Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Side 25
TlMARIT VFl 1964
81
unum er gefinn einn punktur (2), stefna hliðar-
innar og breidd lóðarinnar. Auk þessa er stefna
austurhliðarinnar gefin.
Fyrirskipanir þær, sem gefa þarf á COGO-
máli til lausnar verkefnisins, eru sýndar á með-
fylgjandi mynd. Fyrst er skipun um að hreinsa
alla coordinatatöfluna frá punkti 1 til 99. Næst
eru reikninum gefnir coordinatar þekktra punkta
(1, 2 og 3) en því næst hefst lausn verkefnis-
ins. Byrjað er á að ákveða punkta 4 og 5, en
til þess þarf á LINE/INTERSECT PLUG-stokk
að halda og er því kallað á hann. Þegar fyrir-
skipunin AZ/INTERSECT er gefinn, er punktur
4 fundinn sem skurðpunktur línanna, sem liggja
gegnum punkta 1 og 2, og sem báðar hafa þekkt-
ar stefnur. Næsta skipun LOCATE/AZIMUTH
ákveður punkt 5, sem er í 185.712 m
fjarlægð frá punkti 4 á línu með 90° azimuth.
Til að finna skurðpunkta götubogans og lóð-
armarka þarf að kalla á ARC/INTERSECT
PLUG-stokk. Þá er skipunin ARC/LINE/AZI-
MUTH gefin og beðið um punkt 6 sem skurð-
punkt bogans, sem hefur miðju í punkti 3 og
radius 725 m, og línunnar, sem liggur gegnum
ÁKVÆÐISVINNA - GÆÐAIUAT
Ákvæðisvinnu gætir nú í vaxandi mæli hérlendis og
þeim starfsgreinum fjölgar, sem ekki fæst unnið í fyrir
gjald á öðrum grundvelli. Ekki skal hér metið, hvort
þetta greiðslufyrirkomulag er betra eða verra en annað.
Hér skal heldur ekki vikið að verði eða gjaldskrá
fyrir hið unna verk að öðru en því, að hún á auðvitað
að vera sanngjörn, svo að báðir aðilar megi vel við
una, verkkaupinn og verksalinn og þess er að vænta,
að samtök þau, sem um þessa hlið málsins semja, kunni
skil á henni og endurskoði hana eftir því sem reynsla
og breyttar aðstæður benda til.
Hinsvegar skal bent á ýms veigamikil atriði, sem alilr
hljóta að sjá, að skipti verulegu máli og nauðsyn ber
til að gefinn sé gaumur að minnsta kosti betur en nú er.
Að því er mótasmíði varðar er trésmiðurinn með
ákvæðisvinnu sinni að selja verkkaupa sínum víst verk
fyrir ákveðið gjald. Verkkaupinn á þá rétt á,að verkið
sé svo vel unnið, að ekki þurfi um að bæta síðar meir.
Eins og nú háttar hefur verkkaupinn enga eða litla
f^yggingu fyrir því, að hann þurfi ekki að bera kostnað
vegna illa unnins verks og munu þessa mörg dæmi.
Þess munu því miður dæmi, að ákast á veggi hefur
orðið með ódæmum, allt upp í 10 til 20 cm vegna þess
að mótasmíðin var óvönduð. Sama gegnir um ílagningu
í loftplötur, smíðaðir munir falla ekki inn i þau rúm,
sem þeim er ætlað o.fl. o.fl.
Slík og þvílík óvandvirkni á auðvitað ekki að eiga
sér stað og aukakostnaður vegna hennar, sem oft nem-
ur háum upphæðum, á ekki að lenda á verkkaupanum.
Mótavinnan er metin til gjalds af trúnaðarmönnum
trésmiða, en trésmíðameistarar eru trúnaðarmenn verk-
haupa og hér hafa þeir einnig hagsmuna að gæta, þar
punkt 1 með azimuth 15°27'30". Jafnframt þessu
er gefið að skurðpunkturinn eigi að vera sá sem
er nær punkti 1. Reikningarnir eru endurteknir
til að finna punkt 7.
Flatarmál er nú hægt að ákveða. Kallað er
á AREA PLUG-stokk og skipunin AREA
6-4-5-7-6 gefin. Flatarmálið 11069.329 m2, sem
er flatarmál ferhyrningsins 6-4-5-7, er þegar í
stað prentað út. Þá er skipunin SEGMENT/
PLUS gefin og reiknirinn ákveður flatarmál
sneiðarinnar milli punkta 6 og 7, 1055.7993 m2,
auk þess reiknar hann út lengd bogans milli þess-
ara tveggja punkta, 209.71953 m, lengd strengs
milli þeirra, 208.98907 m og að lokum prentar
hann heildarflatarmál það sem tekið er af lóð-
inni, 12125.128 m2.
COGO hefur þegar verið fengið á Reiknistofn-
un Háskólans og hafa notendur rafreiknisins þeg-
ar fært sér það í nyt. Af öðrum kerfum, sem
byggð eru upp á svipaðan máta og COGO, má
nefna STRESS (STRuctural Engineering System
Solver), en það kerfi hefur enn ekki borizt hing-
að. STRESS er fyrst og fremst ætlað til burð-
arþolsútreikninga mannvirkja.
sem verkkaupi getur gert þá ábyrga fyrir framkomn-
um göllum.
Það er því ekki nægilegt, að verkið sé mælt upp
til gjalds eftir uppdráttum eða lauslega athugun á staðn-
um. Jafnframt þarf að fara fram gæðamata á verkinu.
Sérhvert mat er háð þeim, sem matið gerir, nema að
til séu ákveðnar reglur, er segi til um hvernig það
skuli framkvæmt og við hvað skuli miðað. Það er
segin saga, að hending ein ræður því, að svo sé smíðað
að mál á uppdráttum svari nákvæmlega til mála á smíð-
inni, frávik hljóta að verða, en ef vel er smíðað eru
þau ekki meiri en svo, að ekki er til lýta eða vansmíða,
annars er ekki faglega unnið.
En við hvað á að miða, hve mikil mega frávikin
vera, svo að smíðin teljist vel unnin? Um þetta þarf
að setja reglur og er samningur þeirra verkefna trún-
aðarmanna trésmiða, trésmíðameistara og þeirra, sem
mannvirkin hanna.
Þess þarf auðvitað að gæta við samningu slíkra
reglna, að mismiklar kröfur má gera um nákvænmi,
eftir því til hvers á að nota smíðina. Verður þó ekki
farið nánar út í þá hlið máls þessa hér, til þess er hún
of margþætt.
Annað atriði, sem máli skiptir, er meðferð verksala á
efnivið þeim, sem honum er fenginn til þess að vinna
úr, en verksali hefur allajafnan lagt til. Ekki er til
of mikils ætlazt að hann sé nýttur eins vel og kostur
er, t.d. valdar réttar lengdir, þó að það kosti aukahand-
tak, steypustyrktarstál sé ekki bútað niður að óþörfu,
síeinsteypa ekki eyðilögð með of miklum vatnsaustri,
svo að auðveldara sé að koma henni í mótin o.s.frv.
Hér er sem sagt margs að gæta og er greinarkorn
þetta skrifað í þvl skyni að vekja athygli réttra aðila á
þeim hlutum, er hér hafa verið nefndir. S. T.