Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Qupperneq 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Qupperneq 14
70 TlMARIT VFl 1964 Þetta er fyrirskipun reiknisins til þess manns sem tækið passar að hann eigi að þrýsta á ,,START“ hnappinn til að keyra forskriftina gegnum vélina (source program). Fremst í hverri línu á myndinni er fimm stafa tala. Þær sýna hvar í minni vélarinnar hver fyr- irskipun stendur. Á undan þremur fyrirskipun- um eru tölur; þær eru til að auðkenna fyrirskip- anir, sem síðar þarf að vísa til. I annari línu á myndinni stendur: REIKNINGUR Á MARGFELDI 2 Þessi athugasemd er eingöngu til að merkja for- skriftina og er sjálfum rafreikninum óviðkom- andi. Hin raunverulega forskrift hefst á skipun- unum N=1 og M=N#2. Stjarna er notuð sem margföldunarmerki. Hér gefum við hinum breytilega margfaldara táknið N og látum hann hafa gildið einn til að byrja með. N margföld- um við síðan með 2 og margfeldið táknum við með M. Næsta fyrirskipun TYPE2,N,M þýðir að reikn- irinn skuli skrifa þau gildi, sem N og M hafa, á ritvélina. Talan 2 á eftir TYPE vísar til skip- unar nr. 2, en hún ræður uppsetningu út.skrift- arinnar, formatinu. Þessi skipun segir hvar á blaðið útkoman eigi að koma og skýtur auk þess inn táknunum x og =. Nú er fyrsta lið úteiknings okkar lokið. Áður en lengra er haldið er vélin látin athuga hversu langt hún er komin fram í margföldunartöfluna. * Þetta gerir hún með hjálp skipunarinnar IF(N-10) 1,1,3. Þetta táknar: ef talan sem inn- an svigans stendur er lægri en 0 skal farið til skipunar nr. 1, sömuleiðis ef hún er 0, en til skipunar nr. 3 ef hún er stærri en 0. Eftir fyrsta skrefið er N—10 =—9, þ.e. minni en 0 og því leitar vélin fram til skipunar nr. 1, marg- faldar hið nýja gildi á N með 2 og prentar út niðurstöðuna. Þannig fást hækkandi gildi á N. Þegar vélin er búin að margfalda 10 X 2, bætir hún enn einu sinni einum við N, en þegar hún athugar nú gildið á N—10 er það orðin pósitíf stærð, svo nú fer hún til skipunar nr. 3, sem segir STOP, en þar á eftir kemur END, en það þýðir auðvitað að dæminu sé lokið. Lm notkun rafeindareikna ■ byggingaverkfræði Eftir Óttar Halldórsson, verkfræðing. Það er tilgangur þessarar greinar að vekja at- hygli íslenzkra verkfræðinga á nokkrum þeim möguleikum, er fyrir hendi erú í sambandi við notkun rafeindareikna í byggingaverkfræði. Sökum þess að ekki er unnt að gera svo víð- tæku efni nema mjög takmörkuð skil í þessari grein, mun stiklað á stóru hvað teóríu snertir. Hins vegar mun ég gera ýtarlega grein fyrir uppsetningu tiltekinna verkefna til reikninga á rafeindareikni. Ég mun í grein þessari einskorða mig við út- reikninga á fagverkum. Fylgir þessu sá kostur, að þau grundvallaratriði, er liggja að baki þess reikningsforms, koma skýrt í ljós. Með þessu verður reynt að sýna, að starfandi verkfræðing- ar geta með tiltölulega lítilli fyrirhöfn kynnt sér nægilega vel notkun rafeindareiknisins til þess að geta notfært sér hina feikilegu afkastagetu hans í ýmsum greinum byggingaverkfræðinnar. Rafeindareiknirinn er geysilega hraðvirk reikni- vél. Reiknirinn hefur hæfileika til að taka við kerfisbundnum fyrirskipunum (prógram) og framkvæmda þær, líkt og venjuleg reiknivél hef- ur á sinn hátt hæfileika til að taka við fyrirskip- unum, einni í einu, og framkvæma þær. Rafeinda- reiknirinn „les“ prógramið, og séu allar skipan- irnar í rökréttu formi og villulausar, framkvæmir hann þær. Það er ekki ætlunin hér að skýra nán- ar frá uppbyggingu prógramsins, heldur skal vís- að til kennsluhefta um það efni. Byggingar má analýsera með matrixureikningi. Aðferðin er alls ekki ný af nálinni, en ekki hefur hún hingað til þótt heppileg í praxís. Með að- stoð rafeindareiknisins er matrixuaðferðin þó mjög ákjósanleg sökum hins kerfisbundna reikn- ingsforms, er matrixureikningurinn felur í sér. Til þess að útskýra fáein grundvallaratriði matrixuaðferðarinnar skulum við athuga, hvern- ig henni yrði beitt við ákvörðun innri krafta í fagverkinu ABCD á mynd 1. Það er augljóst, að

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.