Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 2004 Fréttir DV Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir 14 ára dóttur sína hafa verið í opinberri sendinefnd ráðuneytisins til Kína. Ráðuneytið hafnar því enda hafi ekkert verið greitt fyrir dótturina. Eiginmaðurinn hafi verið í nefndinni og ferðast á kostnað ráðuneytisins en hafnað dagpeningum. Ríkið borgaði afmælisveislu eins sendinefndarmannsins. Seinlegt mun að greiða úr kortareikningum, sem eru flestir á kínversku. Fjórtán ára dáttir ráöherra í opinberri senditör til Kína Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir 14 ára gamla dóttur sína og eiginmann hafa verið í opinberri sendi- nefnd sem fór í vikuferð til Kína fyrr í mánuðinum. f dagbók á heimasíðu sinni skýrir ráðherrann frá ferðalaginu. Þar kemur fram að í Kínaferðinni hafi annars vegar verið um opinbera sendinefnd að ræða, sem meðal annars var skipuð eigimanni Val- gerðar og 14 ára dóttur, og hins veg- ar sendinefnd úr viðskiptalífmu, alls 30 manns frá 15 fyrirtækjum. Aðal- tilgangur ferðar ráðherrans var að sækja heim vörusýninguna í Guang- zhou, sem áður hét Canton. Eiginmaðurinn afþakkar dag- peninga Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafnar reyndar þeirri útlistun ráð- herrans að dóttirin hafi verið hluti hinnar opinberru sendinefndar. Það hafi hún ekki verið og ráðuneytið beri engan kostnað vegna ferðalags hennar. Arvid Kro, eiginmaður Valgerðar, hafi á hinn bóginn verið meðlimur sendinefndarinnar. í reglum ríkisins segi að séu makar ráðherra með í för fái þeir auk fargjalds og gistingar greiddan helming þeirrar upphæðar sem ráðherrar fái í dagpeninga: „Samkvæmt þessum reglum greiðir ráðuneytið fargjöld og gist- ingu maka ráðherra, ráðherra hefur ekki þegið greiðslu dagpeninga til maka vegna þessarar ferðar né ann- arra á undanförnum árum,“ segir í svari ráðuneytisins til DV. Alls voru sex manns í opinberu sendinefndinni. Ráðuneytið segir heildarkostnaðinn enn ekki liggja fyrir. Þegar hafi verið lögð út um ein milljón króna vegna ferða- og dval- arkostnaðar. Kínversk stjórnvöld muni þó greiða einhvern hluta þeirrar upphæðar. Ekki flýtir fyrir lokauppgjöri vegna ferðarinnar að margar greiðslukortakvittanir eru á kín- versku. Búist er við að öll kurl verði komin til grafar um miðjan júní. Ferðamenn og grálúðutollar „Á flugvellinum tóku á móti okk- ur sendiherrann Eiður Guðnason og Magnús Bjarnason sendifulltrúi. Við biðum í VlP-lounge eftir töskunum og síðan var haldið inn í borg. Við gistum á Great Wall Sheraton hótel- inu á 25. hæð," lýsir Valgerður kom- unni til Kína sunnudaginn 11. febrú- ar eftir strangt ferðalag sem staðið hafði frá því á laugardeginum. Valgerður og föruneyti skoðuðu Kínamúrinn á sunnudeginum. Á mánudeginum var hún viðstödd þegar Eiður sendiherra undirritaði samkomulag um ferðamál milli Kína og íslands. Þá hitti Valgerður viðskiptaráð- herra Kína og bankastjóra Álþýðu- banka Kína. Einnig ræddi hún við varaorkumálaráðherrann. Um- ræðuefnin voru meðal annars geng- isskráning gjaldmiðla, tollar á grá- lúðu og rækju og larðhitaskóli Sam- einuðu þjóðanna, sem er á íslandi og margir Kínverjar hafa sótt. Skemmtikvöld hjá Eiði Guðn- asyni Eiður sendiherra og Eygló Helga Haraldsdóttir, eiginkona hans, slógu á mánudagskvöldinu upp veislu á heimili sínu. „Þar voru saman komnir öll ís- lenska sendinefndin, nokkrir skipti- nemar frá Viðskiptaháskólanum í Bifröst, sem stunda nám í Shanghai, og nokkrir Kínverjar, alls milli 70 - 80 manns," skrifar Valgerður og greinir frá því að í samkvæminu hafi verið undirritaður samningur milli Kína og Islands um innflutning tfi Kína á lyfinu Angelicu, sem unnið sé úr hvönn. í veislu sendiherrans reifaði ráð- herra kenningar um hugsanleg tengsl íslenska og kínverska drekans í gegnum siglingar víkinga til Kon- stantínópel, en íbúar þar áttu í við- skiptum við Kína: „Víkingarnir hafi hugsanlega tek- ið með sér tU íslands vitneskjuna um hinn magnaða dreka, ásamt silkinu sem þeir keyptu og þannig hafi drekinn orðið hluti af okkar skjald- armerki síðar. Var þetta hið skemmtilegasta kvöld, sem lauk með því að Eygló sendiherrafrú spU- aði nokkur lög á flygUinn, en hún er lærður pínókennari," segir í dagbók Valgerðar. Ráðherra nuddaður á hóteli Valgerður og fjölskydda ásamt félögum sínum úr opinberu sendi- nefndinni flugu á þriðjudeginum tll Sjanghæ. „Borgin er ein sú glæsUegasta sem ég hef augum litið og minnir helst á Manhattan í New York,“ seg- ir ráðherrann um Sjanghæ. Um kvöldið þáði flokkurinn kvöldverð hjá varaborgarstjóra Sjanghæ. Sama kvöld var Valgerður sjálf með móttöku á fimmtugustu hæð á hóteli sínu. Gestir voru ís- lenska viðskiptasendinefndin og nokkrúr íslendingar sem eru við nám og störf í Sjanghæ. Á miðvikudeginum heimsótti Valgerður kauphöllina í Sjanghæ: „Eftir þetta fékk ég nudd á hótel- inu og síðan flugum við tU Guang- zhou, þar sem hin geysistóra vöru- sýning var formlega opnuð um kvöldið," segir Valgerður. Ráðherrann drifinn á svið í Guangzhou var gist á Hotel Landmark Canton. Farið var beint af flugvellinum til fundar við fylkis- stjóra Guangdong. Undir kvöld var Valgerður viðstödd móttöku vegna opnunar kaupstefnunnar. „Á meðan á kvöldverði stóð fór fram mUdl skemmtun, söngur og dans, glæsUeg sýning, eins og Kín- verjum er einum lagið. Eftir að því lauk dreif ráðherrann Bo Xilai mig og fleiri með sér upp á svið til að heUsa upp á skemmtikraftana, sem ég gerði með ánægju," lýsir ráðherr- ann. Á fimmtudeginum skoðuðu ís- „Síðan fengum við fjölskyldan okkur há- degisverð á Hard Rock, sem dóttur minni fannst góð til- breyting frá kínverska matnumr sem hún hafði þó verið mjög dugleg við að borða." lendingarnir vörusýninguna sem var í tveimur geysistórum sýninga- höllum. Þar segir Valgerður að hægt hafi verið að sjá aUt sem framleitt sé í Kína. Miklir möguleikar hafi verið þar fyrir íslenska innflytjendur að eiga viðskipti. Lifandi dýr elduð ofan í af- mælisgesti „Síðdegis fórum við í verslunar- ferð. Ótrúlega gott verð var á fatnaði. Um kvöldið var farið út að borða í tUefni afmælis í hópnum. Staðurinn sem varð fyrir valinu var þannig að hægt var að velja lifandi dýr á 1. hæð og fá það matreitt á öðrum hæðum hússins," lýkur Valgerður dagbókar- færslu fimmtudagsins 15. aprfl. Sá sem átti afmæli var Grétar Már Sigurðsson, sem var fulltrúi utanrfk- isráðuneytisins í sendinefndinni. „Ráðherra vildi þakka opinberu sendmefndinni, starfsmönnum sendiráðsins og fýlgdarliði gott starf við undirbúning ferðarinnar og að- stoð á fundum og bauð tU kvöld- verðar af því tilefni. Dagurinn var valinn í tilefni af afmæli eins úr sendinefndinni," segir ráðuneytið sem greiddi um 30 þúsund krónur fyrir afmælisveislu Grétars. Hann er 45 ára. Svömluðu um með miklum buslugangi Kínaferðin hélt áfram á föstu- deginum með því að flogið var tU borgarinnar Xianyang. Þar hafa ís- lendingar átt í viðræðum við borg- aryfirvöld um hitaveitufram- kvæmdir. Spjallað var við borgar- stjórann. „Eftir fundinn fóru þeir með okkur í heimsókn á tvo staði, og voru þeir auðsýrúlega mjög stoltir af báðum. Annar þeirra var sundlaug, geysistór og mikil og greinUega mjög vin- sæl af borgarbúum sem svöml- uðu þarna um með miklum buslugangi," segir í dagbók ráð herra. Um kvöldið segist Valgerður hafa átt glæsUegan kvöldverð með fylkis- stjóra Shanxi-héraðs. „Ég spurði hann meðal annars þegar við borðuðum matinn okkar með pinnum eins og endranær, hvort hann teldi miðað við öU þau vestrænu áhrif sem augljóslega væru í Kína, að pinnamenningin mundi verða undir. Hann svaraði því til að hitt væri alveg eins lfklegt að við í hinum vestræna heimi tækjum upp menningu þeirra og færum að nota pinna í stað hnífa- para af okkar gerð. Hann brosti við þegar hann lét þessi orð falla." Meira kínverskt nudd Hið fræga safn með hinum svoköUuðu Terracotta-hermönnum varð viðkomustaður ráðherrans laugardaginn 17. aprfl. Valgerður segir staðinn hafi fundist fýrir 30 árum. Hann hafi að geyma á annað þúsund leirhermenn og leirhesta sem Quin keisari lét grafa fyrir um 2.200 árum tU að hafa tfi taks í næsta lífi. „Þetta var mjög tUkomumikið að sjá og bóndinn sem uppgötvaði þetta allt saman er nú um áttrætt og vinnur þarna á safninu, áritar bók um þetta fyrir- bæri og leyfir gestum að láta mynda sig með $ U honum. í hádeginu notaði ég tækifærið og fékk mér kín- verskt nudd, sem var afar gott. Stúlk- an sem nuddaði mig kunni greini- | lega tíl verka," skrifar iðnaðar- og viðskiptaráðherra í dagbók sína á valgerd- Dóttirin fegin á Hard Rock Café Aftur var komið tU Peking síðdegi á laugardeginum. Torg hins himneska friðar og For- boðna borgin voru skoðuð á sunnudeginum: „Þar fór greinilega vel um þá keisara sem þar ríktu þar sem þeir höfðu þarna borg útaf fýrir sig og um 1000 þjónustu- menn á sínum snærum! Síðan feng- um við fjölskyldan okkur hádegis- verð á Hard Rock, sem dóttur minni fannst góð tUbreyting frá kínverska matnum, sem hún hafði þó verið mjög dugleg við að borða," segir í dagbókinni. íslenski hópurinn hélt loks áleið- is heim á mánudeginum. Flogið um Helsinki og Kaupmannahöfn til ís- lands. „Þar með lauk þessari opin- beru heimsókn, sem verður okkur öllum lengi í minni, enda þetta land um flest engu öðru lflct." gar@dv.is Valqerður Sverrisdóttir „Um kvöldið var farið út að borða í tilefni afmælis í hópnum. Staðurinn sem varð fyrir valinu var þannig að hægt var að velja lifandi dýr á 1. hæð og fa það matreitt á öðrum hæðum hússins," segir með- al annars i skemmtilegum lýsingum úr Kma- ferð idagbók iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.