Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 30
86
TlMARIT VFl 1964
Mynd 2: Jarðvatnsfræðilegt kort af svæðinu austan Búrfells.
1: Hraun; 2: Hæð jarðvatnsborðs í m yfir sjó út frá mælingum í borholum 29. ágúst 1964 og hæð á lindum i
Rangárbotnum og við Bjarnalæk; 3: Lindir; 4: Borholur. Auk heitis þeirra stendur hæð jarðvatns í m yfir sjó
eins og það var 29. ágúst 1964. Sleppt er stafnum fyrir heilu hundruðin.
Figure 2: Geohydrological map of the area east of Búrfell.
1: Postglacial Lava flows; 2: Elevation of ground water table in meters above see level according to measurements in bore-
holes August 29th 1964 and from the elevation of springs in Rangárbotnar and at Bjarnalækur; 3: Springs; 4: Boreholes. Be-
sides the designation of the hole is also figure for the elevation of ground water table in meters above sea level August 29th
1964. Thc figuro for the hundreths is omitted.
4. Þéttingartilraun.
Tilraun á þéttunareiginleikum jökulvatns var
gerð í júlí og ágúst 1963 með því að dæla vatni
úr Þjórsá ofan í eina af holunum, sem boruð
var í Tungnaárhraunin 1962. Valin var holan
DI-3, sem er á hægri bakka árinnar. Snið af
hoiunni ásamt niðurstöðum þriggja lektarmæl-
inga er á 3. mynd. Holan er boruð gegnum eitt
hraun, millilag og aðeins niður í annað hraun.
Millilagið var um 1 m að þykkt. Holan er í til-
rauninni hugsuð sem lekaleið og það í opnara
lagi og niðurstöður tilraunarinnar því dæmi um,
hvernig lekaleiðir geta þétzt og hversu langan
tíma það tekur.
Tilraunin var framkvæmd á eftirfarandi hátt;
1. Gerð var venjuleg lektarmæling í holunni, lekt-
armæling I. Strax að lokinni borun 1962 var
einnig gerð lektarmæling á holunni og er niður-
staða hennar á 3. mynd.
2. Dælt var í holuna í 320 klukkustundir við um
það bil 0.5 kg/cm2 vatnsþrýsting á yfirborði.
Dælingin var gerð á 17 dögum og eins samfellt
og unnt var. Tekið var sýnishorn af vatninu,
sem dælt var niður, venjulega þrisvar á dag,
að morgni, um miðjan dag og að kvöldi.
3. Aftur gerð venjuleg lektarmæling, lektar-
mæling II.
4. Dælt var enn í þrjá sólarhringa eða 63 klst.
Á 5. mynd eru mælingarlínuritin fyrir lektar-
mælingu I í vinstri hluta myndarinnar, en fyrir
lektarmælingu II í hægri hluta, og á 3. mynd er
niðurstaða þriggja lektarmælinga á holunni. Við
samanburð á lektarmælingu I við 1962 sést að