Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 26
82 TlMARIT VPI 1964 AURBURÐUR OG LEKAHÆTTA UPPISTÖÐULÓNUIVI Eftir Hauk Tómassou, jarðfræðing. 1. Inngangur. Margir virkjunarstaðir hérlendis eru á svæð- um þar sem ár renna á hraunum eða öðrum mjög ungum og lekum jarðlögum. Því er svo varið um alla virkjunarstaði í Tungnaá og í Þjórsá og Hvítá neðanverðum. Einnig rennur Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu á hraunum og Jök- ulsá á Fjöllum er á ungu grágrýti, sem nýlega hefur sprungið og missigið og er af þeim sök- um mjög lekt. Við allar þessar ár er jarðvatns- borð víða langt undir árbotni og ýmis önnur atriði benda til þess að árnar renni í þéttum stokk ofan á hraununum. Það sem þétt hefur hraunin er aurburðurinn, sem þær flytja með sér og á sumrin er verulega blandaður jökulleir í öllum þessum ám nema Laxá í S-Þingeyjarsýslu, en hún flytur með sér kisilgúr og aðrar lífrænar leifar úr Mývatni, sem hefur svipuð áhrif og aur- burður jökulánna. Vegna virkjunaráætlana á þessum svæðum get- ur verið mikilsvirði að fá hugmynd um, hversu ört þessi þétting á sér stað. Gerð þéttitjalda, sem ef til vill mætti komast af án, kostar háar upp- hæðir, jafnvel í hlutfalli við heildarkostnað virkj- ananna. Fyrir tilstilli Jakobs Gíslasonar, raforku- málastjóra, var gerð tilraun í því skyni að afla helzt einhverrar tölulegrar myndar af þéttunar- eiginleikum jökulvatns, eins og það er í stórám okkar á hugsanlegum virkjunarstöðum. Tilraun þessi fór fram á sumrinu 1963. Áður en tilrauninni verður lýst skal fyrst fjall- að um vatnsleiðni hraunanna við Tungnaá og Þjórsá, en einmitt þau hraun eru bezt rannsök- uð allra hraunasvæða á landinu með yfir 60 bor- holum boruðum í jarðtæknilegum tilgangi á svæðinu, með lektarmælingum á flestum holum og jarðvatnsmælingum við og við, síðan þær voru boraðar. Sérstaklega er svæðið við Búrfell í Þjórsárdal vel rannsakað, en þar eru á 6 km löngu og 2 km breiðu svæði 49 holur í Tungna- árhraununum. 2. Vatnsleiðni hraunanna. Samkvæmt lögmáli Darcy’s fylgir jarðvatns- rennsli eftirfarandi formúlu v = ki (1) þar sem i er jarðvatnshallinn; v straumhraðinn og k vatnsleiðnistuðull. Hér á eftir fer tafla um vatnsleiðnistuðul í ýmsum tegundum jarðvegs. Er hún úr bókinni „Groundwater and Seepage“ eftir Milton E. Harr. TAFLA i Jarðvegstegund Vatnsleiðnistuðull k, cm/sek Hrein möl Hreinn grófur sandur Blandaður sandur Finn sandur Méla og sandur Méla Leir 10° og þar yfir 10°—-10-= 10-= — 5 X 10-3 5 X 10-= —10-3 2 X 10-3 — 10~4 5 X 10-4 — 10-5 10-" og þar undir Darcy’s lögmál gildir um ,,laminert“ jarðvatns- rennsli. Ekki er víst, og meira að segja ólík- legt, að jarðvatnsrennsli í hraunum sé eingöngu ,,laminert“. Fyrir ,,turbulent“ jarðvatnsrennsli er samband straumhraða og jarðvatnshalla á þessu formi: i = a v + b v" (2) þar sem a og b eru stuðlar en n er veldisvísir, sem liggur milli 1 og 2. Raunverulega fellur Darcy’s iögmál undir formúlu (2) þegar n = 1 og þá k = ]/(a + b). I reikningum þeim, sem hér fara á eftir, verð- ur k gildi reiknað út eftir Darcy’s lögmáli án til- lits til þess að það gildir sennilega ekki fyrir allt jarðvatnsrennsli í hraunum. En upplýsingar eru alls ekki fyrir hendi til þess að unnt sé að reikna út samband jarðvatnshalla og straumhraða sam- kvæmt formúlu (2). Hafa verður í huga að k gildið er ekki stuðull, þegar jarðvatnsrennsli er að einhverju leyti ,,turbulent“, heldur aðeins hlutfallið milli straumhraða og jarðvatnshalla við hinar gefnu aðstæður.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.