Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Blaðsíða 23
TÍMARIT VFÍ 1964
79
mætti láta rafeindareikninn sjálfan vélrita út-
komurnar jafnharðan á ritvél þá, sem við hann
er tengd. En þegar niðurstöðurnar eru mjög
margar og fyrirferðarmiklar eins og hér er, verð-
ur það sóun á tíma reiknisins og um leið kostn-
aðarsamt að nota hann þannig sem ritvél. Enda
þótt ritvél reiknisins sé fljótvirk (hún skrifar 15
stafi á sekúndu) geta þó skýrsluvélarnar verið
enn skjótari með því að prenta línurnar í einu
lagi, hverja á eftir annarri.
I sambandi við segulmælingastöðina eru ýmsir
fleiri útreikningar, sem til greina koma, svo sem
reikningar á prófmælingum, sem áður var minnzt
á. Prófmælingar þessar eru framkvæmdar viku-
lega til að ákvarða gildi grunnlínanna, sem mið-
að er við á línuritunum. Áður en rafeindareikn-
irinn kom til sögunnar, tók það upp undir klukku-
tíma í hvert skipti að reikna út úr prófmæling-
unum. Nú afgreiðir rafeindaheilinn útkomurnar
fyrir heilt ár, reiknaðar og vélritaðar, á fimmtán
mínútum!
Rétt er að geta þess, að talsverður tími hefur
farið í að semja reikniforskriftir fyrir rafeinda-
reikninn. Eins og allir vita, sem við slíkt hafa
fengizt, eru rafeindareiknar með afbrigðum ein-
þykkir og neita algjörlega að melta forskrift, ef
í henni finnst stafkrókur eða komma á röngum
stað, svo að ekki sé minnzt á stærri villur. En
þegar forskriftin er einu sinni komin í lag, má
nota hana óbreytta aftur og aftur ár eftir ár,
með hverjum nýjum töluspjaldabunka. Tíminn
sem fer í að setja frumgögn (data) á spjöld er
yfirleitt hverfandi lítill miðað við þann tíma, sem
vinnst við útreikninga og vélritun. Notkun raf-
eindareiknisins hefur því í för með sér geysilegan
sparnað á tíma og f jármunum, og er áreiðanlegt,
að margir aðilar hérlendis eiga eftir að færa sér
þennan möguleika í nyt.
IMotkun rafreikna við almenn
verkfræðistörf
Eftir dr. Ragnar Ingimarsson.
Fátt hefur staðið fremur í vegi fyrir því, að
verkfræðingar tækju rafreikna almennt í þjón-
ustu sína en sérþekking sú og tími, sem þurft
hefur til að gera verkefni þannig úr garði, að
leggja megi þau beint fyrir reikninn. í mörg-
um tilfellum er undirbúningur við verkefni, sem
leysa á í rafreikni, svo kostnaðarsamur og tíma-
frekur, að lítið er unnið við að nýta tækið við
lausn þess. Á það einkum við um útreikninga,
sem eru sjaldan endurteknir, þannig að undir-
búningurinn vinnst ógjarnan upp þrátt fyrir
mikla afkastagetu reiknisins.
Áf ofangreindum ástæðum er nú mikil áherzla
lögð á að byggja upp kerfi eða mál, sem verk-
fræðingnum lætur vel að nota við að leysa verk-
efni sín, en sem rafreiknirinn getur jafnvel skilið
°g þess vegna leyst verkefnið. Eins og geta má
ser til er nauðsynlegt að hafa sérstakan orða-
forða eða skipanir fyrir hinar ýmsu greinir verk-
fræðinnar. Eitt kerfi sem þegar er farið að nota
nefnist COGO (COordinate GeOmetry) og er það
emkanlega ætlað til lausnar á geometriskum við-
fangsefnum, þar með taldar landmælingar.
COGO byggist á endurtekinni notkun margra
Ragnar lauk stúdents'prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavik 195J/. Tók B. Bc. Hon. frá University of Sct.
Andrews i Skotlandi 1958. Vann lijá bœjarverkfrœðingi
Reykjavíkur 1958—59. Var við framhaldsnám 1959—6Jf
við University of Michigan. Þennan tíma vann hann hjá
Univ. of Michigan Researcli Institute, einkum við „soil
mechanics“. Lauk doktorsprófi þaðan 196J, og fjallaði rit-
gerð lians um tölulegt mat á endingu þjóðvega. Öll úr-
vinnsla gagna byggðist á notkun fullkominna reiknivéla.
Vinnur nú við Reiknistofnun Háskólans.
lítilla forskrifta (programs), sem hvert um sig
er hæft til lausnar á einu eða fleiri smáverk-
efnum. Sem dæmi gæti ein slík forskrift verið
til að finna skurðpunkt tveggja lína, ef upp eru
gefnir coordinatar tveggja punkta á hvorri línu.
Hver þessara forskrifta getur notað og geymt
coordinata þeirra punkta, sem hún reiknar út
eða þarfnast við útreikninga í sameiginlegri co-
ordinatatöflu, sem ávallt er í minninu. í þessari
töflu er hverjum punkti gefið númer (milli 1 og
100), sem hann er svo einkenndur með.
Til að leysa viðfangsefni það sem fyrir ligg-
ur skrifar verkfræðingurinn aðalskref lausnar-
innar á mikið til sama máta og hann myndi gera
ef hann væri að skýra hana út fyrir öðrum að-