Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Qupperneq 35
DV Sport
LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004 3&
HAUKAR-VALUR 33-31
Gangur leiksins: 0-2,2-2,2-3,
4-3,4-4,6-4, 6-7, 8-8,11-11,
14-11,14-13,16-14,(16-15),
16-16,17-16,17-18, 19-20,21-20,
21-21,25-21,33-27,33-31.
Haukar:
Mörk (skot): Ásgeir Örn Hallgríms-
son 9(13), Halldór Ingólfsson 7/3
(10/5), Þorkell Magnússon 5 (6),
Vignir Svavarsson 4 (6), Þórir
Ólafsson 3 (5), Andri Stefan 3 (6),
Robertas Pauzoulis 1 (2), Aliaksandr
Shamkuts 1 (3).
Varin skot: Birkir (var
Guðmundsson 19/2 (50/6) 38%.
Hraðaupphiaupsmörk: 8 (Ásgeir
Örn 3, Þorkell 2, Halldór, Þórir,
Vignir).
Vítanýting: 3 af 5 vítum (60%).
Fiskuð víti: Andri 3, Vignir, Halldór.
Brottvísanir: 6 mínútur.
Valur:
Mörk (skot): Markús Máni
Michaelsson 11/1 (16/2), Heimir
Örn Árnason 7 (12), Baldvin Þor-
steinsson 5/3 (10/4), Hjalti Gylfason
2 (2), Bjarki Sigurðsson 2 (4), Freyr
Brynjarsson 1 (1), Hjalti Þór Pálma-
son 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (3),
Brendan Þorvaldsson 1 (3), Ragnar
Ægisson (2).
Varin skot: Pálmar Pétursson 10
(36) 28%, Roland Valur Eradze 1/1
(3/3) 33%, Örvar Rúdólfsson 6
(11/1)55%.
Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Hjalti
G., Brendan, Baldvin, Markús,
Freyr).
Vítanýting: 4 af 6 vítum (67%).
Fiskuð víti: Heimir, Brendan,
Ragnar, Sigurður, Freyr, Baldvin.
Brottvísanir: 4 mínútur.
Bestur á vellinum: Ásgeir Örn
Hallgrímsson, Haukum.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson (8).
ÚRSLITAEINVÍGIN
Úrslitaeinvígi úrslitakeppninnar:
1992 FH-Selfoss 3-1
1993 Valur-FH 3-1
1994 Haukar-Valur 1-3
1995 Valur-KA 3-2
1996 KA-Valur 1-3
1997 Afturelding-KA 1-3
1998 Fram-Valur 1-3
1999 Afturelding-FH 3-1
2000 Fram-Haukar 1-3
2001 KA-Haukar2-3
2002 Valur-KA 2-3
2003 Haukar-ÍR 3-1
2004 Haukar-Valur 3-0
Flestir titlar eftir úrslitakeppni
Valur 5
Haukar 4
KA 2
Afturelding 1
FH 1
Haukar urðu fyrstir allra til að vinna úrslitaeinvígi um íslandsbikar karla í hand-
bolta 3-0 þegar þeir unnu Valsmenn 33-31 í þriðja leiknum á Ásvöllum í fyrrakvöldT
ti
Drifnir áfram af sterkri vörn, stórkostlegri markvörslu Birkis
fvars Guðmundssonar og skotsýningu Ásgeirs Arnar
Hallgrímssonar voru Haukar í sérflokki í úrslitaeinvíginu gegn
Valsmönnum og fyrir bragið fyrstir liða í sögu úrslitakeppninnar
til að vinna alla þrjá leikina. Þriðja leikinn unnu Haukar 33-31 og
þar með íslandsbikarinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum.
Þetta var samt í fyrsta sinn sem Halldór Ingólfsson lyfti
bikarnum á Ásvöllum sem var sérstök stund fyrir heimamenn.
Haukarnir áttu svör við öllum
tilraunum Valsmanna og þegar
Birkir ívar Guðmundsson fór í gang
og lokaði markinu í seinni hálfleik
skildu þeir Hlíðarendapilta eftir og
náðu þægilegu forskoti sem hélst út
leikinn. Birkir ívar varði 13 af 19
skotum í seinni hálfleik og var þá
betri en enginn en sýning kvöldsins
var þó í boði Ásgeirs sem
líkt og í hinum
tveimur leikjum
var algjörlega
óstöðvandi.
Ásgeir skoraði 9
mörk úr aðeins
13 skotum í m
lokaleiknum
og gaf
•í T
; ** \ • Á.VVp a ■,
" v, m
r
Páll með titilinn Páll Ólafsson, þjálfari
Hauka tók viÖ liðinu á erfiðum tima en
þegar upp er stadið blómstruðu ungu
strákarnir undir hans stjórn og
toppuðu á réttum tima. Hér sést Páll
með bikarinn.
DV-mynd Valli
að auki 9 stoðsendingar á félaga
sína.
Páll Ólafsson, þjálfari Hauka,
tók við liðinu eftir að Viggó
Sigurðsson hætti skyndilega fyrr í
vetur og því óhætt að segja að hann
hafi teldð við á afar erfiðum
tímapunkti. Hann skilaði engu að
síður ótrúlega góðu starfi og
vandséð að nokkur hefði getað gert
betur. Hann var í sjöunda himni og
rétt rúmlega það þegar
blaðamaður náði af honum
tali í miðjum
fagnaðarlátunum:
„Það var basl
á okkur á móti
ÍBV í fyrstu
umferð en eftir
þá leiki tókum við
okkur einfaldlega
saman í andlitinu og
vorum að spila alveg
ótrúlega vel það sem eftir var af
úrslitakeppninni, að leiknum við
■Á KA fyrir norðan undanskildum.
Ég er virkilega stoltur af
strákunum og þetta er alveg
frábært.“
En er útséð um að Páll verði
áfram með liðið?
„Nei, þau mál eru ekki komin á
hreint, ég hef bara einbeitt mér að
því að klára þetta og nú fögnum við
verðskulduðum sigri,“ sagði Páll
Ólafsson.
Ef Haukar ákveða af einhverjum
ástæðum að halda samstarfi við
Pál ekki áfram yrði það í annað
sinn sem þeir endurnýja ekki
samning við þjálfara sem gerir
liðið að íslandsmeisturum en
Guðmundur Karlsson stýrði
liðinu til titilsins árið 2000 og
| braut þá ísinn en þá höfðu
Haukar ekki orðið meistarar síðan
1943. Viggó Sigurðsson tók þá við af
Guðmundi og nú er stóra
spurningin hvernig Palla verði
launuð ótrúlega góð vinna.
Birkir ívar Guðmundsson var
frábær í markinu eftir áramót og ef
það er ekki pláss fyrir hann í
landsliðinu þá hljótum við að vera í
ótrúlega góðum málum þar. Hann
sagði við blaðamann eftir fyrsta
leikinn gegn Val að Haukar ætluðu
sér að klára einvígið 3-0 og það
stóðst.
„Þetta var alveg
magnað hjá okkur og
með fullrí virðingu
fyrír Valsmönnum þá
eiginlega hálf-
vorkenni ég þeim að
hafa lent í Hauka-
lioinu í þessum ham."
Unnum þetta örugglega
„Ég meina það sem ég segi,“
sagði Birkir með sigurbros á vör:
„Þetta var alveg magnað hjá okkur
og með fullri virðingu fyrir
Valsmönnum þá eiginlega
hálfvorkenni ég þeim að hafa lent í
Haukaliðinu í þessum ham. Þegar
við erum svona stemmdir þá á
ekkert lið á landinu möguleika í
okkur. Við unnum þetta einvígi
mjög örugglega og þetta er án efa
árangur sem erfitt verður að toppa
- það geta kannski einhverjir jafnað
þetta en ekki toppað. Það er
ótrúlegur metnaður hjá þessu félagi
og ég sé ekkert annað í spilunum en
að liðið stefni óhikað á að verja
titilinn á næsta ári,“ sagði Birkir
sem fór oft hamförum í markinu og
varði 63 skot í leikjunum þremur.
sms@dv.is og ooj@dv.is
AÐALFUNDUR
íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík
Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík
verður haldinn laugardaginn 22 .maí 2004 kl.
14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
í kaffihléi verður verðlaunaafhending
Stjórnin
brimborg
VOLVO
Öruggur staður til að vera á
Bátar,
Plotterar k
Vélar ; (
Utanborðsvélar
Dýptarmælar)
Sýning
við smábátahöfnina
íjsHafnarfirði
íHnn ik| 10:00 til 18:00
R.SIGMUNDSSON
SIGHNGA * OG FISKILEITARTÆKI
% GflRMlN
Raymarine*
hÁTA
______SMIDJA_
GUÐMUNDAR
KÆNAN
Nánari uppíýsingar
á www.bataland.is