Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 18
74
TÍMARIT VFl 1964
vð með 10 í veldinu ± Oa. E + 02 þýðir því að
talan skuli margfölduð með 100.
Rafreiknirinn CDC 1604 var 48 sek. að leysa
þetta dæmi.
má beita við fagverk, ræð sem óræð, og hversu
flókin sem vera skal. Þótt hér hafi verið rætt
um fagverk eingöngu, skal skýrt tekið fram, að
matrixuaðferðinni má beita á jafnöflugan hátt við
TAFLA IV.
THE JOINT DISPLACEMENT MATRIX X
ROW 1 -1.2003788E—03 -7.8185112E—04 -2.7219649E—05 3.0596709E—05 3.7149063E—02 -2.1618655E—01
ROW 2 5.7021683E—04 4.8294188E—04 6.8711051E—05 3.8595141E—05 -5.9789357E—02 1.6483727E—01
TAFLA V.
THE INTERNAL FORCE MATRIX F
ROW 1 -8.3052032E—01 -4.1051114E—01 4.6399536E—02 8.3301023E—02 -2.3580199E + 01 -7.6904290E + 01
ROW 2 —4.2890027E—01 -4.5743804E—01 4.1360317E—02 8.0660019E—02 2.6670377E + 02 -7.6180963E + 01
Það er mikilvægt, að gengið sé úr skugga um
að lausnin sé rétt. Ekki þarf að óttast mistök af
hálfu reiknisins, en alltaf er talsverð hætta á mis-
tökum við uppsetningu matrixanna. Tvenns kon-
ar athuganir verður að gera á lausninni: (1) At-
huga ber, hvort allir kraftar séu í jafnvægi við
sérhvern lið fagverksins. Sé svo er A-matrixan
rétt, og þarf ekki að rannsaka hana frekar. (2)
Til þess að ganga úr skugga um, að S-matrixan
sé rétt, verður að sannprófa, hvort lenging staf-
anna í fagverkinu vegna innri krafta séu í sam-
ræmi við tilfærslurnar X, sem reiknirinn gefur.
Þess skal að endingu getið, að aðferð þessari
mómentaútreikninga í flestum tegundum bygg-
inga. Ryður notkun rafeindareiknisins sér æ meir
til rúms bæði austan hafs og vestan, og má heita
að nú sé svo komið, að öll meiri háttar verk-
fræðileg verkefni séu leyst að meira eða minna
leyti með aðstoð rafeindareiknis. Eru íslenzkir
verkfræðingar hvattir til að gefa málum þessum
nokkurn gaum.
Eintak af prógraminu skal fúslega látið af
hendi sé þess óskað.
H e i m i 1 d i r .
C. K. Wang, Lectures on Matrix Methods of Structural
Analysis. University of Wisconsin, 1964.
Rekstur raforkukerfa með bæði vatnsafls-
oy varmaaflsorkuverum
Eftir Helga Sigvaldason, lic. techn.
1 raforkukerfi eins og á Suðvesturlandi, þar
sem aðalorkugjafinn er vatnið í Soginu, en til
viðbótar varastöðvar (t.d. varastöðin í Reykja-
vík og dísilstöðin í Vestmannaeyjum), sem nota
olíu, þarf að ákveða hvernig eigi að skipta álag-
inu á kerfið, þ.e. hinni almennu raforkunotkun,
á milli orkuvera. Við fyrstu sýn kann að virðast
einsætt að nota beri eins mikið vatn og mögulegt
er á hverjum tíma, vegna þess að vatnið er ókeyp-
is en olían kostar peninga. Málið er þó ekki alveg
svona einfalt, þegar litið er nánar á það. Vatns-
hæð í Þingvallavatni er hægt að stjórna og er
það þvi einskonar vatnsgeymir, sem getur geymt
vatn að vissu marki til seinni notkunar. T.d. er
raforkunotkun alltaf meiri að deginum en að
Hélgi tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Alcur-
eyri 1954. Tók fyrrililutapróf í verkfrœði frá H.I. 1957 og
kandidatspróf frá D.T.H. 1960. Vann 3 mánuði 1960 hjá
Regnecentralen í Kaupmannahöfn, en síðan hjá Raforku-
málastjóra o. fl. fram til 1962. Vann við liccnciatritgerð
við D.T.H. 1962—61f. Vinnur nú lijá Reiknistofnun Há-
skólans.
nóttunni og því gæti þurft að geyma vatn frá
nóttunni til þess að hafa nægilegt vatn næsta
dag, e.t.v. vegna þess að annars yrði álagið á
varastöðvar meira en þær gætu afkastað og af-
leiðingin yrði orkuskortur. Sami vandi skapast
vegna þess að e.t.v. kemur þurrkur og vænta
má að vatnsrennsli verði lítið næstu viku, þannig
að ef engar vatnsbirgðir verða fyrir hendi geti