Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 75. MAÍ2004 Fréttir IJV Lýsa sig ábyrg Samtök sem kalla sig Andspyrnusellan lýstu í dag ábyrgð sinni á sprengjutil- ræðum í Aþenu fyrr í vik- unni. Áður höfðu samtökin Byltingarbaráttan lýst ábyrgð á öðrum tilræðum í Aþenu og um leið var fólk hvatt til þess að halda sig fjarri ólympíuleikunum í sumar. Lögregla á Grikk- landi segist aldrei hafa heyrt um samtökin sem kenna sig við And- spyrnuselluna áður en samtökin höfðu í hótunum í gær gagnvart mörgum af helstu styrktaraðilum leik- anna. Brann í annað sinn Allt tiltækt slökkvi- og lögreglulið á Húsavík var kallað til £ gærmorgun er kerta- og tólgarverk- smiðjan á Stóru-Völlum í Bárðardal brann til kaldra kola. Þetta er í annað sinn sem verk- smiðjan brennur í ár en fyrri bruninn var í janú- ar. Nýja verksmiðjan var sett upp í tveimur frysti- gámum og hafði aðeins starfað í tvo mánuði. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ljóst að um milljóna tjón er að ræða en það tókst að bjarga hluta af birgðum fyrir- tækisins. Eldsupptök eru ekki fullljós en helst talið að bilun hafi orðið í hitapönnu sem hitar upp tólgina. Vísindakjötið selst ekki 23 tonn af hrefnukjöti eru enn óseld eftir vísinda- veiðar á hval síðasta sumar. Alls féllu til 35 tonn af kjöti og fjögur tonn af rengi vegna veiðanna. Þetta kem- ur fram í svari Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra við fyrirspum Jó- hanns Ársælssonar á Al- þingi. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur hf. á megnið af kjötinu og verslunin Sval- barði hefur á lager þau 900 kíló af rengi sem eftir em. Grétar Sigurðarson, einn af líkmönnunum í Neskaupstaðarmálinu, var um borð í Sigurbjörgu SH 48 sem sökk á fimmtudagskvöld. Heiðveig, unnusta hans, segist hafa spáð fyrir um atvikið. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins og munu yfirheyrslur fara fram á næstunni. Björgunarsveitarmenn voru einn og hálfan tima á vettvang og bilaði dæla sem átti að bjarga skipinu. Heiðveig sá fyrir skipskaðann „Ég hafði sagt við Grétar að báturinn myndi sökkvi - hann var alltaf að bila,“ segir Heiðveig Þráinsdóttir, kærasta Grétars Sig- urðarsonar, eins af líkmönnunum í Neskaupstaðarmálinu. Mannbjörg varð þegar Sigurbjörg SH 48 sökk einar tvær sjómíl- ur suðvestur af Reykjanestá á fimmtudagskvöld. Grétar og ann- ar félagi hans voru um borð. „Hann er svo óheppinn, hann Grétar minn, að lenda í þessu,“ segir Heiðveig og minnist á líkmálið fræga í Neskaupstað þar sem Grétar var í burðarhlutverki. „Það var ekki á það bætandi og maður spyr sig bara hvað gerist næst?“ Grétar var síðastur frá borði og á að hafa tognað á fæti. Björgunarsveit- inni Þorbjörn í Grindavík kom á vett- vang en áður hafði skip- stjóri Mumma GK 121 bjargað þeim Grétari og fé- laga hans. Bh'ðviðri var á fimmtudags- kvöldið, logn og ekki ský á himni. „Við stukkum um borð í bátinn sem hallaði aðeins á stjórnborða," segir Vilhjálmur Jóhann Lárusson, fé- lagi í björgunarsveitinni Þorbjörn. Sveitin fékk tilkynningu um að Sigur- björgin væri að sökkva klukkan 19.41 um kvöldið. Þeir voru komnir á stað- inn um einum og hálfum tíma seinna. „Við fórum tveir um borð í Sigur- björgina en okkur gekk eitthvað illa að koma dælunni f gang. Um kortéri seinna var báturinn alveg kominn að því að sökkva," segir Vilhjálmur. „Við ákváðum því að yfirgefa Sigur- björgina í skyndi og aðeins sekúnd- um eftir að við stukkum frá borði hvarf báturinn í djúpið." Sigurbjörgin liggur á 150 metra dýpi einar tvær mílur suðvestur af Reykjanestá. Þetta er ekki fyrsta óhappið sem hendir þennan bát. Fyrir tæplega tveimur vikum strand- aði Sigurbjörgin við bryggjuna í k Grindavík. Þann atburð hefúr lög- reglan í Keflavík kannað. Samkvæmt upplýsingum frá k lögreglunni stendur yfrr rann- , sókn á tildrögum þess að Sig- urbjörgin sökk og munu yf- irheyrslur á skipverjum fara fram á næstu dögum. I Heiðveig Þráinsdóttir kaerasta Grétars „Ég hafði sagt viö Grétar 1 I að báturinn myndi sökkva.______ ■m Sigurbjörg SH 48 Sökká fimmtudagskvöld. Biörgunarskipin Oddur V. LasonogArnHTungut/ora send á vettvang meðdælur. Gretar Sigurðarson Varsíðastur fra borði og tognaði á fæti. Vilhjálmur Jóhann Lárusson björgunarsveitarmaður Fékk á sín- um tima afreksorðu Forseta íslands. ,Nú er Grétar at- vinnulaus og þarfað leita sér að nýrri vinnu. Grétar Sigurðarson vildi sjálfur ekki tjá sig um máhð. Unnusta hans, Heiðveig, segist hins vegar hafa spáð því fyrir löngu að báturinn myndi sökkva. Varðandi flmmtudaginn segist hún hafa óljósar fréttir um hvað ná kvæmlega gerðist; hún viti þó að gott fiskerí var þennan dag. „Nú er Grétar atvinnulaus og þarf að leita sér að nýrri vinnu," segir Heiðveig og vill ekki úti- loka að kærastinn fari á aftur á sjóinn. simon@dv.is Hæ, Daví Svarthöfði var einu sinni óþægur, hreinlega vitlaus og alltof fljótur á sér, eins og hann sá síðar. Hann gerðist einhvern timann svo kræfur að skrifa í blað að Davíð væri ekkert spes. Þá hringdi Davíð. Hann sagði: „Hæ, Davíð hér. Ég þekki móður þína. Hún gengur stundum í Skerja- firðinum á kvöldin. Og pabbi þinn er í vinnu hjá ríkinu. Hann vinnur hjá mér. Það ætti ekki að koma þér á óvart ef þú lentir á götunni f bráð, eða í vegkantinum. Bæ. Klikk!“ Svarthöfði stóð eftir steini lostinn með hjartað í nærbuxunum. Svo átt- aði hann sig. Ef hann bara hætti Svarthöfði þessum árásum á manninn sem færði okkur MacDonalds og DVD- spilara yrði allt í lagi. Hvers vegna að vinna gegn leiðtoga okkar, sem sannarlega er ástsæll ef maður ræðst ekki á hann. Og hvað er þjóðin án leiðtoga? Höfuðlaus her. Nú er tilgangnum loksins náð. Við höfum alið upp leiðtoga, sem margir segja að sé sterkastur allra lýðræðislegra kjörinna leiðtoga heimsins. Hann er svona Jón Páll Albert Eymundssson, bæjarstjóri á Höfn i Hornafírði: „Ég hefþað mjög gott, því að hér er mikið framundan. Við, hér á Höfn, erum þátttakendur í Listahátið og hér verður i okkar augum og væntanlega fleiri, heimsviðburður 22. maí i Nýheimum. Irski Nóbelsverðlaunahafmn Seamus Heany og Liam O'Flynn sekkjapípuleikari, landi hans, flytja þá dagskrá sem vakið hefur athygii víða um heim. Það er tiihiökkun í bæjarbúum og okkur liður vel." stjórnmálanna. Svarthöfði finnur til mikillar samkenndar og er rffandi stoltur af afkvæmi sínu og þjóðar- innar. Því einhvern veginn er Svart- höfði faðir Davíðs. Davíð var kosinn sem leiðtogi, starfar sem leiðtogi og var vinsæll sem slfkur, og nú er hann loksins orðinn fullveðja. Svarthöfði skilur ekki alveg hvað óbreyttir þingmenn eru að býsnast yfir bræðisköstum forsætisráðherra, símtölum hans, lögum og tilmælum. Það virðist liggja í hlutarins eðli að leiðtogi þarf að leiða fólk frá villu síns vegar. Umboðsmaður Alþingis og Hall- grfmur Helgason hafa báðir verið lostnir af leiftursnöggu höggi hans og á vissan hátt skilyrtir. Þetta er eins og maður gerir við börnin sín, ekki til að vera vondur, heldur til að kenna börnunum og gera þau betri. Svarthöfði hefði viljað vera fluga á vegg þegar Davíð talaði við George Bush Bandaríkjaleiðtoga í síma og beindi til hans tilmælum um að fara ekki með varnarliðið okkar. „Hi, David here. You’re being foolish. It’s not good to leave. Don’t be sur- prised if you somehow get hurt if you go. Bye. Click!” Svaithöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.