Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Page 18
18 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 Sport DV • Juan Carlos Valerón varð aðeins þriðji varamaðurinn í sögu lokaíceppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem er búinn að skora innan við mínútu eftir að hann kemur inn á. Hinir tveir eru Spánverjinn Alfonso (1996) og ítalinn Alessandro Altobelli árið 1988. Mark Valeróns var það 40. sem skorað er af varamanni í lokaúrslitum Evrópumótsins. Hátföin á enda? Stuöningsmenn Portúgala voru niðurbrotnir á pöliunum. EM-hátíðin byrjaöi á versta möguiega hátt fyrir heimamenn sem ætluðu sér stóra hluti á Evrópumótinu. Spænsk sigurgleði Spánverjar byrjuðu vet eins og á siðustu stórmótum en þeir hafa unnið sinn fyrsta ieik siðan þeir unnu Dani á Evrópumótinu 1988. Hér fagna þeir eina marki slnu. Púff Luis Figo og félagar hans I Portúgai stóðust ekki pressuna og töpuðu fyrsta leiknum gegn Grikkjum á laugardaginn. • Cristiano Ronaldo varð annar yngsti leikmaður sögunnar til að skora mark í lokakeppni EM þegar að hann minnkaði muninn fýrir Portúgali gegn Grikkjum. Ronaldo var 19 ára, 4 mánuða og 7 daga í leiknum en aðeins Dragan Stojaklovic var yngri þegar hann skoraði fyrir Júgóslava á Evrópu- mótinu í Fralddandi fyrir 20 árum. • Rússar jöfnuðu met í tapleiknum gegn Spánverjum en þetta var áttundi leikur liðsins í röð í loka- keppni Evrópumótsins þar sem liðið nær ekki að fagna sigri. Rússar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni Evrópumótsins sfðan þeir unnu ítali 2-0 í undanúrslitum EM 1988 í Þýskalandi. Rússar eiga nú metið með Júgóslövum og Rúmenum sem náðu loksins að vinna á EM 2000. • Svissneski dómarinn Urs Maier lyfti alls níu spjöldum í leik Spánverja og Rússa sem er aðeins einu spjaldi frá metinu í sögu úrshtakeppni Evrópumótsins. Viðureign Þjóðverja og Tékka í keppninni 1996 og leikur ítala og Iiollendinga fjórum árum síðar innihéldu báðir tíu spjöld. • Tap Portúgala var fýrsta tap gestgjafa í fyrsta leik sfðan 1976. Aðeins eitt Uð hefur tapað fyrsta leik og unnið úrilinn en það gerðu HoUend- mgar 1988. Stærsta stund grfskrar knattspyrnu Leikmenn griska landsliðsins fögnuðu veisigrinum á Portúgölum sem er að mati þjálfarans Ottos Rehagel stærsti sigur grisks landsliðs. Heimamenn byrjuðu ekki vel á EM í fótbolta í Portúgal. Eftir 1-2 tap gegn Grikkjum má ekkert klikka í hinum leikjunum gegn Rússum og Spánverjum. Pressan á Portúgölum virtíst hafa orðið þeim ofviða í opnunarleik Evrópumótsins. Grikkir mættu mjög grimmir til leiks og gerðu upphafið að knattspymuhátíðinni í Portúgal að grískum harmleik fyrir heimamenn sem eru enn að jafna sig eftir ófarimar á síðasta stórmóti. Nágrannarnir frá Spáni unnu hinsvegar eins marks sigur á Rússum þökk sé varamanninum Juan Carlos Valerón sem skoraði sigurmarkið aðeins nokkxum sekúndum eftir að vera kominn inn á. Otto dansaði út um allan völl Hinn þýski þjálfari Grikkja, Otto Rehagel, var himinlifandi I leiks- lok og steig strlðsdans út um allan völl. Hann hefur gerbreytt griska landsliðinu sem hefur leikið sjö keppnisleiki I röö án þess aö tapa. „Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á þessum úrslitum og frammistöðu okkar í þessum leik því hún var ekki í takt við þann stuðning sem liðið hefur fengið hér í Portúgal. Ég er vonsvikinn líkt og allir leikmennimir enda má aðeins einn leikur tapast í svona stuttri keppni. Þetta tap í dag þýðir því að næsú leikur okkar er upp á líf og dauða," sagði Luis Fehpe Scolari, þjálfari Portúgala. „Við gáfum þeim boltann í byrjun leiks og markið sem kom í kjölfarið breytú öllu leik- skipulaginu fýrir okkur. Þeir fengu líka sjálfstraust við þetta mark og fyrir vikið misstum við ekki bara tökin á miðjunni heldur misstum við tökin á öÚum leiknum." Grikkir komu Portúgölum í opna skjöldu með góðri byrjun en flestir höfðu spáð því að gríska hðið myndi faha aftur á völhnn og treysta á sína sterku vöm. En annað kom á daginn og eftir sjö mínútur vom heima- menn komnir undir. í upphafi seinni hálfleiks fengu Grikkir síðan víú sem Angelo Basinas skoraði úr af öryggi og þrátt fýrir að Luis Felipe Scolari hafi sett inn hvern sóknar- r,Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á þessum úrslitum og frammistöðu okkar í þessum leik því hún var ekki í takt við þann stuðning sem liðið hefur fengið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.