Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 28

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 28
84 TlMARIT VFl 1964 I lektarmælingum á holum í bergi er ekki reiknaður út vatnsleiðnistuðull heldur er reiknuð út LU eining (Lugeon Unit), sem er skilgreind þannig: 1 LU er lekin í 1 á minútu á 1 metra 76 mm víðrar holu (NX) við vatnsþrýsting 10 kg/cm2. LU einingin hefur þann kost að vera einföld í útreikningi, því ekki er tekið tillit til annarra stærða en þeirra, sem mælanlegar eru á staðnum. LU gildin fyrir holur gefur þægilega samanburðarstærð til notkunar verkfræðingum og jarðfræðingum og lögun lektarmælingarlínu- ritsins (sbr. mynd 5) gefur oft viðbótarupplýs- ingar, sem ekki fást með því einu að gefa lekt- ina upp í einni tölu. Ekki er hægt að umreikna beint LU gildin yfir í vatnsleiðnistuðul k, heldur verður að fara inn í mælingarniðurstöðurnar. Hér á eftir fer samanburður á lekt í LU ein- ingum og vatnsleiðnistuðli k í cm/sek, miðað við að prófað sé með 2,5 kg/cm2 vatnsþrýstingi í gegnum 20 m langar pípur og í 3 m langri færu. TAFLA II 0.01 LU samsvarar lauslega 0.1 — — — 10 — — 50 — — — 100 — — — 200 — — — 230 — — — k —: 10-0 cm/sek k = ÍO"3 — k = 10-4 — k = 10-3 — k = 7 X 10-3 cm/sek k = 2 X 10-3 — k = 10-1 — k = l — k = Þi Q (4) Við Búrfell milli þess og Sauðafells er stærð- argráða jarðvatnsrennslis vituð út frá rennsli í lindum þeim, sem undan hrauninu koma, tafla III. Einnig er jarðvatnshalli þekktur út frá mæl- ingum í borholum og þversnið hraunsundsins, sem telja má jarðvatnsleiðarann. Innan eftirfar- andi marka munu þessar stærðir sennilega liggja: þverskurðarflatarmál vatnsleiðarans 150—200 þús. m'- jarðvatnsrennsli um hraunsundið 20—25 m3/sek jarðvatnshalli 0.008—0.01 Séu þessar stærðir settar inn í (7) fæst að k er 1—2 cm/sek. Báðar aðferðir til ákvörðunar á vatnsleiðninni gefa svipaða stærðargráðu á vatnsleiðni hraunanna. Sé hún borin saman við töflu I sést að vatnsleiðni hraunanna er sambæri- leg við vatnsleiðni malar. Vatnsleiðni hraunanna er mjög misjöfn og allt önnur í lárétta en lóðrétta stefnu. Það er hin lárétta vatnsleiðni, sem fyrst og fremst ákvarð- ar heildarflutningsgetu jarðvatns í hrauninu og er hún mest í lagamótum hrauna, þar sem vatnið rennur í meira og minna gjallkenndum og brotn- um yfirborðum og botnlögum hrauna. Lóðrétta vatnsleiðnin er mest með jöðrum hrauna en einnig TAFLA III. Þegar komið er upp í 230 LU með þessari upp- setningu, fer meginhluti þrýstings til þess að yf- irvinna viðnám í pípunum, þannig að mæliná- kvæmni er orðin mjög lítil við þessa lekt og það- an af meiri. Venjuleg lekt borhola í Tungnaárhraunum við Búrfell er 100—200 LU, en nokkuð algengt einnig að hún sé nokkuð á þriðja hundrað LU og jafn- vel meiri. Við prófaða færu minni en 3 m hefur komið fram töluvert meiri lekt. Þessar lektarmæl- ingar benda því til vatnsleiðnistuðuls af stærðar- gráðu 10“2 cm/sek og upp fyrir 1 cm/sek og virðist vatnsleiðnin fengin á þennan hátt vera mjög breytileg innan hverrar holu og einnig, þó í minna mæli, milli hola. Önnur leið er fær til þess að nálgast vatns- leiðni hraunanna við Búrfell, en það er að nota formúlu (1) og setja inn í hana, að Q v= p (3) þar sem Q er rennsli í vatnsleiðaranum og Þ þverskurðarflatarmál hans. Þá verður formúlan (1) þannig Lindir undan Tungnaárhraunum Tungnaárkrókur 3,50 m3/sek Rauðá 2,00 — Bjarnalækur 0,78 — Rangártaotnar 15,50 — Hólmalækur 0,48 — Við Þjófafoss 1,00 — Stekktúnslækur 1,30 — Galtalækur 1,90 — Vatnagarðalækur 1,74 — Minnivallalækur 2,20 — Samtals 30,4 m3/sek þar af ofan Búrfells 5,5 — á móts við Búrfell 17,8 — á svæðinu milli Búrfells og Skarðsfjalls 7,1 — rennsli milli Búrfells og Sauðafells 20,0-25,0 — Sunnan Skarðsfjalls eru einnig lindir, en rennsli þeirra yfirleitt ekki þekkt. Sennilegt má þó telja, að við Skarðs- fjall só komið fram vatn, sem samsvari því, er fallið hefur sem úrkoma ofan Búrfells, en það vatn, sem fram kemur í lindum neðar, megi telja úrkomu á svæðið sunnan Búrfells. Upplýsingar um rennsli lindanna eru fengnar hjá Sig- urjóni Rist, vatnamælingamanni.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.