Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 11
TlMARIT VFI 1970
21
Verkfræðinienntun á fslandi
Skipulag verkfræði- og tæknináms
Álit Háskólanefndar Verkfræðingafélags íslands.
15. mal 1970
Stjórn VerkfræSingafólngs
fslands.
Hinn 17. des. 1968 skipaði
stjórn VFl undirritaða í nefnd
til að athuga og gera tillögur
um framtíðarskipan verk-
fræðideildar Háskóla Islands.
Nefndin hefur haldið 15 fundi
og rætt við marga menn og
kynnt sér ýmsar skýrslur og
álit og reynt á annan hátt að
kynna sér málið sem allra
bezt. Nefndin hefur orðið sam-
mála um þá höfuðniðurstöðu,
að stefna beri að því að taka
upp kennslu hér á landi í
ákveðnum verkfræðigreinum
til lokaprófs eftir 4 ára nám,
enda sé námsefni, kennsla og
kennsluaðstaða undir eftirliti
VFl, og ákveðnar skipulags-
breytingar gerðar á náminu
með það fyrir augum, að gæði
skólans aukist nú þegar og
rýrni ekki með tímanum. Nán-
ar er skýrt frá niðurstöðum
nefndarinnar í meðfylgjandi
nefndaráliti og greinargerð.
Samkvæmt bréfi frá verk-
fræðideild Háskóla íslands
dagsettu 14. feb. 1969, starfaði
fulltrúi deildarinnar, próf. Þor-
björn Sigurgeirsson, með
nefndinni, einungis til að veita
henni nauðsynlegar upplýsing-
ar og tengsl við verkfræði-
deildina. Hins vegar skyldi
hann ekki taka þátt í af-
greiðslu mála eða skrifa undir
tillögur nefndarinnar.
Virðingarfyllst,
f. h. Háskólanefndar VFl
dr. Gunnar Sigurðsson, form.
(Sign.)
1. Skipulag verkfræði- og
tæknináms.
Allt tækninám byggist upp í til-
tölulega stuttum áföngum, eða
námsstigum, sem hvert um sig veiti 2.
ákveðin atvinnuréttindi.
Námsleiðir séu opnar og tengdar
saman innbyrðis þannig, að nemandi
komist tiltölulega auðveldlega af
einni námsbraut á aðra, en lok-
ist ekki inni á einhverri langri náms-
braut, sem hann hefur valið af mis-
skilningi.
Allt iðnnám, tækninám og mennta-
skólanám sé endurskoðað m. a. í
samræmi við gr. 1.1 og 1.2. 1 því
sambandi er sérstaklega bent á nauð-
syn þess að lækka aldur stúdenta,
og skilgreina sem bezt, hvert sé
hlutverk hvers námsstigs í fræðslu-
kerfinu.
Komið sé á fót iðnfræðinámi, sem
fyrst og fremst sé hugsað fyrir
menn, sem fást við stjórnun á iðn-
lærðum mönnum, vandasama verk-
stjórn, eftirlit, gæðamat og hliðstæð
störf.
Tækniskóli Islands og verkfræði-
deild Háskóla íslands sameinist i
einn skóla, annað hvort innan eða
utan ramma Háskólans. Þessi skóli
er hér á eftir nefndur Tækniháskól-
inn.
Undirbúningsdeildir þær, sem nú
starfa i sambandi við Tækniskóla Is-
lands, haldi áfram störfum og opni
þannig braut frá iðnnámi og gagn-
fræðaprófi inn í Tækniháskólann.
Tækniháskólinn útskrifi menn
eftir 4 ára nám með menntun, sem
VFl getur viðurkennt sem fullgilda
verkfræðimenntun.
Komið sé á eðlilegum og nánum
tengslum milli rannsóknarstofnana
atvinnuveganna og Tækniháskólans.
Nefndin telur eðlilegast, að þessu
marki sé náð með því að leggja
ákveðna kennsluskyldu á herðar
hinna einstöku rannsóknarstofnana.
Stuðlað sé að framhaldsnámi. a. m.
k. þriðjungs þeirra, sem útskrifast úr
Tækniháskólanum við erlenda há-
skóla eða rannsóknarstofnanir.
Einnig sé stuðlað að því, að ungir
verkfræðingar fái verkþjálfun er-
lendis.
Verkfrieðikeimslan —
markmið og leiðir.
Námið sé fyrst og fremst sniðið
eftir þörfum íslenzks atvinnulífs.
Það þarf að fullnægja þeim náms-
kröfum, sem nú eru gerðar, bæði til
verkfræðinga og tæknifræðinga.
Námið sé veitt á breiðum fræðileg-
um grundvelli innan aðalsérgreina
verkfræðinnar (þ.e.a.s. bygginga-,
véla-, rafmagns- og efnaverkfræði,
þar með talin matvælaverkfræði).
Útskrifaðir verkfræðingar geti jöfn-
um höndum starfað á þeim þremur
aðalsviðum, þar sem flestir verkfræð-
ingar starfa nú, þ.e.a.s., að (1) rann-
sóknum og kennslu; (2) hönnun; og
(3) rekstri, þar með talin viðskipti
og stjórnun. Þó má gera ráð fyrir,
að sú krafa verði gerð til allra þeirra,
sem leggja stund á rannsóknir eða
verkfræðikennslu, að þeir afli sér
framhaldsmenntunar erlendis.
Auk hinnar fræðilegu kennslu þarf
Tækniháskólinn að leggja ríka
áherzlu á að kenna nemendum sínum
fagleg vinnubrögð við lausn verkefna.
Með faglegum vinnubrögðum er hér
átt við, að verkefni séu leyst með
skipulegri og markvissri vinnu, sem
ef til vill mætti flokka þannig: (1)
gagnasöfnun; (2) flokkun og úr-
vinnsla gagna; (3) skilgreining verk-
efnis; (4) skoðanamyndun eða hönn-
un; (5) sannreynsla hönnunar eða
skoðunar og (6) framsetning. Nefnd-
in vill benda á, að margar mismun-
andi leiðir eru til að leysa verkefni
hvers stigs, og má þar nefna fræði-
legar leiðir, alls kyns athuganir,
mælingar og tilraunir, verkfræðilega
dómgreind, og síðast en ekki sízt að
kunna að afla sér reynslu og þekk-
ingar og notfæra sér síðan bæði
reynslu og þekkingu sína og annarra.
Við lausn verkfræðilegra viðfangs-
efna verður alltaf að nota margar
leiðir og láta niðurstöðurnar styðja
hverja aðra. I sambandi við fram-
setningu hönnunar eða skoðunar er
ekki síður mikilvægt að kenna