Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Blaðsíða 31
III. Sólfylgjan og Svanrinn þá,
Suðr-kórónan Axi hjá,
ininni Birnu og meiri sá
Maríurokk ei fjær.
IV. Skorpions hjarta, Skjóian frá,
skfr Hundsloppa, Ristin kná,
Hafskip, Jata, Hvalrinn gá
Hnýsu þykir nær.
Hyndlan, mun vera sama og Litli-Hundurinn, sem er
suðurmerki. Prokýon eða Alpha heitir stór stjarna i
Litla-Hundi (BG 4655).
Hrúturinn, sama sem Hrútsmerkiísólmerkjahringnum
(BG 464).
Jórinn, líklega sama og hesturinn Pegasus (BG 4564).
heldur en Folinn (BG 4S66).
Pílan, sama og Örin, stjörnumerki norður undan
, Erninum (BG 4561).
Ulfurinn, eitt at suðurmerkjunum (BG 457).
Hrafninn, stjörnumerki eitt af snðurmerkjum á Vatns-
.. naðrinum eða IJgdra (BG 4661).
Örnin, stjörnumerki, sem gengur stund á eptir Blá-
stjörnunni í Hörpunni; ( Erninum er stór stjama,
sem stjörnufræðíngar kalla Alhair, eða Alpha
Arnarins (BG 4558).
Asnafolarnir, tværstjörnurnærri Krabbánum, semeru
kallaðar Norður-Asninn og Suður-Asninn (BG 462°).
III. Sóífylgjan er líklega Venus, sem kalla má að fylgi
sólinni, og er ýmist kölluð Kvöldstjarna eða Morgun-
stjarna.
Svanurinn, stjörnumerki fyrir austan Hörpuna (BG4563) •
Suður-kórónan, suðurmerki, í nánd við Bogmann
(BG 457).
Axið, stór stjarna í Meyjarmerki, sem stjörnufræð-
íngar kalla Spica (BG 46=7).
Birna hin minni, Í7rsantínor,ínándviðVagninneða
Birnu hina meiri (BG 4512). Hjá Minni-Birnu eru
tvær merkis-stjörnur, sem heita Verðirnir (BG4515).
Birna hin meiri, Ursa major, stjörnumerki sem al-
mennt er kallað Vagninn (BG 457).
Maríurokkur, stjörnumerki, sem alþýða í Danmörk
kallar enn Marirok, en stjörnufræðíngar Orion. Hann
er suðurmerki. Belti Orions er það, sem vér köllum
Fjósakonur, og sverð hans köllum vér Fjósakarla
(BG 4651).
IV. Skorpions hjarta, það er stjarna í sólmerki Sporð-
drekans; — stjörnufræðíngar kalla þessa stjörnu
Antares, eða Alpha Anlares (BG 4633).
(29)