Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 20
30 TlMARIT VFI 1970 Verkfræðimenntun á íslandi Húsnæðisþörf verkfræðideildar Álitsgerð nefndar, sem skipuð var til að gera frumáætlun með tillögu- uppdráttum um húsnæðisþörf Verkfræðideildar næsta áratug. Reykjavík, 25.6. 1969 Til verkfræðideildar Á fundi verkfræðideildar hinn 31.1. 1969 voru undirrit- aðir kosnir í nefnd til að gera frumáætlun með tillöguupp- dráttum um húsnæðisþörf deildarinnar næsta áratug. Nefndin leggur til, að nú þegar verði hafinn frekari und- irbúningur að fyrsta áfanga verkfræðideildarbygginga, þannig að unnt verði að bjóða út framkvæmdir vorið 1970. Eðlilegt er að miða við, að fyrsti áfangi fullnægi þörfum deildarinnar allt fram til árs- ins 1975 og að hægt verði að taka í notkun verulegan hluta hans strax haustið 1971. 1 meðfylgjandi álitsgerð eru gerðar yfirlitstillögur um slika byggingu. Heildarkostn- aður við að fullgera hana og búa nauðsynlegum húsgögn- um er lauslega áætlaður 60- 70 mkr., og í fjárlagabeiðni fyrir almanaksárið 1970 hefur verið farið fram á, að veittar verði 17 mkr. til byggingar- framkvæmda á því ári. Tekið skal fram, að jafn- framt er reiknað með, að verk- fræðideild fái á umræddu tíma- bili afnot af húsi Atvinnudeild- ar Háskólans jafnóðum og það losnar. Fái náttúrufræðiskor deildarinnar það til afnota. Með nefndinni hefur starfað Skarphéðinn Jóhannsson arki- tekt, og hefur hann gert til- löguuppdrætti þá, sem fylgja álitsgerðinni. Virðingarfyllst, Guðmundur Eggertsson, Loftur Þorsteinsson, Þorbjörn Sigurgeirsson. Inngangur Áætlanir um framtíðarstarfsemi verkfræðideildar eru enn mjög skammt á veg komnar, og hefur því reynzt erfitt að gera ítarlega heildaráætlun um húsnæðisþarfir deildarinnar næsta áratug. Til grund- vallar að slíkri áætlanagerð þarf að leggja allnákvæmar áætlanir um stúdentafjölda, kennslu og rann- sóknir í hinum mismunandi grein- um, sem nú og síðar koma til að heyra undir deildina. Á eftirfarandi áætlun um húsnæð- isþarfir verkfræðideildar ber að lita sem algera frumáætlun. Við áætl- anagerðina hefur einkum verið stuðzt við nefndarálit frá 15. janúar 1969 um llklega „Þróun verkfræði- deildar áratugina 1970-1990“, en þar er aðeins fjallað um kennslustarf- semi deildarinnar. Staðarval Eins og kunnugt er, var Raunvís- indastofnun Háskólans valinn staður sunnan Háskólabíós á þeim hluta Háskólalóðarinnar, sem að vestan takmarkast af Dunhaga, að sunnan af fyrirhuguðum gangstíg milli Dun- haga og Suðurgötu norðan við sam- býlishús við Hjarðarhaga og að aust- an af framlengdri linu austurhliðar Búnaðarfélagshúss (Hótel Sögu). Fyrsti áfangi Raunvísindastofnunar var fullbyggður árið 1966. Vegna eðlilegra tengsla Raunvísindastofn- unar og verkfræðideildar liggur beint við að ætla verkfræðideildarbygg- ingum stað í grennd við Raunvís- indastofnun. Til greina kemur þá sá hluti háskólalóðar, sem takmarkast af Suðurgötu að austan og áður- nefndum gangstíg að sunnan (sjá teikn. 5-1).J) Svæði þetta, sem nær að Hringbraut til norðurs, er um 6 b Rúmsins vegna eru teikningarnar, sem fylgdu álitsgerðinni, ekki birtar hér. Myndirnar, sem fylgja, eru hinsvegar nýrri af nálinni. ha að meðtaldri lóð Raunvísinda- stofnunar. Nefndin hefur reynt að gera sér hugmynd um, hve stóra lóð þyrfti til að fullnægja þörfum verkfræði- deildar allt fram til ársins 1990. At- huganir þessar, sem að sjálfsögðu eru mjög ófullkomnar, benda til þess, að áðumefnt svæði muni nægja til þess tíma. Áætlaður heildar- grunnflötur kennsluhúsnæðis er um 20 þús. m2 við lok þessa tímabils, en að auki koma svo núverandi og fyr- irhugaðar byggingar Raunvísinda- stofnunar með rannsóknarstofum í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðvísindum. Þá hefur nefndin gert ráð fyrir, að á nyrzta hluta lóðar- innar við Hringbraut rísi hús Nátt- úrufræðistöfnunar, þar sem til húsa verði náttúrugripasafn auk rann- sóknastofa I grasa- og dýrafræði, enda má reikna með, að Náttúm- fræðistofnunin tengist H.I., áður en langt um líður. Á hinn bóginn hefur verið reiknað með, að þær rannsókn- ir í lífeðlisfræði, lífefnafræði og skyldum greinum, sem tengdar verða deildinni, myndu fá aðsetur utan lóða Háskólans. Hið sama á við um verk- fræðilegar rannsóknir. Þessar rann- sóknir yrði eðlilega að byggja upp í tengslum við þá starfsemi, sem fyrir er eða fyrirhuguð á Keldnaholti og að Keldum í Mosfellssveit. Öhjá- kvæmilega mun hluti kennslustarfs- ins í vaxandi mæli þurfa að fara fram í tengslum við síðasttaldar stofnanir, eins og nú þegar á sér stað varðandi verklega kennslu í efnisfræði, sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins annast. Yænt- anlega verða þá reistar sérstakar kennslubyggingar í tengslum við til- raunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og á Keldnaholti í tengsl- um við rannsóknastofnanir í þágu atvinnuveganna. Við lok umrædds timabils eða jafnvel fyrr má t.d. reikna með, að öll síðarihluta kennsla í verkfræði verði á Keldna-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.