Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 19
TÍMARIT VPl 1964 75 orðið rafmagnsskortur. Raforkunotkun hér á landi fylgir mjög árstíðum, er miklu minni á sumrin en á veturna. Þess vegna er hægt að reikna með, að vatn sé ávallt nægjanlegt á sumrin. í þessu tilfelli væri hægt að taka síðustu vetrarvikuna, sem rafmagnsnotkun væri meiri en vatnsrennslið í Þingvallavatn gæti annað. Þarf þá að athuga hvort rafmagnsnotkunin er meiri en varastöðvarnar anna. Sé svo þurfa að vera vatnsbirgðir í Þingvallavatni, sem svara til þessa afgangs í byrjun vikunnar. Síðan er hægt að taka næstu viku á undan og svo koll af kolli, þannig að lágmarksvatnsbirgðir á hverjum tíma væru reiknaðar út. Nú þekkjum við ekki framtíðina, en þó er hægt að fara nærri um rafmagnsnotkun, t.d. fyrir einhverja ákveðna viku ársins. En vatnsrennsli er svo breytilegt, að þar getur skakkað miklu frá einhverri fyrirfram gerðri áætlun. Þeirri reglu hefur víða verið fylgt að miða við þurr- asta ár, sem mælingar eru til fyrir, og finna þannig þá vatnshæð, sem nauðsynleg er á hverj- um tíma í viðkomandi vatnsgeymi til bess að komast hjá orkuskorti. Ef nánar er litið á þessa aðferð sést, að hún er ærið tilviljunarkennd. Útkoman verður að sjálfsögðu háð því, hversu langan tíma mælingar hafa verið framkvæmdar við viðkomandi vatns- fall og einnig því, hversu sjaldgæf vatnsleysisár hafa verið á þessu tímabili og e.t.v. hefur þurrk- ur verið sjaldgæfari á einum tíma þessa þurr- asta árs heldur en öðrum. Það liggur einnig ljóst fyrir, að það er léleg nýting á niðurstöð- um mælinga að nota aðeins þurrasta árið við ákvörðun á rekstri kerfisins. Ennfremur er með þessari aðferð ekki tekið með í reikninginn neitt mat á orkuskorti. Til þess að nýta sem bezt þær upplýsingar, sem fáanlegar eru úr mælinganiðurstöðum, ligg- ur beint við að finna líkindadreifingu fyrir vatnsrennsli hinna einstöku tímabila (t.d. vikna) arsins, jafnframt því sem árstíðasveifla vatns- rennslis væri fundin. Síðan eru tveir kostir fyrir hendi, annaðhvort að ákveða einhver lítil líkindi fyrir orkuskorti sem leyfileg, eða reyna að meta verðgildi orkuskorts og reikna síðan út ,,vænt- anleg“ útgjöld í framtíðinni sem summu marg- felda af útgjöldum við ákveðið rennsli og lík- mdum fyrir þessu rennsli. Útgjöld yrðu þá orku- skortur plús olíunotkun. Rekstur kerfisins væri siðan ákvarðaður þannig, að hann hefði sem minnst væntanleg útgjöld í för með sér. Ef litið er fyrst á verðgildi orkuskorts, þá rekumst við auðvitað strax á það, að erfitt er að meta það, en þó má gera sér nokkrar hugmyndir um það. Jakob Björnsson verkfræðingur hefur talið, að hver töpuð kWh væri 10 sinnum verð- mætari en hver kWh framleidd í varastöð. Al- gengt er t.d. hjá iðnfyrirtækjum, að raforka sé 5 °/c af framleiðsluverðmæti að frádregnu hrá- efni. Við raforkuskort glatast því ca. 20 sinnum meira en verðmæti sjálfrar raforkunnar og væri því hlutfallið í þessu tilfelli 20. Við heimilisnotkun er hinsvegar mjög erfitt að meta orkuskort, þar sem hann er þá fyrst og fremst til óþæginda, t. d. ef taka þarf rafmagn af einhvern tíma dagsins. Þegar tekin er ákvörðun um reksturinn, er mikilsvert að nýttar séu allar upplýsingar, sem fyrir hendi eru á þeim tíma, sem ákvörðunin er tekin. Þessvegna væri t.d. fráleitt að ákveða ná- kvæmlega notkun varastöðva heilt ár fram í tím- ann. Ákvörðun má taka til skamms tíma í einu og síðan að loknu því tímabili nýja ákvörðun, sem byggist þá á þeim upplýsingum, sem feng- izt hafa á fyrra tímabilinu. Þessar upplýsingar eru t.d. vatnshæð í Þingvallavatni við lok fyrra tímabilsins og vatnsrennsli Sogs á því tímabili. Þessar síðarnefndu upplýsingar eru mikils virði vegna þess að Sogið er lindá, þ.e. mikið af vatni þess er grunnvatn og breytingar vatnsrennslis þarafleiðandi hægfara og upplýsingar um rennsli eins tímabils gefa möguleika á að spá nákvæm- ar um rennsli næsta tímabils. Það sem ákveða má löngu fyrirfram er þsss- vegna hvaða áltvörðun eigi að taka við allar hugsanlegar aðstæður, þ.e. finna fyrirfram ákvarðanir sem funktion af mögulegum upplýs- ingum. Slíkar ákvarðanafunktionir kallast á ensku ,,policies“. Útreikningur slíkra ákvarðana- funktiona er mjög viðamikill vegna þess að hver ákvörðun fyrir eitt tímabil hefur áhrif á upplýs- ingar sem fást í framtíðinni, t.d. hefur ákvörðun á notkun varastöðva áhrif á vatnshæð í Þing- vallavatni í lok tímabilsins. Við getum gert einfalt líkan af þessu fyrir eitt tímabil, t.d. viku ri — di + ei Mynd 1. Rekstrarlikan. Vi

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.