Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Qupperneq 10
7 0 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 Fréttir DV lllugi Gunnarsson er duglegur og snjall, auk þess sem hann þykir mikill rökfærslumeistari. Þeir sem þekkja vel til hans, bæði vinstrimenn og aðrir, segja hann skemmtilegan. Þó svo að lllugi færi vel rök fyrir máli sínu þykir sumum að orð hans séu ekki annað en rök og að hann skorti sanna ástríðu. Þótt hann hljómi gáfaður sé hann í raun grunnhygginn í miðj- um gáfum sínum, einhvers konar rökfærsluvél. „Menn átta sig fljótt á því sem kynnast honum að hann er óvenju skemmtilegur og húmoristi. Hann getur haldið uppi skemmti- legri stemningu í góðum hópi. Hann er traustur félagi sem alltafer hægt að reiða sig á. Hann er bæði mjög snjall í rök- ræðu og hefur gaman að henni og svo virðist stundum sem hann geti í raun fært góð rök fyrir hvaða málstað sem er. “ Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna. „Hann er afskaplega geðþekkur maður og fluggreindur en mikil fiskifæla. Hann er skemmtilegur og vel að sér og sorglegt að hann sé í vitlausum flokki. Þetta er ágætis- drengur og vel giftur.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaöur Samfylkingarinnar „lllugi er Ijúfur í skapi, lúsiðinn og skarpgreindur. Hann er fljóturaðáttasig. Stærsti vandi hans er að hafa dregist inn I vafa- saman félagsskap for- sætisráðherra og við- hlæjenda hans. Hann er grimm- ur við andstæðinga slna en á gottmeð að fyrirgefa þótt að stöku sinnum sé hann langræk- inn efeinhver hefurgert harka- lega á hluta hans persónulega“. Guðmundur Sigurösson smali og vöru- bílstjóri. Illugi Gunnarsson fæddist á Siglufíröi 26. ágúst 1967. Hann erafAlþýöubanda- lagsættum en snerist á sveifmeö hægri- mönnum. Illugi varoddviti Vöku í Háskóla íslands frá 1993 til 1994.Aukþess varhann organisti Flateyrarkirkju 1995 til 1996. Maki hans er Brynhildur Einarsdóttir Hríseyingar vona að kræklingarækt og sameining við Akureyringa styrki búsetu i eyjunni til framtiðar. Eyjarskeggjum hefur fækkað um 100 á tiu árum og eru nú aðeins 170. Flóttamennirnir skilja eftir verðlitil hús og griðarlegan skuldabagga sveitarsjóðs sem hvilir á þeim sem eftir sitja. Kræklingar bjargi kvótalausri Hrísey „Menn biðu alltafi voninni. Það var rætt við ráðamenn sem voru allir já- kvæðir. Svo gerðist bara ekki nokkur skapaður hiutur." Hríseyingar vona að kræklingarækt og fyrirhuguð sameining hreppsins við Akureyri treysti byggðina í eyjunni til lengri tíma. „Hríseyingar hafa ekki verið að standa í einhverjum fjárfestingum eða framkvæmdagleði. Menn hafa aðeins reynt að sigla lygnan sjó,“ segir Ragnar Jörundsson, sveitar- stjóri Hríseyjarhrepps. Hreppurinn skuldar nú um 1.100 þúsund krónur á hvern hinna ört fækkandi íbúa Hríseyjar sem standa ekki lengur undir afborgunum. Hríseyingar skildir eftir í sár- um „Baráttan hefur verið sú að reyna að endurheimta það sem frá okkur var tekið. Snæfell, sem KEA átti, hvarf héðan árið 2000 með allan kvóta og fór með fískvinnsluna yflr á Dalvík og skildi okkur eftir í sárum,“ segir Ragnar. Snæfell var stærsti vinnustaðurinn í Hrísey á þeim tíma. „Hríseyingurinn sjálfur var skil- inn eftir á götunni með verðlausar eignir. Við höfum tapað eitt hund- rað manns á aðeins ú'u árum,“ segir Ragnar. Við síðustu opinbera tölu sem gefin var út af Hagstofu fslands, og gildir fyrir 1. desember síðastliðinn, voru íbúar Hríseyjar 180 talsins. „Þeim hefur fækkað síðan og eru nú um 170,“ segir Ragnar. Innantóm orð jákvæðra ráða- manna Skýring Ragnars á slæmri skulda- stöðu Hríseyjarhrepps er meðal annars sú að haldið hafi verið uppi fyrra þjónustustigi þrátt fyrir þreng- ingar. „Menn biðu alltaf í voninni. Það var rætt við ráðamenn sem voru allir jákvæðir. Svo gerðist bara ekki nokkur skapaður lilutur," segir hann. Unnið er að sameiningu Hrís- eyjarhrepps og Akureyrarbæjar. Ragnar segir þá vinnu ganga vel. Kjósa eigi um sameininguna um leið og gengið verði til forsetakosninga í lok þessa mánaðar. „Það kæmi okk- ur á óvart ef þetta yrði fellt," segir hann. „Þetta yrði styrkur fyrir Eyja- fjarðarsvæðið, sem Akureyringarnir í bæjarstjórn og við hér líka, erum sammála um að eigi eftir að verða eitt sveitarfélag." Fjárfestar komi að kræk- lingarækt Atvinnuástand í Hrísey er þrátt fyrir allt ágætt - enda segir Ragnar að atvinnuleysi hafi einfaldlega farið með fólkinu sem flúði. Þó þurfi að styrkja atvinnurekstur. Sérstaklega sé þar litið til kræklingaræktar. „Við erum með úrvalsvöru. Það Kræklingar við Hrísey Hjördís ÝrSkúla- dóttir I Hrísey heldur hérá kræklingum sem ræktaðir voru við eynna. eru mengunarvandamál við strend- ur Evrópu og vantar alltaf krækling inn á markaðinn. Vonandi náum við að taka ákvörðun um það fyrir kosn- ingar að styðja við þessa uppbygg- ingu. Að því kæmi sveitarfélagið og vonandi fjárfestar, sem við erum í viðræðum við en ég vil ekki tjá mig um hverjir eru á þessu stigi. Það þarf ekki nema 10 til 15 milljónir til þess að þetta geti farið að snúast vel," segir Ragnar Þá nefnir sveitarstjórinn að áhugi Ragnar Jörundsson „Það er nóg afheitu vatni hér undir sem við viljum ná iog virkja fyrir feröaþjónustu og I fiskeidi og sjávar- dýrarækt. Hér eru miklir möguleikar efmenn horfa til lengri tíma, “ segir sveitarstjórinn í Hrísey. sé fyrir því að gera náttúruperluna Hrísey að sjálfbæru samfélagi með því að gera eynna eins hreina og hægt er. „Það er nóg af heitu vatni hér undir sem við viljum ná í og virkja fyrir ferðaþjónustu og í fisk- eldi og sjávardýrarækt. Hér eru miklir möguleikar ef menn horfa til lengri ú'ma." segir Ragnar. gar@dv.is Hækkavextir afturíjúní? Verðbólgan er nú 3,9 prósent samkvæmt mæl- ingu sem Hagstofan birti í gærmorgun. Verðbólgan hefur meira en tvöfaldast á einu ári en í júní í fyrra mældist hún 1,8 prósent. Þessa auknu verðbólgu má rekja til vaxandi verð- bólguþrýstings í hagkerf- inu sem birtíst í allflest- um liðum vísitölunnar. Greining íslandsbanka hefur spáð því að Seðla- bankinn hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig á allra næstu vikum til að spoma enn frekar við verðbólgunni. Verðbólgu- tölurnar frá í morgun auka líkur á því að hækk- unin komi fyrir lok júní fremur en í byrjun júlí. Breski blaðamaðurinn Nicholas George skrifar um stjórnmálaástandið á íslandi Fjölmiðlafrumvarpið íThe Financial Times í grein sem birtist í breska blaðinu The Fin- ancial Times á föstudag segir breski blaðamað- urinn Nicholas George að árum saman hafi pólitísk deila verið að grassera á íslandi. Nú hafi upp úr soðið milli Davíðs Oddssonar, for- sætísráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleig- anda Baugs. í greininni er sagt frá fjölmiðlalög- unum og jafnframt að þau séu einhver hin ströngustu í Evrópu. Sagt er frá því að forsetinn hafi neitað að staðfesta þau og vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu og með því sé komin upp einstök staða í sexú'u ára sögu lýðveldisns. George Ólafur Ragnar Grímsson Fyrsti for- setinn sem sendir mál í þjóðaratkvæða- greiðslu. segir í greininni frá umsvifum Jóns Ásgeirs í Bret- landi og á íslandi og stofnun Norðurljósa. Hann segir einnig frá lögreglu- og skattrannsókninni á Baugi. George talar við Illuga Gunnarsson, að- stoðarmann for- sætisráðherra sem sem líkir eignarhaldi Baugs við að breska verslunarkeðjan Tesco ætti helming allra sjónvarps- stöðva á Bretlandi og tvo þriðju dagblað- anna. Blaðamaður- inn talar einnig við Illuga Jökulsson, rit- stjóra DV sem segir að lögin beinist auð- sjáanlega gegn Jóni Asgeiri sem Davíð h'ti á sem persónu- legan óvin. í lok greinarinnar er sagt frá því að Davíð Oddsson, sem setið hefur lengst allra forsætisráðherra í Evrópu á valdastjóli, hætti í sepember og útlit sé fyrir að hann tapi sínu síðasta baráttumáli. Davfð Oddsson Hann hefursetið lengst allra forsætisráðherra i Evrópu á valdastóli en gæti tapaö sinu siðasta baráttumáli. Jón Ásgeir Jóhannesson Með mikil umsvifá Islandi og líka í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.