Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 29
TlMARIT VPl 1964
85
í gegnum hraunin eftir stuðlunarsprungum. Lóð-
rétta vatnsleiðnin er yfirleitt mun minni en hin
lárétta.
3. Þróun lóðréttrar vatnsleiðni.
I heild má segja að vatnsleiðni Tungnaár-
hrauna sé ekki nógu mikil til þess að þau hafi
getað gleypt stórar ár eins og Þjórsá og varla
ár eins og Tungnaá við Bjalla og niður fyrir
Hrauneyjarfoss. En smærri ár renna út á hraun-
in og hverfa þar. Nú í dag leka þó stórárnar
Tungnaá og Þjórsá ekki nærri nógu miklu til
jarðvatns hraunanna til þess að halda því uppi
undir árbotni, heldur er jarðvatnsborð víðast
hátt á annan tug m undir vatnsborði ánna og
jafnvel miklu meira ofan til á vatnasviðinu.
Þet.ta sýnir að hin lóðrétta vatnsleiðni í árbotn-
inum er miklu minni en hraunanna í heild. Þessi
þétting árbotnsins getur orðið á tvennan hátt.
1) Á árbotninn ofan á hraunið sezt lag af
fínum sandi og eitthvað af mélu og leir. Eins og
sést af töflu I er fínn sandur eða méla og sand-
ur miklu minna vatnsleiðandi en hraun, sem í
þessu tilliti líkjast helzt hreinni möl. Hin lóð-
rétta vatnsleiðni árbotnsins gæti minnkað niður
í 1/1000 af því sem áður var og jafnvel ennþá
meir við það að áin ber fínan sand undir sig.
Dæmi um þetta hefur Guðmundur Kjartansson,
jarðfræðingur, lýst í „Sögu Helliskvíslar“ í Nátt-
úrufræðingnum. En Helliskvísl varð fyrir því
skakkafalli í gosunum á Lambafit 1913, að far-
vegur hennar lokaðist af hrauninu. Myndaðist
í fyrstu vestan hraunsins afrennslislaust lón, sem
áin rann í en smám saman fylltist það af sandi
og varð fullt um 1940. Þá tók áin að lengja far-
veg sinn til norðurs að meðaltali um 1—2 km
á ári. Alltaf lengist farvegurinn á þann hátt
að áin ber undir sig í hraunið sand og eitthvað
af mélu og leir.
2) Stórárnar Þjórsá og Tungnaá eru víðast
hvar of straumharðar til þess að á botni þeirra
geti myndazt sandlag líkt því er myndaðist í
Helliskvísl. Hin lóðrétta vatnsleiðni hlýtur þar
að minnka við að aurmettað lekavatn skilur eftir
aur sinn á leiðinni niður og þéttir með því. Er
Þá þéttingin langörust í fyrstu meðan lekavatnið
er mikið en hættir svo að mestu þegar árbotn-
lnn er orðinn nokkurnveginn þéttur. Svo langt
er þetta gengið við Tungnaá og Þjórsá, að skipti
a vatni milli árinnar og jarðvatns eru hverfandi
lítil samkvæmt niðurstöðum hitamælinga í bor-
holum og jarðvatnsmælinga. Yngsta Þjórsár-
hraun er 4000 ára og renna árnar yfirleitt á því
eða við jaðar þess svo að þessi þróun hefur gerzt
á minna en 4000 árum.
Hvorki þétting með sandi eins og í Helliskvísl
né þétting árbotns með leka er fullkomlega sam-
bærileg við það sem gerist, þegar verulega stór
uppistöðulón eru mynduð á hrauni. Munurinn
liggur aðallega í því, að í þeim hlutum uppistöðu-
lóns, sem fjarri eru innrennslinu í lónið, er ekki
annar aur til staðar en mjög fínkornóttur, því
hitt sezt nálægt innrennslinu.
Náttúran hefur þó einnig myndað stór lón á
hraunum, þegar hraunstraumar hafa stíflað upp
stór vötn. Tvö stærstu vötn landsins hafa
dýpkað vegna hraunstíflu, Þingvallavatn og Þór-
isvatn. Mývatn er einnig þannig til komið að
nokkru leyti. Sandvatn og Hagavatn sunnan
Langjökuls eru einnig á hraunum og í þau vötn
rennur jökulvatn þannig, að þau eru sambæri-
leg uppistöðulónum í Jökulám. Um leka úr þess-
um vötnum er lítið vitað en óneitanlega virðast
þau vera verðugt rannsóknarefni.
Á nokkrum stöðum á landinu eru ummerki
eftir stór vötn, sem stíflast hafa upp á hraun-
um. Stærst þeirra og bezt rannsakað er Króks-
lón, sem myndaðist við það að næst yngsta
Tungnaárhraun stíflaði upp vatn í Tungnaár-
króki fyrir um 5500 árum. Lýsingu á þessu vatni
er að finna í skýrslu, sem Guðmundur Kjartans-
son, jarðfræðingur, hefur skrifað fyrir raforku-
málastjóra „Tungnaá, skýrsla um jarðfræðirann-
sóknir á hugsanlegum virkjunarstöðum“ og í
fleiri greinum eftir sama höfund. Krókslón var
17,5 km2 að stærð. 1 það rann Tungnaá. í botni
þess mynduðust mikil leirlög og á grynningun-
um við hraunjaðarinn mynduðust kísilþörunga-
lög og leir safnaðist í hraunpolla. Sums staðar
mynduðust nokkrir sandhjallar við ströndina.
Eftir lýsingu Guðmundar virðist hin forna
vatnsskál hafa orðið nokkurnvegin þétt. Króks-
lón ræstist fram rétt eftir að yngsta Þjórsár-
hraun rann fyrir 3500—4000 árum, þannig að
vatn hefur staðið í skálinni 1500—2000 ár.
Af lýsingu á jarðlögunum í Krókslóni er ljóst,
að leirinn náði ekki mikið upp á grynningar, en
þær þéttust samt, meðal annars vegna lífræns
sets. En sjálfsagt hefur það tekið miklu lengri
tíma en þétting dýpri hluta lónsins.
En lestur jarðsögu Krókslóns eða annarra
hraunstíflaðra vatna getur aldrei gefið okkur
nægilega nákvæman tímamælikvarða á þéttunar-
eiginleika jökulvatns til þess að það geti orðið
leiðbeinandi við hönnun uppistöðulóna á hraun-
um. Til þess að fá nákvæmari tímamælikvarða
verður að gera tilraunir.