Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Blaðsíða 36

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Blaðsíða 36
Eptir auglýsíng landfógetans á íslandi 17. Juni 1854 (í Þjóðólfi og Lagasafninu 12. April s. á.) er 1 pund sterl. í gulli ekkí tekið í landssjóðinn nema á 8 rd. 40 slc., þar sem það þó tfðast gildir 9 rd. eða þarumbil eptir venjulegu gángverði (nú í Danmörk 9 rd. 4 sk.); þar á móti gildir pundið í silfri ekki meira en 8 rd. 72 sk. eptir gángverði því sem nú er í Danmörku. Frakkland hefir hæði gull og silfur mynt, og er talið eptir frönkum ífranc), en í hverjum franka eru 100 centimes, eða 20 sous (sou kemur af solidus, sem og þýðir skildíng), svo að hver sou heldur 5 centimes. Af gullpeníngum eru 20 fránka peníngar kunnugastir og er sett verð á þá við lands- sjóðinn 6 rd. 64 sk., en gángverð þeirra í Danmörk er nú 7 rd. 16 sk.; en á fimm fránka peníng er verðið við landssjóðinn sett 1 rd. 71 sk., þar sem það í Danmörk sem stendur er einúngis 1 rd. 64 sk. Spánn hefir eiginlega margskonar peníngareikníng, en venjulegast er talið eptir konúngsmörkum eða rjálum (Realde vellon), og gildir 1 rjáll í silfri nærfellt 9 skild.; stundum er talin peseta, og er hver peseta 4 konúngsmörk. Spánskir pjastrar eða stólpadalir eru venjulegastir, og gilda hérumbil 1 rd. 80 sk., en í landssjóðnum gánga þeir á 1 rd. 84 sk.— Til eru einnig dúblónur, sem gilda i Danmörku 28 rd. 64 sk. eða þarumbil eptir gángverði. Portugal hefir peníngareikníng sinn eptir Milrcis, það er 1000 reis. Þar gánga gullpeníngar, sem eru kallaðir Coroa, það eru háifkrónur og heilkrónur, sem gilda 5000 reis heilkrónan og hálfkrónan 2500 reis. Silfurpeníngar eru einnig kallaðir krónur, og er heilkróna í silfri uppá 1000 reis; en kopar- peníngar eru stærstir uppá 20 reis. Rússland. Þar eru penfngar taldir eptir rúblum (rubl eða rubli) og er hver silfur-rúbla talin 100 kópek. Þar eru gullpeníngar sem kallaðir eru dúkatar eða imperialar, og gilda 5 rúblur eða 10. Önnur tegund gullpenínga er úr hvítagulli eða platinu, og eru það dúkatar, einfaldir, tvöfaldir eða fjórfaldir, uppá 3, 6 eða 12 rúblur. Silfurpenfngar eru stærstir ein rúbla eða 100 kópek. Koparpeníogar eru stærstir 5 kópek. Bandaríkin í Norður-Ameríku. Þar er talið eptir dölum (dollats), og skiptist hver dollar í 10 díma (dims), hver dfmi í 10 cent, og hvert cent í 10 mills. Hver dollar er því 100 cent eða 1000 mills, og gildir hérumbil 1 rd. 80 sk.— Þar eru gullpeníngar, sem heita Ernir (Eagles). Einfaldur Örn hljóðar uppá 10 dollara, tvöfaldur uppá 20, hálfernir eru uppá S og fjórðúngsernir uppá 2J/2 dollar. Til eru þar og gullpeníngar uppá 50, 3 og 1 dollar. Örn í gulli gildir um þetta mund eptir gángverði í Danmörk 9 rd. 24 sk. — Silfurpeníngar eru ekki mótaðir stærri en 1 dollar, og koparpeníngarekki stærri en 1 cent. B r a s i 1 i a. Þar er talið eptir Milreís og skiptist það f 1000 Reis. Gullpeníngar eru þar, sem hljóða uppá 20 milreis, (34)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.