Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Page 16
16 LAUGARDAGUR 15. MAl2004 Fréttir l>V Britney allsber Mynd sem sýnir Britney Spears nakta fer nú eins og eldur um sinu á net- inu. Ekki er vitað hvort myndin sé virkilega af söng- konunni en ef ekki segja sérfræðingar að annað hvort sé hún af stelpu sem er mjög lík söngkonunni eða um virkilega góða föls- un sé að ræða. Heimildir segja að myndinni hafi ver- ið lekið frá Playboy en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Britney hafi nokkurn tímann lagt leið sína þang- að í þeim erindagjörðum að láta mynda sig. Lét hana gossa fyrir frægðina Eins og allir vita sem fylgjast hafa með Bachelor valdi Bob Estellu Gardinier í síðasta þætti. Þar sem við erum dálítið langt á eftir er margt búið að gerast síð- an þau birtust hamingjusöm í síðasta þættinum á fimmtudaginn. Nú hafa þau við- urkennt að sam- bandið sé farið út um þúfur. í viðtali við Estellu kemur fram að hún trúi enn að Bob sé hinn eini sanni en hann lét hana gossa til að nýta sér frægð sína og koma sér áfram sem söngv- ari. „Hann er ekki sá sem ég hélt að hann væri,“ sagði Estella með tárin í augnum. Bob sagði Estellu upp í gegnum síma rétt eftir að þau höfðu mætt í brúðkaup Tristu og Ryans. Borgarstjóri Istanbúl saknaði Selmu Björnsdóttur þegar íslenski Eurovisionhópurinn hitti hann í partí í gær. Þá fóru íslendingar í viðtal á CNN áður en að Ruslana frá Úkraínu tróð upp á skemmtiferðaskipi. Á mánudaginn tekur íslenskur raunveruleiki aftur við hjá Eurovisionförunum. Borgarstjori biður fyrir Mjur til Selmu Það fer vel um Eurovision-faranna okkar í Tyrklandi. Humar og rjómi í hvert mál, fimm stjörnu hótel, lífverðir fylgja þeim hvert fótmál og allir ferðast um á skemmtiferðaskipum. „CNN var hérna í gær og tók viðtal við pabba minn,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, höfundur íslenska lagsins. Það fer vel um Eurovision-faranna okkar í Tyrklandi. Humar og rjómi í hvert mál, fimrn stjörnu hótel, h'fverð- ir fylgja þeim hvert fótmál og allir ferðast um á skemmtiferðaskipum. „CNN var hérna í gær og tók viðtal við pabba minn," segir Sveinn Rúnar Sig- urðsson, höfundur íslenska lagsins. Bandarísku sjónvarpsmennirnir hafa sýnt íslendingunum mikinn áhuga og fóru með þeim á skemmtiferðaskip í gær. Að því loknu var haldið í partí sem úkraínski hópurixm stóð fyrir og þar tróð íslandsvinurinn Ruslana upp. „Partíið var smekkfullt af frægu fólki og ekki skemmdi fyrir hversu glæsilegt skemmtiferðaskipið var. Meðfram því siglu tveir smábátar og sprautuðu vatni upp í loftið sem síðan var lýst um með ljóskösturum, mjög fögur sjón,“ segir Sveinn Rúnar sem hélt svo á dansklúbb í Istanbúl þar sem dansað var fram að lokim. „Við fórum á þennan stað sem heitir Euroclub og þar var gríðarleg stemn- ing. Það vildi svo skemmtilega til að síðasta lagið sem var sett á fóninn þar var lagið hennar Selmu, All Out Of Luck. Þá fýrst varð allt vitlaust og fólk frá öllum löndum söng með," segir Sveinn. Selma Björnsdóttir er því greinilega í miklum metum hjá Eurovision-aðdáendum hvarvetna þótt fimm ár séu liðin frá þátttöku hennar í keppninni. Meðal þeirra sem íslenski hópurinn hitti í gær var sigur- vegari keppninnar frá því í fyrra og borgarstjóri Istanbúl. Að sjálfsögðu þekktu allir vel til Selmu og söknuðu þess að hafa hana ekki með í hópnum en Selma var sérlegur dansráðgjafi Jónsa fyrir keppnina í ár. Var beðið fyrir kveðjur til Selmu sem situr heima á íslandi með lida barnið sitt og horfir á Eurovision-keppnina í sjónvarpinu eins og við hin. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 50. útdráttur 3. flokki 1991 - 47. útdráttur Ruslana Tróð upp á skemmtiferðaskipi i gær þar sem CNN tók viðtal við Islendingana. Ruslana sést hér ásamt Davið Oddssyni, myndin var tekin i Úkraínu fyrr á árinu. Selma Er i miklum metum hja Eurovision-aðdáendum, þ.á.m. borgarstjóra Istanbúl. 1. flokki 1992 - 46. útdráttur 2. flokki 1992 - 45. útdráttur Háloftin tölvuvædd 1. flokki 1993 - 41. útdráttur 3. flokki 1993 - 39. útdráttur 1. flokki 1994 - 38. útdráttur 1. flokki 1995 - 35. útdráttur 1. flokki 1996 - 32. útdráttur 3. flokki 1996 - 32. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu laugardaginn 15. mai. UppLýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu íbúðalánasjóðs: www.ils.is. S Ibúðalánasjóður | Borgartúni 21 1105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Flugmenn fá fartölvur Rúmlega 240 flugmenn Flugleiða fá fartölvur frá fýrirtækinu ef þeir samþykkja kjarasamning í atkvæða- greiðslu sem hefst 19. maí. „Við megum nota þær á flugi, en það má ekki tengja hana við sírna," segir Halldór Sigurðsson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er ekki kjarabót. Tölvurnar eru fýrst og fremst til nota við okkar vinnu, námskeiðahöld og annað. Þetta er mikil hagræðing fyrir Flug- leiðir," segir hann. Fartölvur er bæði hægt að nota til gagns og gamans og segir Halldór það ekki skemma fyrir að hafa tölv- una tiltæka í þeim fjölda tilfella sem flugmenn dveljast á hótelherbergj- um erlendis. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Flugleiða, segir að tölvurnar verði í eigu fyrirtækisins. „Þessi breyting er liður í nútíma- væðingu á vinnuferlum, samskipt- um og þjálfun flugmannanna, og í takt við það sem tíðkast hjá öðrum flugfélögum," segir Guðjón í tölvu- sendu bréfi við fýrirspum DV. Reiknað er með að atkvæða- greiðslu um kjarasamninginn ljúki ekki fyrr en 1. júm' næstkomandi vegna þess að flugmenn eru enn sem áður á ferð og flugi. í verkahring þeirra liggur allt frá venjubundnu áædunarflugi yfir í ferjun brottrækra afbrotamanna af erlendum uppruna frá Bandaríkjunum. Varðandi launa- kröfur flugmanna vill Halldór segja það eitt að þau hækki um 3,25 pró- sent ffá 1. maí. „En ég gef ekki upp laun flugmanna,."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.