Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 9
TÍMARIT VFl 1970 19 jafnframt forstöðumaSur rannsókn- arstofu til mæling'a á geislavirkum efnum. Rannsóknarstofa þessi lýtur Verkfræðideild, og skal setja ákvæði um starfsemi hennar í reglugerð Há- skóla Islands." Rannsóknarstofa sú, sem þama er kveðið á um hóf störf sín sumarið 1958. Hún starfaði allt frá upphafi á breiðari grundvelli en ætlast var til samkvæmt háskólalög- unum, og hlaut hún nafnið Eðlis- fræðistofnun Háskólans. Vafalítið hafa störf þessarar rannsóknarstofn og forstöðumanns hennar ráðið mestu um það að háskólinn réðst í mikla eflingu raunvísinda við skól- ann með stofnun Raunvísindastofn- unar Háskólans. Ofangreind fjölgun prófessora við deildina hafði þó lítil bein áhrif á verkfræðinámið. Þó að háskólanum hafi þar bætzt verðmætir starfs- kraftar verður annað vart sagt en að staða verkfræðinnar hafi frekar veikzt við þetta því nú var aðeins einn af fimm prófessorum deildar- innar verkfræðingur. Við þetta bætt- ist það að áhrif Verkfræðingafélags Islands, sem i fyrstu höfðu mótað allt starf deildarinnar, voru orðin hverfandi lítil. Ég tel að á þessu tímabili hafi gætt verulegrar stöðn- unar í störfum deildarinnar hvað sjálfu verkfræðináminu viðvíkur. Síð- ustu árin hafa reyndar verið gerðar allmiklar breytingar á náminu, en þessar breytingar em fyrst og fremst tilkomnar vegna ytri þrýstings, þar sem tækniháskóli Danmerkur gat ekki lengur tekið við öllum nemend- unum til síðari hluta náms. Nærri allt þetta tímabil er næsta lítil fjölg- un þeirra nemenda, sem ljúka fyrri hluta prófi frá deildinni eins og sést á meðfylgjandi línuriti. Ef tekinn er t.d. fjöldi þeirra nemenda, sem lýk- ur prófi frá deildinni 5 fyrstu fimm ára tímabil deildarinnar, fást 27 - 44 - 44 - 38 - 58 nemendur á hverju timabili. Óhætt mun að fullyrða að leitun sé að verkfræðiháskóla þar sem fjölgun nemenda hefur ekki verið miklu örari á þessu mikla gróskutímabili í vísindum og tækni. Þá er það einnig athyglisvert hve margir nemendur hafa sótt í verk- fræðinám beint til erlendra háskóla í greinum, sem verkfræðideildin veitti fyrri hluta kennslu í. Við laus- lega athugun í Verkfræðingatali kemur í ljós að af 221 verkfræðingi, sem hóf nám eftir árið 1945, hafa 86 verkfræðingar farið beint utan til námsins eða nærri 40%. Enda þótt hin beinu áhrif VFl á starf verkfræðideildar hafi dvínað fljótlega, var verkfræðinám á Islandi þó öðru hverju til umræðu innan fé- lagsins. Félagið gekkst fyrir ráð- stefnu árið 1960 þar sem fjallað var um tæknilega menntun á Islandi og vélvæðingu og vinnuhagræðingu í ís- lenzkum atvinnuvegum. Undirbún- ingsnefnd ráðstefnunnar lagði fram mjög athyglisverða ályktunartillögu, sem Steingrímur Jónsson fylgdi úr hlaði, um verkfræðinám á Islandi. Síðari hluti tillögunnar hljóðar svo: ,,Þar sem öll þessi kennslumál eru í mikilli deiglu sem stendur um heim allan og sýnilegt er, að aðlaga verð- ur kennslu verkfræðideildarinnar hinum nýju og breyttu aðstæðum er- lendis, er orðið tímabært að endur- skoða nú kennsluna við verkfræði- deild háskólans og athuga um leið, hvort eigi megi auka hana, svo að háskólinn geti útskrifað verkfræð- inga með fullnaðarprófi í helztu að- algreinum, svo og eðlisfræðinga og efnafræðinga og ef til vill í fleiri greinum náttúrufræða, með prófum er t.d. myndu svara til bachelors of science eða engineering í enskumæl- andi löndum, þannig að kandidatar héðan gætu haft aðgang að fram- haldsnámi sem víðast um lönd. Ráð- stefna íslenzkra verkfræðinga, hald- in í Háskóla Islands dagana 22. og 23. sept. 1960, telur, að kennsla í verkfræði við háskólann á undan- förnum áratugum hafi gefizt mjög vel og beinir af þeim sökum þeim eindregnu tilmælum til Háskóla Is- lands, ríkisstjómar og Alþingis, að hún verði aukin, þannig að stúdent- ar I verkfræði við Háskóla Islands geti lokið þar fullnaðarprófi, en jafn- framt verði hún endurskipulögð og samræmd því sem nú tíðkast. Vill VFl mælast til, að það fái tækifæri 30 Stólparitið sýnir árlegan fjölda stúdenta, sem hafa lokið fyrri hluta prófi í verkfræði við Háskóla Islands frá því að fyrsti hópurinn lauk prófi vorið 1943.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.