Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Page 48

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Page 48
RÁÐ TIL AÐ LÍFGA HEI.FRLDNA. Þeir sem verða úti í frostum deyja eklci nærri því eins fljótt og hinir, sem drukkna í vatni. Sá sem fer í vatn og drukltnar verður trauðlega lífgaður ef hann næst ekki úr vatninu fyr en eptir nokkrar íciukkustundir, en þó menn hafi legið helfreðnir marga daga, þá finnast dæmi til að þeir hafa orðið lífgaðir með skynsamlegri aðferð. Aðalreglan ersú, sem ekki má með neinu móti útaf bregða, að varast að láta líkamann koma að nokkrum hita meðan hann er að lifna við, en hafa við hann ekkert annað en kalt vatn og snjó; verði þessa ekki nákvæmlega gætt, þá má eiga víst, að annaðhvort deyr maðurinn að fullu og öllu, eða hann lifir við örkumsl alla æfi. Sömu reglu á að fylgja þegar menn kell á einstökum limum líkamans, höndum eða fótum. Á íslandi hefir margur maður átt þúngar kvalir og mist tær og fíngur einúngis af því, að þessari aðalreglu hefir ekki verið fylgt, og hinir köldu limir þíddir upp við hita. Allra fyrst skal færa hinn helfreðna í kalt hús, og búa honum þar rúm af snjó, kvartils þykkum, leggja hann þar á allsberan, þekja hann að ofan með snjó eins þykkum og þrýsta honum að líkamanum allt um kríng, þar til ylur og hræríng fer að færast í líkamann og koma í Ijós. Það er gott ráð, sem Rússar hafa, að nudda ltkamann með snjó, einkum andlitið, lófana, armleggi og fætur, iljarnar að neðan og upp eptir hryggjarliðunum; þó er þetta ekki eins gott og snjóþekjan, því hún getur tekið yfir allan líkamann, eins yfir hálsinn og höfuðið eins og hina aðra parta líkamans, svo að ekkert sé bert nema munnur og nasir; þá aðferð má og hafa, ef menn vilja það heldur, að núa höfuðið og hálsinn með snjó. Nú er eigi snjórvið höndina, og dýfa menn þá rekkjuvoðum, brekánum, hærupokum, léreptum eða öðru þvílíku í ískalt vatn, láta þar í nokkuð af muldum ís, leggja síðan þessi hin votu klæði undir, yfir og umhverfis hinn freðna. Það má og reyna, að leggja hann sjálfan allsberan í kalt vatn, þó svo, að höfuðið liggi bert, og sé einúngis þakið ofan með votu fati, núa hann svo jafnt og iðuiega með vatninu, og rjóða því opt og tíðum á andlitið. Jafnóðum sem snjórinn bráðnar, eða vatnið lætur kuldann, skal iðulega endurnýja hvort um sig, þangaðtil menn verða varir við eitthvert lífsmark. Þegar hinn freðni fer að þiðna upp að innan, leggur ís sig um hann utan, og þá sá ís tekur aptur að bráðna, á að taka upp líkamann úr vatninu. Sé eigi hús í nánd, má gjöra þetta undir berum himni, en þó eigi á móti veðri; en á meðan á þessu stendur búa menn sig undir að flytja hinn kalda, og þekja hann með þurum feldum hlýjum, ef líf og ylur færist í lfkamann. Jafnskjótt og líkaminn er farinn að verða sveigjanlegur, og sýna merki tilfinníngar og varma, þá skal þerra hann vandlega með lítilega vermdum dúki eða fati, og færa hann í sæng, sem sé að eins lítt volg eða vermd, en með engu móti í heitt hús (46)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.