttir DV Fartölvum stolið Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var brotist inn í tvær bifreiðar um helgina. Önnur stóð við Smáralind og úr henni var stolið far- tölvu. Hin bifreiðin stóð við Smiðjuveg en ekki er ljóst hvort einhveiju var stolið úr þeirri bif- reið. Síðdegis á fostudag var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði við Liduvör. Þar hafði verið stolið fartölvu og leikjatölvu. Málin er í rannsókn. Kaffistofu- þýfií Hafnarfirði Lögreglan í Hafnar- firði handtók um helgina íjóra unga menn. Að sögn lögreglunnar munu í fór- um þeirra hafa fundist munir sem tengjast inn- brotum í Litlu kaffistof- una um helgina. Grunur er um að mennirnir hafi brotist þar inn eða eigi hlutdeild í innbrotinu. Málið er í rannsókn en þeir sem geta veitt upp- lýsingar eru beðnir að hafa samband í síma 480 1010. HallaráSÁÁ Framlag SÁA til sjúkra- reksturs síns á árinu 2003 var 63 miUjónir og sam- kvæmt rekstraráætíunum stefnir að óbreyttum rekstri í 100 milijón króna halla á ár- inu 2004. „SÁÁ getur ekki bætt þennan halla. Allar þessar breytingar kalla á ít- arlegar viðræður milii heil- brigðisráðuneytisins og SÁÁ um kostnað og fjárframlög til sjúkrastarfsemi SÁÁ,“ seg- ir á heimasíðu SÁÁ um útíit- ið fram undan varðandi sjúkrahússrekstur samtak- anna. Logi Ólafsson er opinn og þægilegur maður sem á auð- velt með að sjá björtu hliðarn- ar á hverju máli. Logi er gædd- ur rtkri kímnigáfu sem hann vill gjarnan miðla til samferð- armanna sinna. Iðulega lyftir hann fótboltalýsingum íþróttafréttamanna Sýnar á hærra plan með léttleika sln- um og þekkingu. Keppendur í Ungfrú Reykjavík fengu gamalt páskaegg og allt of stórar sokkabuxur. Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri segir að gjafapakkinn frá Nóa-Siríusi hafi vald- ið vonbrigðum. Keppendahópurinn Þærsem komust ekki i úrslit fengu slappar trakteringar. Þeir keppendur í Ungfrú Reykjavík um helgina sem ekki komust í úrslit fengu heldur snautíega gjafapakka að keppni lokinni. Fyrir utan baðföt og þriggja mánaða kort í líkamsrækt reyndist súkkulaðigjafapakki frá Nóa-Siríus vera gamalt páskaegg og frá Oroblu kom extra large sokkabuxur. Þess utan vantaði eitthvað upp á samskiptin, því einhverjar stúlknanna sem ekki komust í úrslit héldu að þær myndu fá að vita um það símleiðis og biðu árangurslaust marga klukkutíma eftir símtali. Móðir einnar stúlkunnar segir þessa framkomu fyrir neðan allar hellur. „Það er ekkert að því að dóttir mín hafi ekki komist áfram, það er eins og gengur og gerist. En eftir allt erfiðið voru gjafapakkarnir sem þessar stúlkur fengu ekki beint veglegir. Raunar niðurlæging eftir alla vinnuna. Ekki síst finnst mér út í hött að gefa gamalt páskaegg, enda páskarnir löngu liðnir." „Til háborinnar skammar" Þessi móðir, sem ekki vildi koma fram undir nafni, segir að þetta hafi ekki verið það eina sem olli hneykslan af því sem stúlkurnar fengu að keppni lokinni. „Þegar pakkinn frá Oroblu var opnaður komu í ljós allt of stórar sokkabux- ur, sem sé extra large. Það er bara af því að dóttir mín á svo feita móður að þessar sokkabuxur nýtast.“ 17 stúlkur tóku þátt í keppninni en þrjár fengu tilkynningu um að þær hefðu komist í úrslit. Hinar biðu sumar hverjar í ofvæni eftir því að fá fréttir um afdrif sín og að minnsta kosti einhverjar þeirra töldu að hringt yrði og þær allar boðaðar á fund þar sem niðurstað- an yrði kynnt. Þær fengu hins vegar engar fréttir frá keppnishöldurum, en fréttu með óbeinum hætti hverj- ar hefðu komist áfram. „Mín stúlka beið allan daginn en það var aldrei hringt. Hún er eðlilega mjög móðguð og sár. Þetta ofan á þessar undarlegu gjafir er til háborinnar skammar," segir fyrrnefnd móðir. Undrandi yfir páskaegginu Elín Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri keppninnar, segir að það hafi enginn keppandi átt að þurfa að bíða í ofvæni. „Við sögðum við keppendur fyrir klukkan þrjú síð- degis á laugardag að það yrði fyrir kvöldmat hringt í þær þrjár sem myndu komast áfram,“ segir Elín, en eitthvað hafa þessi skilaboð illa komist til skila. Hvað gjafapakkana varðar segir Elín að vissulega hafi nammipakk- inn frá Nóa-Siríusi valdið vonbrigð- um. „Við áttum von á veglegum nammipökkum og vorum undrandi að þetta reyndist vera páskaegg. Það er við Nóa-Siríus að sakast í þeim efnum. En að öðru leyti get ég ekki tekið undir að illa hafi verið gert við þær stúlkur sem ekki komust áfram. Fyrir utan páskaegg- ið og sokkabuxurnar fengu þær baðföt og þriggja mánaða kort frá líkamsræktarstöð. Allar fengu slfkar gjafir og þær sem komust áfram fengu fleiri og veglegri verðlaun." fridrik@dv.is Þátttakendur í Ungfrú Reykjavík Nota þær extra large sokkabuxur? Leigubílstjórar vilja aukið eftirlit með leigujeppum Vilja meira eftirlit með ferðajeppum Leigubílstjórar Vilja að jafnræði ríki Iakstri með ferðamenn. Leigubílstjórar vilja að þeir sem gera út sérútbúna jeppa og leigja þá til fjallaferða með bflstjórum gangist undir sömu kröfur og gerðar eru til leigubfla og bflstjóra hvað snertir tryggingar, kröfur um meirapróf og opinber gjöld. „Margar jeppabif- reiðar í atvinnuferðamennsku eru skráðar sem einkabflar og tryggðar sem slíkar," segir Jón Stefánsson, varaformaður Bifreiðafélagsins Átaks en í því félagi eru á annað hundrað leigubflstjórar. „Á meðan ég borga 480 þúsund í tryggingar á ári þurfa þeir að borga mun minna." segir Jón og bætir við að ekki sé gengið eftir því að ökumenn þessara Fjallaferðajeppi Leigubílstjórar viija hert eftirlit með slikum rekstri. jeppa séu með meirapróf. Dam'el Björnsson, formaður leigubflstjóra- félagsins Frama, tekur í sama streng: „Það er losarabragur á eftirlitinu. Menn komast upp með það í þessari þjónustu að hringja í kunningja með jeppa og biðja hann að skreppa með túrista upp á Langjökul," segir Dan- íel, sem telur aðalmálið það að eftir- litið með þessum rekstri eigi að vera strangt. Jón Stefánsson bendir einnig á að af þessum ferðajeppum sé ekki greiddur 25% hærri þunga- skattur eins og á við um leigubfla. „Þeir eru að taka frá okkur viðskipti, til dæmis með ferðum á Gullfoss- Geysi og í Bláa lónið þó svo að leyfið eigi að vera vegna fjallaferða,*' segir Jón: „Við viljum annað hvort að þeir sitji við sama borð og við eða þá að við fáum að sitja við sama borð og þeir.“ Golfkúlum dreift á götuleið Aðfaranótt laugardagsins var skemmdarverk framið á mann- lausri bifreið sem stóð við bygg- ingavöruverslunina Núp á ísa- firði. Rúða var brotin í bifreið- inni auk þess sem teknar voru úr henni golfkylfur nokkrar og golf- kúlur. Þessum kylfum og kúlum hafði verið dreift á hefðbundinni gönguleið frá versluninni og út eftir Seljalandsveginum, áleiðis , niður í bæinn. Hafi einhverjir upplýsingar um hver framdi verknaðinn eru þeir vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við lögregluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.