Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Blaðsíða 6
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu
túngl er hæst á hverjum degi; þar af má marka sjáfarföll,
flóð og fjörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur hið forna íslenzka
tímatal; eptir því verður árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta
og 4 daga umfram, sem ávalit skulu fylgja þriðja mánuði
sumars; í því tali er aukið viku fimta eða sjötta hvert ár í
nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagningarvika. Merkidagar
íslenzkir eru hér taldir eptir þvf, sem menn vita fyllst og
réttast.
Árið 187 5 er Sunnudags bókstaýur: C. — Gyllinital XIV.
Milli jóla og Iangaföstu eru 6 vikur og 2 dagar.
Lengsti dagur í Reykjavík 201. 54 m., skemmsti 31. 58 m.
Myrkyar.
Á árinu 1875 verða myrkvar þeir, sem hér segir:
1) Almyrkvi á sólu 6. April; sá myrkvi verður sýnilegur
í suðurhluta Afríku, á Indfalandi og í Kína. í Indlands-
hafi og í suðausturhluta Asíu tekur hann yfir alla sól.
2) Hríngmyrkvi á sólu 29. Septembr., hefst í Reykjavík
kl. 9. 35' og er á enda kl. 10. 57'. Þegar hæst stendur
nær myrkvinn yfir hérumbil tvo tólftunga sólarinnar að
þvermáli.