Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Síða 30
v' 30 LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004
Fókus DV
4
$
*
Viöbrögð George W. Bush við
hryðjuverkaárásunum 11. september
2001 voru mjög furðuleg, svo ekki sé
meira sagt. Hann virtist algerlega
áhyggjulaus þar sem hann sat í
skólastofu í Flórída og hlustaði á
upplestur barna. Sumir telja viðbrögðin
sanna að hann hafi vitað um árásirnar
fyrirfram. Eða sé einfaldlega varla með
á nótunum.
Ja, ég sat þama í skóla l Flórída.
Ég haföi farið þangað niður eftir til
að segja litla bróður mínum hvað
hann œtti að gera, og - bara að
grínast, Jeb! (Hlátur) Og - þetta er
mamman í mér. (Hlátur) Alla vega,
ég var í miðju kafi að frœðast um
lestrarátak sem virkar. Ég trúi mjög
sterkt á grunnmenntun, og hún
byrjar á því að maður gengur frá því
að hvert einasta barn lceri að lesa. Og
þess vegna, þá þurfum við að
einbeita okkur að þeim vísindum að
lesa, ekki því sem manni finnst gott
eða sem hljómar vel hvað varðar að
kenna börnum að lesa.
(Fagnaðarlceti) Ég er bara að auglýsa
aðeins lestrarátakið mitt.
Alla vega, þarna sat ég, og
starfsmannastjórinn minn - ja, sko,
allra fyrst, þegar við vorum aö labba
inn í kennslustofuna, þá hafði égséð
þessa flugvél jljúga inn í Jyrri
turninn. Það var sjónvarp ígangi. Og
þið vitið, éghéltað þetta vceru mistök
flugmannsins og ég var alveg
steinhissa að einhver gceti gert svona
hrceðileg mistök. Ogþað vareitthvað
að hjá vélinni, eða - alla vega, þarna
sit ég, hlusta á fundinn og þá kom
Andy Card [starfsmannastjóri] og
sagði: ,Ameríka hefur orðið fyrir
árás. “
Og í millitíðinni, þá var þessi
kennari að mala um námsepiið, og
ég var að hugsa um hvað það þýddi
aðAmeríka hefði orðið fyrirárás. Það
var mjög merkileg tilhugsun. En ég
ákvað alveg, að ef Ameríka hejði
orðið fyrir árás, þá mundum við ná
þeim! (Fagnaðarlœti) Ég hafði engan
áhuga á lögfrceðingum, ég hajði
engan áhuga á einhverjum
umrceðubunka. Ég hafði bara áhuga
á að komast að því hver hejði gert
þetta og koma réttlcetinu yfir þá. Ég
vissi líka að þeir mundu reyna aðfela
sig, og allir sem sceju þeim fyrir
griðastað, aðstoð, mat, mundu vera
dregnir til ábyrgðar af
Bandaríkjunum Norður-Ameríku.
(Fagnaðarlœti)
Alla vega, þetta var merkilegur
dagur.
flugmaðurinn hafi gert „hræðileg
mistök“.
Fyrir nú utan það hvað lýsing
Bush á atburðunum virðist
furðulega léttúðug, sérstaklega
miðað við hversu skammt var liðið
frá árásunum þegar hann spjallaði
við gesti í Ontario, þá hefur
ofangreint „frávik frá sannleikanum"
orðið til að beina athygli margra að
helst til furðulegri ffamgöngu Bush
daginn sem árásin var gerð. Og ekki
aðeins Bush heldur og þeirra sem
voru í fylgdarliði hans þennan
morgun þegar farþegaþotur tóku að
falla af himnum ofan. Skýringar hafa
fáar fengist á því sem undarlegt
þykir. í besta lagi virðast Bush og
menn hans sekir um ótrúlegt
dómgreindarleysi og jafnvel
skeytingarleysi á hættustundu. í
versta lagi r segja aðdáendur
samsæriskenninga - þá gæti hegðun
Bush þennan morgun bent til þess
að hann hafi vitað mun meira um
árásirnar en hann lét í veðri vaka.
Fyrirfram.
Og þess vegna ekki haft neinar
sérstakar áhyggjur.
Hvað sem því líður er
atburðarásin í meira lagi skrýtin.
0759
Flug 11 leggur af stað frá Boston
áleiðis til Los Angeles. Um borð er 11
manna áhöfn og 81 farþegi, þ.á.m.
ftmm al Kaída-Iiðar.
0814
Flug 175 leggur af stað frá Boston
áleiðis til Los Angeles. Um borð er 9
manna áhöfn og 56 farþegar, þ.á.m.
fimm al Kaída-liðar.
0815
Flugræningjar ráðast til atlögu við
Flugll.
0820
Flug 77 leggur upp frá
Washington áleiðis til Los Angeles.
Um borð er 6 manna áhöfh og 58
farþegar, þ.á.m. fimm al Kaída-liðar.
Um sama leyti fer
flugumferðarstjóra að gruna að Flugi
11 kunni að hafa verið rænt.
0828
Flug 11 snýr af leið yfir
Massachusetts og stefnir á
Manhattan.
0841
Flugumferðarstjórn lætur
herstjórn loks vita af því að Flugi 11
hafi verið rænt.
0841
Flug 93 leggur af stað frá Newark í
New Jersey áleiðis til San Francisco.
Um borð er 7 manna áhöfn og 37
farþegar, þar á meðal fjórir al Kaída-
liðar.
0842
Flugi 175 er rænt yfir New Jersey.
Herstjórn er strax látin vita.
0846
Flug 11 flýgur rakleitt inn í nyrðri
turn World Trade Center.
0848
CNN flytur fyrstu fréttir og
myndir af atburðum. Þær eru
framan af mjög óljósar og engar
myndir eru birtar af flugvélinni sem
flaug á turninn fyrr en löngu síðar.
Myndir eru eingöngu af brennandi
turninum.
0850
Forstjóri CIA, George Tenet, situr
að morgunverði með þingmanni og
fær þá þær fregnir að „ráðist hafi
verið á“ WTC þótt flestir hafi þá enn
talið að um slys hafi verið að ræða.
Tenet segir þingmanninum
umsvifalaust að þessi árás beri „öll
merkibin Ladens".
0852
Tvær F-15 orrustuþotur fara á loft
frá Otis Air Base og stefna í átt að
Manhattan.
0855
Flugi 77 er rænt um þetta leyti yfir
Ohio. Vélin snýr í austurátt og svarar
ekki fýrirspurnum flugum-
ferðarstjóra sem missa sjónar af
henni og láta herstjórn ekki vita af
flugráninu fýrr en hálftíma síðar.
George W. Bush kemur í bílalest
að Booker-grunnskólanum í Sara-
sota í Flórída. Hann fær þá þær
fregnir að flugvél hafi flogið inn í
annan tvíburaturninn. Svo virðist
sem hann og aðrir í fylgdarliði hans
telji atburðinn vera slys. Ekkert
sjónvarp er á göngum skólans þar
sem Bush hefði getað fýlgst með
fréttum. Hann á stutt símtal við
Condoleezu Rice, öryggisráðsgjafa
sinn, sem stödd er á skrifstofu sinni í
Hvíta húsinu.
0900
Bush gengur í skólastofu þar sem
2. bekkjar nemar ætla að lesa fyrir
hann.
0901
Flugumferðarstjórar á Long
Island veita því skyndilega athygli að
óþekkt flugvél - Flug 175 - er ekki að
koma til lendingar, heldur stefnir
beint á Manhattan.
0902
Flug 175 æðir inn í syðri turn
WTC. Þá fyrst gera menn sér grein
fýrir því að um skipulagða árás er að
ræða en ekki slysfarir.
0905
Andrew Card, starfsmannastjóri
Hvíta hússins, læðist til Bush forseta
þar sem hann situr og hlustar á
börnin lesa og segir honum að
farþegaþota hafi flogið á seinni
WTC-turninn. Svo bætir hann við:
„Ameríka hefur orðið fyrir árás.“
Bush starir sviplaus út í tómið
nokkrar sekúndur. Hann leitar ekki
nánari skýringa frá Card. Síðan snýr
hann sér aftur að börnunum og
hvetur þau áffam við lesturinn.
Hann situr kyrr á sínum stað í
skólastofunni í meira en átta
mínútur án þess að sýna nein
viðbrögð um að eitthvað hafi komið
fyrir. Þvert á móti virðist allt með
felldu í fari hans. Hann hlustar m.a. á
upplestur á sögu um tamda geit.
Stöku sinnum hvetur hann börnin
áfram: „Þið lesið frábærlega, váá ...
þið hljótið að vera í sjötta bekk!“
Leyniþjónustumenn sem fýlgja
forsetanum gera enga tilraun til þess
að stöðva upplesturinn eða koma
forsetanum í öruggt skjól enda þótt
þá þegar hafi verið hafhar í
fjölmiðlum vangaveltur um að
hryðjuverkamenn kynnu að ráðast
gegn forsetanum sjálfum, en
heimsókn hans í skólann hafði verið
kynnt opinberlega mörgum dögum
fyrr. Enginn aðstoðarmanna
forsetans rótar sér á nokkurn hátt.
Seinna meir gefa bæði forsetinn
og aðstoðarmenn hans skýrt til kynna
að hann hafl strax bmgðist við eftir að
Card hafði fært honum fréttirnar og
tekið við stjórn aðgerða. Bush sagði
t.d. strax sama kvöld: „Um leið og ég
heyrði um fyrrí árásina þá setti ég í
gang neyðaráætlun okkar.“ Það er
einfaldlega rangt. í fyrsta lagi vom
engar neyðaráætlanir til og öll
viðbrögð við atburðum dagsins urðu
embættismenn að spinna af fingmm
fram. í öðm lagi gerði Bush sjálfur
nákvæmlega ekkert í málinu fýrr en
löngu síðar, hvorki eftir fyrri árásina,
né þá seinni. Til em
myndbandsupptökur frá dvöl Bush í
skólastofunni sem sýna svo ekki
verður um villst hversu lengi hann sat
þar kyrr og lét eins og ekkert væri.
Reynt hefur verið að afsaka
aðgerðaleysi forsetans og algeran
skort hans á viðbrögðum með því að
hann hafi ekki viljað „hræða börnin"
og jafnvel ekki viljað „tmfla þau við
lesturinn". í ljósi hinna fordæma-
lausu atburða sem vom að gerast
utan skólastofunnar verður það að
teljast einhver ótrúlegasta kurteisi
sem um getur í veraldarsögunni. Að
auki ber leyniþjónustumönnum
skylda til að taka ráðin af forsetanum
ef þeir telja ástæðu til að ætla að h'fi
hans sé ógnað. Enginn inni í
skólastofunni gerir sér grein fyrir því
af fasi Bush að neitt sé skrýtið að
gerast.
Þetta er lýsing George W. Bush,
forseta Bandaríkjanna, af því hvernig
hann frétti fýrst af árásum á
tvíburaturnaturna World Trade
Center þann 11. september 2001.
Þessi lýsing kom fram þegar Bush
svaraði spurningum gesta á fundi
um efnahagsmál sem fram fór í
Ontario í Kaliformu þann 5. janúar
2002. Þá voru aðeins rúmir þrír
mánuðir ffá árásinni. Eigi að síður er
ljóst að þessi lýsing Bush er alröng
hvað eitt mjög mikilvægt atriði
snertir. Bush varð alls ekki vitni að
því þegar fyrri farþegaþotan flaug á
fullri ferð inn í annan tvíbura-
turninn. Þaðan af síður sá hann
seinni árásina. Lýsingin er því
heilaspuni Bandaríkjaforseta og
hann hefur augljóslega búið til í
huga sér myndina af því þegar hann
horflr á árásina og meira að segja
upphugsað tilbúin viðbrögð: að
Booker-grunnskólinn
Ardrew Card segir Bush
fréttirnar af Flugi 175.