Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 21
DV Fókus LAUGARDAGUR 15.MAÍ2004 21 ALIS Ífigeníu fórnað MYKENA Agamemnon - Brian Cox Klýtemnestra IÞAKA Ódysseifur - Sean Bean Penelópa Telemakkus SPARTA Menelás - Brendan Gleeson Helena - Diana Kruger ÞESSALIA Peleifur Akkilles - Brad Pitt TROJA Príam - Peter O'Toole Hektor-Eric Bana París - Orlando Bloom Helena - Diane Kruger Af Hómer Hómer eru eignaðar kviðurri- ar af umsátrinu um Ilxonsborg eða Tróju og heimferð Ódysseifs hins ráðagóða að því loknu. Homeros er talinn hafa verið uppi á 8,- 7. öld fyrir okkar tíma- tal og blindur. En fátt eitt er vitað með nokkurri vissu um þennan mann, tilurð kviðanna og þá upphaf grískrar bókmenntasögu og þar með þeirrar vestrænu. Forn-Grikkir hömpuðu Hómer sem sínu mesta og helsta skáldi, því þótt þeir þekktu nöfn ann- arra genginna skálda voru verk þeirra glötuð, ekki kviðurnar. Nú er talið einna líklegast að fljót- lega hafi myndast sögur og kvæði. af herferð Akkea til Litlu-Asíu um 1220 fyrir Krist og heimferð Frásagnirnar hafi svo gengið mann fram af manni í munnlegri geymd þangað til að einhver, e.t.v. Hómer, skráði þær niður á því formi sem við þekkj- um nú. Þær eru ortar undir fom- grískum bragarhætti, hexameter, sem við köllum sexliðuhátt og er hann órímaður. Príam konungur Tróju Háaldraður og síðastur Tróju- konunga. Horfir á syni sína falla í einfaldri röð í þessari styrjöld og þarf að grátbiðja Akkilles um lík Hektors til greftmnar. Þekkir örlög borgar sinnar og íbúa hennar af spá- prestum og Kassöndru dóttur sinni, sem blind sér allt fyrir en þeirri gáfu fylgir að enginn trúir orðum hennar. Drepinn. Peter O’ Toole leikur Príam. Grísku goðin eru að flestu leyti breyskari en menn og í þessari styrjöld taka þau afstöðu og beita sér með eða á móti stríðandi herj- um í Ilíónskviðu. Eru ekki með í myndinni. Goð með Akkeum Aþena, gyðja visku og hernaðar. Hera, eiginkona og systir Seifs, gyðja hjónabandsins. Póseidon, sjávarguð. Hermes, sendiboði guðanna. Goð með Trójumönnum Afródíta, gyðja ástar og munúðar. Appolló, guð tónlistar, spádóma og lækninga. Artemis, veiðigyðja, systir Appollós. Móðir þeirra, Letó, er með í þessu liði, hún átti þau með Seifi en er sjálf komin af Títönum. Goðin taka afstöðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.