Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 37

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 37
TÍMARIT VFl 1964 93 í er fergt með 2 metra þykku sandlagi 132 m breiðu. Sjávarsandur, fluttur á prömmum, er notaður til þessa. Síðan koma lög af sandi og grjóti á víxl sbr. 4. mynd. Loks er steinmöttull niður í — 6.0 m. Sig hefur verið mest um 1,0 metri. Þá er kerjum 5 X10 x 15 m sökkt á þessa undirstöðu og brimveggur steyptur ofan á þau. Kobe. Eins og víðar í Japan er mjög landþröngt í Kobe. Athafnasvæði við höfnina eru þar, eins og víðar, fengin með uppfyllingu. Hins vegar þrengja fjöll mjög að byggðinni landmegin. Til þess að ráða bót á hvorutveggja, skortinum á at- hafnasvæði við höfnina og góðum landsvæðum undir íbúðarhús, jafnframt því sem skortur var á fyllingarefni, ákváðu Kobemenn að moka einu f jallinu í höfnina til þess að fá athafnasvæði þar og rúm undir íbúðarhús, þar sem fjallið var. (5500 íbúðir). Sakir þéttbýlis og umferðarþunga á götum borgarinnar var gripið til þess ráðs að flytja fyllingarefnið að mestu á færiböndum í göng- um undir borginni ofan úr fjallinu. Göngin verða að loknum framkvæmdum notuð sem ræsi fyrir skolp frá nýju íbúðahverfunum. Frá því á árinu 1961 hefur 3.7 km langt band verið í notkun. Breidd 1,2 m, hraði 150 m/mín, af- köst 700 m3/klst eða 3 millj. m3/ár. Risasköfur (bulldozers) og jarðýtur mala fjallið í lóðrétta ganga niður á færibandið. Sjávarendi færibandanna rís 20 m yfir jarð- aryfirborð, og er efninu þar safnað á haug, en ekið úr haugnum á vöruflutningabifreiðum. Undirstaðan er unnin þannig: 5 m leirlag er fjar- lægt, en þunnt grjótlag sett undir fyllingarefnið. Maya Piers. Til þess að mæta ört vaxandi hafnarviðskiptum í Kobe, var hafizt handa árið 1959 við að byggja nýja hafnargarða. Við þessa nýju garða verður rúm fyrir 10 skip, sem rista 10 m og 8 skip, sem rista 8 m. Þrem fjórðu verksins á að vera lokið fyrir árslok 1965. Megindrættina í þessum hafnargörðum má sjá á 6. mynd. Einn aðalvandinn við bygg- ingu garðanna er hin veika undarstaða. 7 m þykkt leirlag er fjarlægt og 3 m þykkt lag af sandi kemur í þess stað. Garðurinn sjálfur er byggður þannig: Stálsívalningum með 15.5 metra þvermáli er sökkt í röð á sandfyllinguna, en bog- bilum lokað með hinum venjulegu stálþiljum. Sívalningarnir eru fylltir sandi. Fjóra til fimm daga tekur að ganga frá hverjum sívalningi, og er þá meðtalinn tíminn, sem fer í að fylla hann sandi. Til þess að bera svuntuna utan á garðinum og taka við láréttum kröftum, eru reknar niður 5. mynd. „Sandsúlur" reknar niður undir brimbrjótinn í Nagoya.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.