Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Síða 24
I 4. 24 ÞRIÐJUDACUR 27. APRÍL 2004 Fókus DV Ekki á leið austur „Það hefur ekki komið upp mis- skilningur ennþá varðandi þetta en ég var pínu undrandi þegar ég sá fréttina og hélt að það væri verið að ráða mig en ég er ekki á leið austur, sendi nöfnu minni bestu kveðjur," segir Hrannar Pétursson. Alcoa til- kynnti um helgina ráðningu Hrann- ar Pétursdóttur í starf kynningar- stjóra en nafni hennar Hrannar Pét- ursson starfar hjá Alcan við sama starf. „Fréttatilkynningin sem fór út hljómar ekki svona," sagði Hrönn Pétursdóttir „Ég hafði nú ekki tekið sérstaklega eftir þessu, þetta er leikur að orðum sem er svo sem bara skemmti- legur.“ Nú geta Idol aðdáendur farið að hlakka til.Jón Sigurðsson brosmildi Idol keppandinn sem lenti i öðru sæti ætlar að gefaút plötu. Hann hefur nýveriö gefið út lag sem hefur notið dágóðra vinsælda. Lagið er Islenskt en að öllum líkindum mun platan vera á ensku. Áætlað er að platan komi út með haustinu en Jón er i samstarfí við Skífuna. DV náði tali af Jóni og segir hann allt vera að gerast Iþeim efnum.„Platan verður tribute með lögum eftir Paul Simon, sem er einn afminum uppáhaldstónlistar- mönnum. En það er verið að afla til- skilinna teyfa,“sagöi hann káturi bragði.„En þetta er allt I startholun- um og hefur platan ekki enn hlotið nafn,“sagði Jón. Það kæmi fólki kannski ekki á óvart efhún myndi heita „Smile". Karlar vilja líka í Þjoðle Allir Þjóðleikhússtjórar hafa verið karlmenn. í ljósi umræð- unnar undanfarið virðist sem að breyting gæti orðið á en senn líður að því að staðan verði auglýst til umsóknar. Leik- húskonur stefna leynt og ljóst að þessari æðstu stöðu innan íslensks leikhúss. Ekkert er þó gefið í þeim efnum eins og DV hefur komist á snoðir um. „Ég hef fengið áskoranir en hef ekki tekið neina ákvörðun," segir Kjartan Ragnarsson, einn ástsælasti leikstjóri þjóðarinnar og leikskáld sem einmitt skrifaði leikritið „Saumastofuna", verk sem hefur verið konum hugleikið um áratuga- skeið en þar eru þær hvattar til þess að standa saman: Áfram stelpur! Kjartani fmnst gott hjá konum að láta til sín taka og jákvætt að þær skuli standa saman. „Ég ætla samt ekki í kynskiptiaðgerð til að sækja um starf." Balti, Viðar og Hilmar orðaðir við stólinn Hilmar Jónssson er ungur mað- ur sem hefur þótt koma með ferska strauma inn í íslenskt leikhús bæði sem leikstjóri og sem leikhússtjóri hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hilm- ar segir ekkert útilokað, starfið sé vissulega mjög áhugavert. Viðar Eggertsson gerði góða hluti sem leikhússtjóri á Akureyri og hef- ur alla tíð verið framsækinn leikhús- maður. Hann segir ýmsa hafa kom- ið að máli við sig en finnst ekki við hæfi að ræða þessi mál fyrr en starf- ið verður auglýst. „Hér er um starfs- ráðningu að ræða en ekki framboð," sagði Viðar. Það er engum blöðum um það að fletta að Baltasar Kor- mákur er einn fremsti leikstjóri landsins og á fullt erindi í stól leik- hússtjóra. Flest ef ekki allt sem sá drengur snertir gengur upp. Að- spurður sagðist Baltasar ekki leggja það í vana sinn að taka matinn af fólki á meðan það er að borða. Hagfræðingur Þjóðleikhús- stjóri Formaður bygginganefndar Þjóðleikhússins var Guðlaugur Rós- inkranz, hagfræðingur og rektor við Samvinnuskólann á Bifröst. Guð- laugur var auk þess formaður Nor- ræna félagsins á árunum 1945-50 og hafði staðið að uppsetningu leik- sýninga á íslandi í norrænu sam- starfi. Þegar kom að ráðningu Þjóð- leikhússtjóra sóttist Guðlaugur eftir starfinu og var ráðinn af þáverandi menntamálaráðherra Eysteini Jóns- syni enda hafði Guðlaugur staðið rösklega að uppbyggingu hússins. Ráðningin var umdeild meðal leik- ara og menningarelítunnar sem „Ég ætla ekki í neina kynskiptiaðgerð til að sækja um starf." sakaði menntamálaráðherra um spillingu, en Guðlaugur var ekki einungis framsóknarmaður og rekt- or á Bifröst heldur var hann einnig næsti nágranni menntamálaráð- herra á Asvallagötunni og náinn vinur hans. Guðlaugur var tiltölulega fljótur að lægja öldurnar og sýndi fljótt að hann var fullfær um að sinna starf- inu og vann sér traust leikara og annarra listamanna þrátt fýrir margar umdeildar og djarfar ákvarðanir. Hann stofnaði meðal annars listdansflokk, óperu og leik- listarskólann. Nú rúmum 50 árum eftir ráðn- ingu Guðlaugs hafa um fjórar millj- ónir áhorfenda sótt sýningar leik- hússins. Stofnunin hefur vaxið gríð- arlega og eru fastir starfsmenn á annað hundrað samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðu leiklrússins. Starfsmannafjöldi fer allt upp í 500 manns þegar mest er í gangi. Leik- Lucy gengurí það heilaga Charlie’s Angels og Ally McBeal stjarnan Lucy Liu ætlar að ganga í það heilaga með kærastanum sínum Zach Helm fljótlega. Leik- konan hefur verið að skipuleggja væntanlegt brúðkaup í laumi þar sem hún hefur ekki áhuga á að breyta atburðinum í fjölmiðla- veislu. Brúðkaupið á að vera lítið og lát- laust og einungis nánustu vinum og ætt- ingjum boðið í veisluna. Forstjóri og fréttamaður á leið á toppinn Klífa Hvannadals- hnjúk í annað skipti Sigurður G. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri íslenska útvarpsfé- lagsins, og Róbert Marshall, frétta- maður á Stöð 2, ætla að klífa Hvannadalshnjúk, hæsta tind lands- ins. Stefna þeir félagarnir á toppinn 8. maí næstkomandi. Þetta mun vera annað skiptið sem þeir klífa hnjúkinn ásamt félögum sínum Teiti Þorkelssyni, fyrrverandi fréttamanni á Stöð 2, Friðriki Erni Hjaltested ljósmyndara og fleiri góðum mönnum. Sami hóp- ur hljóp upp hlíðar Kilimanjaro í kjölfarið á síðustu ferð á Hvanna- dalshnjúk. „Nei við er- um ekld á leið á Ever- est, við erum að undir- búa ferð á hæsta tind Ameríku, Acoacagua, í janúar á næsta ári það er 6.900 metra klifur," sagði Ró bert Marshall. Lucy Liu Hefurskipulagt brúðkaup sitt i laumi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.