Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004
Fréttir DV
Gunga og
drusla
Steingrímur J. Sigfússon
fór mikinn í ræðupúlti á Al-
þingi í dag. Davxð Oddsson
var ekki viðstaddur umræð-
urnar og fór það fyrir
brjóstið á Steingrími sem
krafði hann um svör. „Svo
er frískur maðurinn á vappi
hérna í kringum salinn
áðan," sagði Steingrímur.
„Hann getur ekki haft nein
lögleg forföll. Ég hlýt að líta
svo á að hann þori ekki.
Hann þori ekki að koma
hér og eiga orðastað við
mig. Eg hlýt að líta svo á og
það skal svo standa - að
Davíð Oddsson sé slík
gunga og drusla að hann
þori ekki að koma hér og
eiga orðastað við mig.“
DavíðerAhab
kafteinn
Jóhann Ársælsson, þing-
maður Samfylkingarinnar,
líkti, í umræðum á þingi í
gær, Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra við Kaftein
Ahab í skáldsögunni um
Moby Dick. Sagan fjallar
um skipstjóra sem ædaði
að drepa hvítan hval, sagði
Jóhann. Hvalurinn slapp
eftir að hafa bitið annan
fótinn af skipstjóranum.
Eftir það sigldi skipstjórinn
og pískaði áhöfn sína
áfram um öll heimsins höf
í leit að hvalnum. Endirinn
varð sá, rifjaði Jóhann upp,
að skip og skipshöfn týnd-
ust í haflð. Málsmeðferð
fjölmiðlafrumvarpsins ber
svip af þessu, sagði Jóhann.
FI
Meirihlutinn
er hræddur
viðDV
„Það er augljóst að
stjórnarmeirihlutinn er
hræddur við DV. Það sé
eitthvað sem þurfl að
stöðva,“ sagði Magnús Þór
Hafsteinsson, þingmaður
Frjálslyndra, í langri ræðu
um fjölmiðlafrumvarpið á
Alþingi í gær.Magnús Þór
ræddi þá fullyrðingu Bjarna
Benediktssonar, formanns
allsherjarnefndar þingsins,
að í fjölmiðlamálum væri
„vá“ fyrir dyrum. TaJdi
Magnús að af ummælum
stjórnarliða mætti ráða að
váin væri DV. Krafði hann
Bjarna svara um hver þessi
vá væri og einnig bað hann
Arnbjörgu Sveinsdóttur
skýringa á ummælum um
að frumvarpið væri einskær
tillitsemi við starfsfólk
Norðurljósa.
Stríðsástand milli foi
Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gat ekki yfirgefið landið vegna óvissu um
afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins og hunsaði brúðkaupsboð Danadrottningar. Hall-
dór Blöndal, forseti Alþingis, segir skýringar Ólafs Ragnars á fjarverunni fáránleg-
ar og segir forsetann ekki hafa heimild til að neita að skrifa undir lög. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra segir Ólaf hafa heimildina en áttar sig ekki á skýring-
um forsetans á heimverunni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, sat heima á afmælisdaginn
sinn og var ekki með eiginkonunni
Dorrit á eins árs brúðkaupsafmælinu.
Ástæðan: Hann gat ekki yfirgefið
landið vegna óvissu um afgreiðslu
fjölmiðlafrumvarpsins á Alþingi.
Hann afþakkaði því boð sem hann
hafði þegið frá Danadrotmingu um
að vera viðstaddur brúðkaup Friðriks
prins og Mary
Donald-
son.
Frá skrifstofu forseta fengust þær
upplýsingar að forseflnn hefði sinnt
venjubundnum embættisstörfum í
gær án þess að nánar væri farið út í
þá sálma. Hann sótti síðan opnun-
arhátíð Listahátíðar.
Fáránlegar skýringar forseta
DV hefur greint frá því að forset-
inn íhugi alvarlega að vísa fjöl-
miðlalögunum til þjóðaratkvæðis.
„Mér finnst alveg fráleitt að forseti
láti sér detta í hug að undirrita ekki
lögin, honum ber embættisleg
skylda til þess," segir Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis. „Mér finnst
það fáránleg hugmynd. Mér finnst
skýring hans á veru sinni hér á
landi ekki gild og yfirlýsing hans
f um það fáránleg. Hann var búinn
að þiggja boð dönsku konungs-
fjölskyldunnar að vera viðstaddur
brúðkaupið og hefði átt að vera
þar.“
i ^ Aðför að þingræðinu að
! % skrifa ekki undir
„Það er ekkert að gerast
_ á Alþingi sem krefst
Gat
ólafurRagnarGrimss°n
ekkiyftrgefíölandiöuta
finlmiðlafrurnvarp1 Davio5-
landi," segir Halldór. „Alþingi er
æðsta stofnun þjóðarinnar og ég núi
ekki að forsetinn ætli að ganga gegn
vilja þingsins. Það væri aðför að
þingræðinu ef hann undirritar ekki
lögin en ég trúi ekki öðru en að hann
undirriti þau,“ segir forseti Alþingis.
En hverjar verða aíleiðingar þess
að hann undirriti ekki lögin ?
„Það er mjög einfalt, trúnaðar-
brestur milli Alþingis og forseta
með afleiðingum sem enginn getur
séð fyrir. Annars finnst mér erfitt að
tala um þetta því í mínum huga
hefur hann enga heimild til þess að
neita að undirskrifa lög sem Alþingi
hefur samþykkt eins og fremstu
lögfræðingar íslands hafa rök-
stutt."
myndi gera það. Við í utanrfkisráðu-
neytinu fréttum það ekki fyrr en í
gærmorgun að hann myndi ekki
mæta fyrir okkar hönd og þurftum
að gera nýjar ráðstafanir. Það er ut-
anrfldsráðuneytið sem sér um tengsl
íslendinga við erlenda þjóðhöfð-
ingja og Danir eru okkar vinaþjóð,"
segir Halldór. Um það hvort fjarvera
Ólafs Ragnars sé móðgun við
dönsku þjóðina segir Halldór: „Dan-
ir eru ekki móðgunargjörn þjóð“.
Þegar Halldór er spurður hvort
honum finnist rétt að Dorrit
Moussaieff forsetafrú sé fulltrúi ís-
lands við athöfnina í Danmörku seg-
ir hann: „Dorrit er ágætur fulltrúi en
að mínu mati var eðlilegt að forset-
inn væri þarna lflca."
Forsetinn hefði átt að vera í
Danmörku
Halldór Ásgrímsson utanrflds-
ráðherra er undrandi á því að forset-
inn hafi ekki getað yfirgefið ísland
vegna afgreiðslu mála á þinginu. „Ég
var og er þeirrar skoðunar að forset-
inn hefði átt að vera við brúðkaupið.
Ég vissi ekki annað en að hann
Forsetinn hefur neitunarvald
Halldór segist ekki átta sig ekki á
skýringum Olafs Ragnars á því
hvers vegna hann hafi ákveðið að
sitja heima. „Ég er mjög undrandi
á skýringum forsetans að hann
þurfi að vera hér á landi vegna um-
ræðna á þingi. Það er ekkert að ger-
ast á Alþingi sem krefst hans við-
Stórstyrjöld hafin
„Forsætisráðherra er greinilega
að búa sig undir stórstyrjöld," segir
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar. „Orðbragð hans
og óvirðing gagnvart Forseta ís-
iands er með þvílíkum fádæmum að
manni er orða vant. Það er öldungis
fáheyrt að stjórnmálamenn f bar-
áttu hafi dregið fjölskyldu manna
sem þeir telja sig eiga óuppgerðar
sakir við, hvað þá sjálfs forseta lýð-
veldisins, með þessum ósæmilega
hætti inn í umræður. Börn okkar
eiga að vera friðhelg.
Mér finnst að lýðræðið krefjist
þess að umræða um fjölmiðlafrum-
varpið á Alþingi og f samfélaginu fái
að fara fram án þess að forsætisráð-
herra mengi hana með þessum
hætti sem er stétt stjórnmálamanna
til vansa. Þetta sýnir hversu rök-
þrota forsætisráðherra er enda er
hann f enn eitt skiptið að berja fram
lög sem Ifklegt er að hæstiréttur
eigi eftir að rassskella hann með.
Má ég minna forsætisráð-
herra á að það er
skammt síðan
að hann
sjálfur
skrifaði
undir
ráðningu
frænda
síns í emb-
ætti hæsta-
réttardóm-
ara og ég
minnist þess
ekki að hann
hafi nefnt orð
ið vanhæfi
þá," segir
Össur
Skarphéð-
insson.
Davíð segir Ólaf Ragnar vanhæfan til að synja fjölmiðlalögum
Davíð sakar Ólaf um að ganga erinda Baugs
„Ef einhver er vanhæfur til að
taka á þessu máli, þá er það Ólafur
Ragnar Grímsson," sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra í gær í
samtali við Rfldssjónvarpið. Hann
fór hörðum orðum um ákvörðun
Ólafs Ragnars að vera heima í stað
þess að sækja konunglegt brúðkaup
í Danmörku. „Það er alveg óskiljan-
legt,“ sagði Davíð. „Ég trúi ekki að
hann sé kailaður heim af einhverj-
um mönnum út í bæ,“ sagði Davíð.
„Hann talar ekki við neinn nema
Dagblaðið, Baug og fýrrverandi
kosningastjóra sinn, forstjóra Norð-
urljósa." „Forsetinn getur ekki verið
að ganga erinda eins auðhrings.
Hann er forseti allrar þjóðarinnar.
Það gefur auga leið.“
Davíð sagði alveg klárt að Ólafur
Ragnar gæti ekki synjað því að und-
irrita fjölmiðlalögin. Davíð rakti
dæmi um að ráðherra gæti mælt
Konunglegt brúðkaup í gær
Dorrit var þar ein en Davið segist ekki trúa
þvi að Úiafur forseti hafi verið kaitaður heim
af einhverjum mönnum út i bæ."
með því við þjóðhöfðingja að þeim
yrði synjað, líkt og í nágrannalönd-
unum.
„Ef hin túlkunin er rétt að í þetta
eina skipti sem þetta persónulega
vald forsetans að geta synjað gildi,
þá vakna allar vanhæfisreglur sem
við búum við í þessu landi og ef ein-
hver er vanhæfur til þess að taka á
þessu máli, þá er það Ólafur Ragnar
Grímsson. Forstjóri Norðurljósa er
formaður stuðningsmannafélags
Ólafs Ragnars Grímssonar. Það hef-
ur komið fram í fjölmiðlum að fýrr-
verandi forstjóri Norðurljósa hafi
verið aðal fjárhagslegur stuðnings-
maður forsetans. Það hefur komið
fram að forsetinn bauð jafnan til
kvöldverðar þegar Stöð 2 var að taka
lán sem fyrirtæki úti í bæ hjá erlend-
um lánastofnunum. Þá var veisla á
Bessastöðum. Dóttir forsetans vinn-
ur hjá Baugi þannig að ef einhver er
algjörlega vanhæfur til slrkra hluta
að synja þá er það forseti íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson.
Þannig að hvoru megin sem
lögfræðitúlkunin liggur, þá er al-
gjörlega ljóst að hann getur ekki
synjað þessum lögum," sagði
Davíð Oddsson.
Tinna
Ólafsdóttir
Grímssonar
vinnur hjá
Baugi og segir
Davið það
vatda vanhæfi
forseta.
Dóttir
forsetans