Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 18
28 TlMARIT VF1 1970 korriið á, tekin verði upp kennsla í fyrrihluta efnaverkfræði og aukin kennsla til kennaraprófa í stærð- fræði og eðlisfræði. Jafnframt er fyrirhugað að koma á fót kennslu i síðarihlutagreinum byggingarverk- fræði að því marki, sem rætt er um í 2. kafla þessarar álitsgerðar. Gerðar hafa verið lauslegar áætl- anir um alla þessa kennslu og fylgja þær hér með sem fylgiskjöl I V. Á tímabilinu er ennfremur gert ráð fyrir að raunverulegur fjöldi kennsluvikna aukist úr 26 i 30 á ári. 1 samræmi við þessar áætlanir um kennslu er gerð eftirfarandi áætlun um fjölgun vikulegra kennslu- stunda innan hvers greinaflokks. Jafnframt því verður að gera ráð fyrir aukinni aðsókn að verkfræði- deild í heild, en fjölgun kennslu- stunda, sem af þvi mundi annars leiða, má mæta með þeirri lengingu kennslutímans, sem minnzt var á. Hafa ber í huga, að gert er ráð fyrir aukinni kennslu í þeirri tíma- röð, sem skráin gefur til kynna. Kennsla í efnafræði er t.d. að hluta sameiginleg til fyrrihlutaprófs í eðl- is- og efnaverkfræði og sama máli gegnir um kennslu í stærðfræði og eðlisfræði. Ný kennsla vegna síðari- hlutanáms í byggingarverkfræði er hins vegar óháð annarri kennslu. Samkvæmt ofanskráðu verður æskilegur heildarfjöldi kennara fyrir lok timabilsins 1970-1975, eins og skrá II sýnir. 6. Kennarar 1975-1980 Á tímabilinu er ráðgerð áfram- haldandi aukning á kennslu í nátt- úrufræðigreinum. Ekki hafa verið gerðar sérstakar áætlanir um fjölg- un kennslustunda vegna þessarar kennslu, en Sigurður Jónsson, líf- fræðingur frá París, gerði á síðast- liðnu sumri, er hann var staddur hér á landi, tillögur um námsefni í líf- fræði og jarðfræðivísindum við H.l. Tillögumar voru gerðar að tilhlutan próf. Magnúsar Magnússonar, for- stjóra Raunvísindastofnunar Háskól- ans. Fylgja þær hér með sem fylgi- skjal VI. Gert er ráð fyrir að kennsla í náttúrufræðum tvöfaldist miðað við árið 1970 eða verði um 150 stundir í viku samtals. Þá er fyrirhugað að taka upp kennslu í síðarihlutagreinum véla- verkfræði. Gerð hefur verið sérstök áætlun um kennslu þessa og fylgir hún hér með sem fylgiskjal VII. Samkvæmt áætluninni fjölgar kennslustundum í verkfræði á þessu tímabili um 90 á viku og um 40 á viku að auki á næsta fimm ára tímabili. Ekki hafa verið gerðar sérstakar áætlanir um kennslu í síðarihluta- greinum rafmagnsverkfræði, sem einnig er ráðgert að taka upp á þessu tímabili, en í eftirfarandi áætlun um kennaraþörf er reiknað með, að fjöldi stunda í viku verði tilsvarandi og í vélaverkfræði. 1 greinaflokkunum stærðfræði og eðlisfræði er gert ráð fyrir um 20% aukningu á stundafjölda vegna fjölg- unar stúdenta. Vegna aukinnar fjöl- breytni í vali verkfræðigreina og væntanlega einnig í vali náttúru- fræðigreina er ekki reiknað meö til- svarandi aukningu i þeim greinum. 1 samræmi við það, sem sagt er hér á undan, verður æskilegur heild- arfjöldi kennara fyrir lok tímabils- ins 1975-1980, eins og skrá III sýnir. 7. Áratugurinn 1980-1990 Um þróun kennslunnar á þessum áratug er að svo stöddu varla fram- kvæmanlegt að gera sundurliðaðar áætlanir. Vegna síaukins aðstreymis stúdenta að háskólanum verður nauðsynlegt að auka verulega fjöl- breytni i greinavali og jafnframt að efla þær greinir, sem fyrir eru. Á tímabilinu verður aukið við kennslu í síðarihlutagreinum bygg- ingar-, véla- og rafmagnsverkfræði og jafnframt má reikna með að haf- in verði kennsla í síðarihlutagrein- um eðlis- og efnaverkfræði. Á sama hátt verður að gera ráð fyrir aukn- ingu á kennslu í stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði, jarðeðlis- og jarð- efnafræði og ýmsum greinum nátt- úrufræði. Sú kennsla, sem fyrir verður, veitir svo möguleika að auka enn fjölbreytni í greinavali, t.d. með því að hefja kennslu í trygginga- og tölfræði, hagverkfræði, búfræði, fiskifræði, haffræði og veðurfræði. Ný kennsla Greinafl. Náttúrufr. aukning h/viku Eðlisverk- fr. f. hl. h/viku Efnaverk- fr. f. hl. h/viku Stærðfr. kennarapr. h/viku Eðlisfr. kennarapr. h/viku Byggingar- verkfr. h/viku Alls h/viku Stærðfræði — — — 30 — — 30 Eðlisfræði — 20 10 — 15 — 45 Verkfræði — — 5 — — 50 55 Náttúrufræði 25 — — — — — 25 Samtals 25 20 15 30 15 50 155 SKRÁ II Kennarar 1970-1975 Greinafl. Prófessorar St. í Fjöldi viku Dósentar St. í Fjöldi viku Lektorar St. í Fjöldi viku Stundak. St. í Fjöldi viku Stærðfræði 3 20 3 25 3 10 - 25 Eðlisfræði 4 25 3 25 4 15 - 30 Verkfræði 5 35 4 30 3 10 - 30 Náttúrufræði 2 15 4 30 7 25 - 30 Samtals 14 95 14 110 17 60 (30) 115 SKRÁ III Kennarai • 1975-1980 Greinafl. Prófessorar St. í Fjöldi viku Dósentar St. í Fjöldi viku Lektorar St. í Fjöldi viku Stundak. St. í Fjöldi viku Stærðfræði 4 30 4 30 3 10 - 25 Eðlisfræði 4 30 4 30 6 20 - 35 Verkfræði 10 80 10 80 11 40 - 85 Náttúrufræði 4 30 6 45 8 30 - 45 Samtals 22 170 24 185 28 100 (50) 190

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.