Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Síða 10
20 TlMARIT VFl 1970 til að vera með í ráðum við endur- skipulagninguna og lýsir því hér með yfir, að það er reiðubúið til að veita aðstoð eftir megni til að bæta og auka kennsluna í verkfræði við Há- skóla Islands, svo að fullnægt verði sem bezt þeim kröfum, sem nútíma tækni og vísindalegar rannsóknir krefjast." 1 þessari ályktunartillögu koma. fram skýrt mótaðir allir megindrætt- ir þeirra áætlana, sem nú, áratug síðar, stendur til að framkvæma. Nokkur ágreiningur var á ráðstefn- unni um fyrrgreinda ályktunartil- lögu og var henni breytt og orðalag hennar gert öllu óákveðnara. Það er erfitt að stilla sig nú um það að velta því fyrir sér, hver þróun þess- ara mála hefði getað orðið, ef til- laga undirbúningsnefndarinnar hefði verið samþykkt óbreytt og henni fylgt fast eftir. Nokkrar umræður urðu um fullt verkfræðinám á Islandi, er samþykkt var á deildarfundi í verkfræðideild haustið 1964 tillaga frá Trausta Ein- arssyni um að kannað skyldi hvort æskilegt væri að taka upp kennslu i seinni hluta verkfræði við Háskóla Islands. Tillagan var svo rædd í há- skólaráði en hún síðan send mennta- málaráðuneytinu. Og þar með var málið svæft. En hvers vegna tók verkfræðideildin og Háskólinn ekki málið í eigin hendur og lét gera slíka athugun? Verkfræðimenntun á Is- landi hefði getað orðið ómetanlegur styrkur að því, þar sem þá hefði væntanlega verið hægt að hefja fulla verkfræðikennslu mun fyrr hér á landi, og þá hefði einnig mátt kom- ast hjá hinni miklu tímaþröng sem hrjáir nú alla áætlanagerð verkfræði- deildarinnar og framkvæmdir. Til að ýta nokkuð við þessu máli leitaði Timarit VFl álits sjö þekktra verkfræðinga á því hvort þeir teldu tímabært að hefja kennslu í seinni hluta verkfræði við háskólann. Sex verkfræðinganna svöruðu spurning- unni hiklaust játandi og upphafið að svari Guðmundar Björnssonar verk- fræðings var einkennandi: ,,Já, eins fljótt og auðið er.“ Þessi jákvæðu svör hinna reynd- ustu verkfræðinga þokuðu þó engu um málið. Það var þrýstingur úr allt annarri átt, sem síðar kom þeirri hreyfingu á þetta mál, sem leiddi til þess að verulegur skriður komst á það. Eftir árið 1960 tók nýstúdent- um hér á landi að fjölga verulega. Jafnframt hafði þörf þjóðfélagsins fyrir æðri menntun aukizt hröðum skrefum og orðið æ fjölbreytilegri. Ljóst var að taka yrði hlutverk Há- skóla Islands til gagngjörrar endur- skoðunar af þessum sökum. Til þess að vinna þetta verk skipaði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra haust- ið 1966 nefnd, Háskólanefnd, sem skyldi gera áætlun um starfsemi há- skólans næstu tvo áratugi. Nefndin átti að skila áliti innan tveggja ára. Framan af sóttist nefndinni verkið seint, enda mun hún ekki hafa feng- ið þann fasta starfsmann, sem henni hafði verið lofað sér til aðstoðar. Álit Háskólanefndar og undirnefnda hennar geyma mjög gagnlegar upp- lýsingar og tillögur um framtíðar- þróun háskólans og hefur komið verulegri hreyfingu á framþróun skólans. Liður í hinum nýju áætlunum er að taka upp fjögurra ára fullt verk- fræðinám, sem ljúki með BS gráðu. Þessu ber að fagna. Hins þarf þó að gæta að mikla skipulagsvinnu þarf þó enn að framkvæma til að þessi áætlanagerð geti örðið að veruleika. Ýmislegt af þessu ætti í raun og veru að vera búið að vinna þegar. Fyrir hálfu öðru ári voru hinar nýju áætlanir kynntar af rektor háskól- ans og deildarforseta verkfræði- deildar á fundi með kennurum deild- arinnar. Benti höfundur þessarar greinar þá á einn mjög veikan hlekk í áætlunum þeim, sem þar voru kynntar, en það var að ekki var þar að finna neina áætlun um þörf fyrir verkfræðinga í hinum ýmsu greinum né um væntanlegan nemendafjölda. Áætlunin öll hlýtur því að svífa mjög í lausu lofti meðan ekki hefur verið reynt að kanna þetta atriði eftir beztu getu. Á þetta sjónarmið var einróma fallist á fyrrnefndum fundi. Þó hefur slík könnun ekki verið gerð ennþá. Þetta stafar ef til vill af því að nærri öll sú vinna, sem hefur verið lögð fram varðandi áætlun um fram- tíðarþróun háskólans hefur verið unnin af ólaunuðum eða lítt launuð- um nefndum án fastra starfskrafta. Þegar þess er gætt hve miklu fé verður veitt til reksturs og bygginga háskólans, vaknar sú spurning, hvort ekki væri rétt að taka alla þessa skipulagsvinnu breyttum tökum. Með því starfi, sem t.d. deildarforseti verkfræðideildar þarf að gegna nú, getur aldrei verið unnt fyrir hann að sinna áætlun um framtíðarþróun deildarinnar eins og full þörf væri á. Tugmilljónir króna þarf að leggja í undirbúningsrannsóknir áður en hönnun stórra raforkuvera getur hafizt. Fullur skilningur virðist nú vera orðinn á þessu. Að milljónir króna þurfi að liggja að baki skipu- lagstillögum um framtíðarstörf há- skólans gera menn sér hinsvegar ekki ljóst. Þótt margt sé enn ógert, sem bet- ur hefði verið gert miklu fyrr, skipt- ir hitt þó meginmáli, að nú í haust hefst kennsla við háskólann, sem miðar að lokaprófi í verkfræði. Is- lenzkir verkfræðingar verða að gera sér ljóst að góður árangur af því starfi, sem þar er að hefjast, er fyrst og fremst undir þvi kominn að stór hópur verkfræðinga taki virkan þátt í mótun kennslunnar jafnt sem í sjálfri kennslunni. Ég vil því skora á alla verkfræðinga að kynna sér þessi mál náið. Tímarit VFl mun leitast við að skýra frá hinum veiga- meiri atriðum þessa máls. Eins og að framan var getið er þetta hefti og hið næsta helgað hinum nýju við- horfum varðandi verkfræðikennslu á Islandi. I þessu hefti eru m.a. birt tvö nefndarálit, sem einkum hafa mótað þá áætlun um útvíkkun verkfræði- kennslunnar, sem nú hefur verið samþykkt. Hið fyrra er álit Háskóla- nefndar Verkfræðingafélags Islands um skipulag verkfræði og tækni- náms, en hið siðara álit nefndar, sem skipuð var af verkfræðideild háskól- ans i janúar 1969, og fjallar það um þróun verkfræðideildar næstu tvo áratugi. I næsta hefti verður væntanlega fjallað nánar um hið nýja verkfræði- nám og einstakir þættir þess skýrð- ir nánar. Þar verður einnig greint frá áætlun, sem gerð hefur verið um aukið húsnæði fyrir verkfræðideild. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi þessarar miklu byggingar verði til- búinn til kennslunnar þegar næsta haust. LEIÐKÉTTING 1 frétt um fyrirlestra um jarðhita- rannsóknir í síðasta blaði, á bls. 13, stendur á þrem stöðum (í hægra dálki, 3., 5. og 6. línu að neðan), að erindi á 7. og 8. fundi hafi haldið Sveinn Björnsson, en á að vera Svein- björn Bjömsson. Biður blaðið vel- virðingar á þessari misritun.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.