Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15.MAÍ2004 Fréttir 0V Undir áhrifum á stolnum bíl Lögreglumenn á ferð um Öskjuhlíð í fyrrinótt sáu til ferða ungs pilts í bíl á þeim slóðum en hann tók til fótana er hann varð lög- reglunnar var. Vildi ekki betur til en að pilturinn, sem er undir tvítugsaldri, hljóp beint í fangið á ómerktum lögreglubíl. í ljós kom að pilturinn hafði brotist inn í íbúð og m.a. stolið bíllyklum og síðan tekið bíl heimilisins traustataki. Ungi maðurinn reyndist undir áhrifum vímuefna. Hann fékk gist- ingu í fangageymslum en var síðan sleppt að yfir- heyrslum loknum í gær. Hafnarfjörður vill tækni- háskóla „Það er Hafnarfirði mik- ilvægt að fá háskóla í bæ- inn," segir í ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér á dögunum. Það hefur lengi verið í um- ræðunni að gera Hafnar- fjörð að háskólabæ. Á nýju deiliskipulagi bæjarins er gert ráð fýrir stúdentagörð- um uppi á völlum og nú hefur Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar skorað á mennta- málaráðherra að huga vel að þeim kosú sem Hafnar- fjörður býður upp á gagn- vart staðsetningu og upp- byggingu Tækniháskóla fs- lands. Grasagarður í Eyjum Umhverfisnefnd Vest- mannaeyja hefur lýst ánægju með þá tillögu Gísla Óskarssonar að útbú- inn verði grasagarður með plöntum sem vaxa í Vest- mannaeyjum. „Grasagarð- urinn, með sýnishorn af plöntuflóru Vestmanna- eyja, yrði til prýði og að auki gott kennslutæki fyrir nemendur og aðra," segir í tillögu Gísla. Umhverfis- nefndin telur hugmyndina góða og vill að garðyrkju- stjóri bæjarins geri tillögur um útfærslu grasagarðsins. Frumvarp um sölu áfengis í matvörubúðum verður afgreitt í fyrsta lagi í haust. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, segir að frumvarp hans muni ná brautargengi. Bjór og léttvín í búðir næsta ór? Frumvarp 12 þingmanna úr þremur flokkum um að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvörubúðum verður ekki afgreitt í vor. Von- ir standa til þess að það náist að afgreiða frumvarpið næsta haust, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Sjálfstæðisflokki, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þetta mun koma, það er ekki spurning. Það er bara spurning hvað menn telja rétta punktinn," segir Guðlaugur. Gangi allt eftir hjá flutn- ingsmönnum munu matvörubúðir geta selt bjór og léttvín í fyrsta lagi um mitt næsta ár, eða áramótin 2005/2006. Matvörubúðum verða sett ýmis skilyrði varðandi söluna. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að sveitar- stjórnir setji þær reglur að ekki megi afgreiða áfengi eftir klukkan 8 á kvöldin. Þá má afgreiðslufólk undir 20 ára ekki selja áfengi. Auk þess mega söluturnar, blaðsöluturnar og matsöluvagnar ekki selja áfengi. Áfengi sterkara en 22 prósent verður ekki selt í matvörubúðum. Breið pólitísk samstaða virðist vera um málið og hefur Frjálslyndi flokkur- inn gefið til kynna stuðning sinn við frumvarpið. Vinstri grænir eru á móti frumvarpinu. Þingmennirnir tólf leggja einnig til að það verði tekið til skoðunar að lækka áfengisgjald um 50 prósent fram tfi ársins 2007. Áfengisgjald á íslandi er mun hærra en í viðmiðun- arríkjum í Evrópusambandinu. Þannig fær íslenska ríkið 2.646 krón- ur af hverjum seldum lítra af sterku áfengi, 462 krónur fyrir léttvínslítr- ann og 161 krónu af hverjum bjór- lítra. Til samanburðar er ekkert gjald lagt á léttvín í Þýskalandi, á Spáni og fleiri ríkjum innan ESB, og lang- hæsta gjaldið í sambandinu er 263 krónur á írlandi. Finnar taka hæst gjald af bjór í ESB, eða 86 krónur, en Svíar 69 krónur, Danir 40 krónur og Spánverjar aðeins 8 krónur. í rökstuðningi fyrir lækkun á áfengisgjaldi í frumvarpinu segir að ferðamenn kvarti gjarnan undan háu áfengisverði hér á landi, aukn- ing sé á heimabruggi og smygli og að ólíklegt sé að lækkun á gjaldinu leiði til verulegrar aukningar í áfengis- neyslu, miðað við reynslu annarra ríkja. jontrausti@dv.is Þessir vilja bjór og léttvín í matvörubúðir: r Guðtaugur Þór Þórðarson, Ágúst Úlafur Ágústsson, Birgir Ármannsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Þétur H. Blöndal, Brynja Magnúsdóttir, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Gunnar Birgisson, BirkirJ. Jónsson, Einar Már Sigurðarson. Ekki tollar á eldislax íslenskir laxeldismenn hafa ástæðu til að anda léttar þessa dagana því Evr- ópusambandið hefur frestað ákvörðun sinni um að setja refsitoll á eldislax frá Noregi, Færeyjum, Chile og íslandi. Ekki er vitað til hvaða annarra ráða ESB kann að grípa til að vernda fiskeldi innan sinna landamæra sambandsins en samkvæmt vefsíðunni Intrafish er talið líklegt að það verði í formi innflutn- ingskvóta. Standa íslend- ingar vel að vígi í þeim efh- um þar sem innflutningur þeirra er aðeins brot af inn- flutningi hinna landana. Innbrot í Mosfellsbæ Laust eftir miðnætti í fyrrinótt var lögreglunni tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Mosfellsbæ. Rúða var brotin og farið inn en ekki er vitað til þess að neinum verðmætum hafi verið stolið. Seinna um nóttina var broúst inn í grunnskóla í höfuð- borginni. Gluggi var spenntur upp og skjávarpa stolið. Bæði málin eru í rannsókn. Fjórir sækja um Fjórir hafa sótt um emb- ætti héraðsdómara sem fyrst um sinn mun starfa við Héraðsdóm Reykja- i vflcur en síðar taka að ' sér störf víðar á land- inu. Dómsmála- k ráðherra, Björn ; Bjarnason, mun i skipa í embætt- * ið frá og með 1. Fseptember á þessu ári og hafa fjórir sótt um. Arnfríður Einarsdótúr, skrifstofustjóri við Héraðs- dóm Reykjavíkur og starf- andi héraðsdómari, hér- aðslögmennirnir Sigrún Guðmundsdótúr og Þor- steinn Pétursson aukÁs- geirs Magnússonar sem starfar sem hæstaréttarlög- maður. Formaður Samtaka gegn fátækt Skýrslan er blaut tuska „Þessi skýrsla starfshóps ráðherra um fátækt á íslandi er eins og blaut mska framan í fátæka. Ég skil ekki að það hafi þurft sautján fundi til að fá fram svona þunnt og innihaldsrýrt plagg. Við £ samtökunum hefðum vel getað upplýst starfshópinn um stöðu fátækra, ef honum hefði dotúð í hug að bjóða okkur á sinn fund," segir Sig- rún Ármanns Reynisdótúr, formaður Samtaka gegn fátækt, aðspurð um fá- tæktarskýrsluna svokölluðu, sem starfshópur undirmanna fjögurra ráð- herra skilaði af sér fyrir skömmu. Skýrslan hefur verið gagnrýnd harðlega og tekur Sigrún undir með þeim sem gagnrýna að skýrslan leggi engar raunvertúegar lausnir fram, utan að benda á sveitarfélögin en horfir framhjá skyldum ríkisins. „Starfshópurinn virð- ist á engan hátt gera sér grein fyrir þeim veruleika sem fátækir á íslandi búa við. Hann virðist halda að fátæktin einskorðist við fólk sem leitar til Félags- þjónusmnnar eða stend- ur í biðröðum hjá Mæðrastyrksnefnd. En það em ekki næstum allir fátækir sem treysta sér til sigrún Ármanns að taka þau þungu spor. Reynisdóttir Mikill fjöldi Margir treysta sér eldd í fólkshefurvarttilhnifsog samskipú við embættis- skeiðarog býrvið mikla menn eða skammast sín erfl6leil<a- fyrir að leita til hins opinbera. Stað- reyndin er sú að það er mikill fjöldi fólks sem hefur vart til hnífs og skeið- ar og býr við mikla erfiðleika. Það er stór hópur fólks sem býr við fátækt sem ekki var til fyrir 10-15 árurn," segir Sigrún. Hún bendir á að rflc- ið hafi ekki efnt loforð um t.d. lækkun virðis- aukaskatts á matvæli. „Ég ræddi við fulltrúa forsætisráðherra í starfshópnum og spurði hvers vegna ekki hefði verið rætt við okkur. Hann svaraði að starfi nefndarinnar hefði verið settur „þröngur rammi". Ég held hins vegar að ástæðan hafi verið áhugaleysi á því að taka al- mennilega á málinu," segir Sigrún. Góður afli í aprfl Afli íslenskra fiskiskipa í aprfl var rétt rúm 80 þúsund tonn eða 10% meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Hag- stofa íslands birú í gærmorgun. Verðmæti aflans jókst nokkru minna á sama tíma eða um 3,4%, mælt á föstu verði. Á fyrstu fjórum mánuðum árisins var afli íslenskra skipa ríflega 10% minni í tonnum talið en á sama tímabili í fyrra. Afla- verðmæúð jókst hins vegar á sama tíma um 6,4%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.