Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Side 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ2004 29 William Smith er einkaþjónn Hughs Hefner Playboy-konungs. Hann segir starfið ekki vera sérlega vel borgað en honum leiðist samt ekki í vinnunni enda um- kringdur gullfallegum, fáklæddum konum allan daginn. Veislurnar sem haldnar eru í Playboy-höllinni eru engu líkar og WiUiam hefur þurft að rífast við fólk á borð við Ben Affleck þegar það er orðið of drukkið og byrjar að rífa kjaft. Pa.mela Anderson Ein Þeirra kvenna sem Willam hefur umgengist enda hefur Pamela veriö reglulegur gestur á slð- um blaðsins síðustu „Það má vel vera að ég eigi ekki kærustu en það er ekkert leiðinlegt að mæta í vinnuna og spjalla við ungfrú ágúst og ungfrú september," segir William Smith sem hefur verið einkaþjónn Playboy-konungsins, Hughs Hefner, í fjölda ára. Hann segir veislurnar vera magnaðar og að jafnaði séu þar þrjár stúlkur á móti hverjum karlmanni. Mest sjö kærustur „Þetta er vinna sem maður hefur gaman af að mæta í, að minnsta kosú kvarta ég ekki undan neinu,“ segir William. ,Áður fyrr var stefnan að ráða bara homma til þess að vera þjónar í Playboy-höllinni en það hef- ur breyst á undanfömum árum,“ segir Willam. En hann hefur meira að segja fengið að leika í Playboy- myndböndum sem tekin hafa verið upp í höllinni. Eitt sinn var hann lát- inn stilla sér upp ásamt níu nöktum konum í sundlaug. „Það var mjög erfiður vinnudagur en þetta venst fljótt. En ég viðurkenni fúslega að maður þarf annað hvort að vera hommi eða andlega dáinn ef maður sýnir engin viðbrögð við öllu þessu kvenfólki. Hvergi annars staðar sér maður eins mikið af efnislitíum, gegnsæjum fötum á fallegu kvenfólíd,“ segir William. Hann segir Hugh Hefner góðan húsbónda sem taki líf- inu með ró. „Holly aðalkærastan Hugh og kaerusturnar Willam hefur verið einka- þjónn Hughs Hefneri i fíölda ára. Hann segir kon unginn mest hafa átt sjo I kærustur á þessum tíma- er hans en þær hafa mest verið sjö. Holly er sú eina sem sefur alltaf uppi í rúmi hjá Hugh en hinar hafa allar sín herbergi í húsinu. Svo 1/1 2 mikill fjöldi gestaherbergja ift\t i sem eru líka oft fIfV full af stúlkum," M' i. segir William. Bannað að sa‘ snerta nær- buxnasafnið Willam segir veislur- nar sem haldnar eru í hölhnni vera magnaðar og að þar rflá strangar reglur. „Það má eng- inn fara inn í eldhús eða á efri hæð- ina. Einu sinni þurfti ég að banna Leonardo DiCaprio að fara inn í eld- hús og Ben Affleck var að reykja þar sem hann mátti ekki. Ég bað hann um að slökkva í sígarettunni en hann var mjög fullur og tregur til að gera eins og ég sagði. Þá var bara kallað á öryggisverðina og ég fékk mínu ffarn á endanum," segir Willi- am. Hans helsta hlutverk í höllinni er að færa Hugh morgunmat og þvo náttfötin hans. „Náttfötin sem hann sefur í eru þrifin daglega en f heild- ina skipta þau hundruð- um. Svo flokkum við þetta eftir lit en sum föt megum við ekki snerta. Þá á ég við nærbuxnasafnið hans Hugh. Allt kvenfólkið sem litið hefur við í heimsókn í gegnum árin skilur nær- fötin sín eftir og síðan er þetta hengt upp í loft. Það er eitthvað sem alls ekki má snerta - hvað þá þvo," segir Willam sem segir launin ekkert sér- stök. „Þetta er ekki vel borgað en að vinna fyrir Hugh Hefrter er þess virði enda sérlega áhugaverður vinnu- staður." Brynhildur Magnea Sigurðardóttir, matráðskona og ástríðukokkur, á Tjarnarborg „Burt með sykraðan mat og unninn" klára matinn Menn — hennar Brynhildar Farið yfír heistu við- burði morgunsins yfir há deqisveröinum. Þessa dagana taka krakkarnir á Tjarnarborg hraustíega til matar síns, ekki bara vegna stöðugrar úti- veru heldur eru mörg að kynna sér nýstárlega rétti í fýrsta sinn. „Ég er nú bara búin að vera hér í viku," seg- ir Brynhildur Magnea Sigurðardótt- ir, matráðskona á Tjarnarborg, „en mér finnst þetta æðislegt. Mér finnst svo gaman að gefa krökkum hollan mat og góðan. Og hann verður lflca að vera fallegur og skemmtilegur. Mér hefur reynst best að hafa ein- faldleikann í fyrirrúmi, prófa ekki á þeim allar nýjungar á sama degin- Grunsamleg fræ ofan á gúrk- um og tómötum „í dag hafði ég hirsi- og hýðis- grjónabuff og þau hámuðu það í sig," heldur Brynhildur áffarn, „svo skar ég niður tómata og gúrkur, bjó til salatsósu úr AB-mjólk, en stráði svo sesamfræjum yfir. Kannski voru fræin dálítið stórt stökk, þau vöktu a.m.k. töluverðar grunsemdir. En forvitnin sigraði marga og þeir hámuðu í sig sesamfræin." Sam- kvæmt leikskólareglum eiga börnin að fá fisk og kjöt einu sinni til tvisvar í viku, Brynhildur er ekki græn- metisæta, „ég er sjálf vön að borða meira af fiski en kjöti. Ég er lflca að prófa að gefa þeim nýja grauta á morgnana þegar þau koma, í stað- inn fýrir venjulegt morgunkom. Hýðisgrjónagrautur- inn er óskaplega vin- sæll, hirsigraut hef ég gefið þeim og graut úr quinoa, en það em mjög eggjahvítu- og efiiarflc kom og ættuð frá inkunum í Perú." Matur ætlaður börnum of sætur Brynhildur segist hafa byrjað á að taka til í kryddhillunum í Tjarnar- borg, „og ég henti fullt af kryddum sem mér finnst ekkert annað en eit- ur. Flest þetta samsetta og unna dót. Mér finnst lflca með ólíkindum hvað mikið af mat- vörum, sem beinlínis em ætlað- ar börnum, em ýmist allt of sykraðar og jafnvel unnar að auki. Burt með þetta allt sam- an, gefum bömunum hollan og skemmtilegan mat og borðun hann sjálf með þeim, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft," segir Brynhildur Magnea Sig- urðardóttir, matráðskona á Tjarnar- borg og ástríðukokkur. Stjörnuspá Monika Abendroth hörpuleikari er sex- tug í dag. „Konan sem hér um ræðir býr yfir óbilandi krafti, hugsjónum og góð- mennsku og hún er svo ' |sannarlega fær um að Jsetja marksittá heiminn. jHún veitir í einlægni og ' býst við að aðrir geri slíkt hið sama og sú er reyndar raunin þeg- r horft er til fram- ktíðar," segirí tstjörnuspá 'hennar. Monika Abendroth VV Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) W ------------------------------------- Þú ert án efa góður vinur svo fremi að þú finnir hollustu í fari vina þinna en á sama tíma kemur fram að þú virðist fá það á tilfinninguna að þú sér yfirgefin/n jafnvel. Árstíminn veidur líðan þinni. Sjálfsþekking þín mun auðga líf þltt. Fiskarnir/ia febr.-20. mars) X Hér kemur fram að stjarna fiska dylur eigin viðkvæmni og ætti að skoða athafnir sínar úr fjarlægð og læra að nota þá reglu að gera við aðra það sem hún vill að aðrir geri við sig. Vikan sýnir annir og góða upplifun hjá stjörnu þinni. T Hrúturinn (21.mars-19.ti (samskiptum er óraunsæi þitt á við varnarkerfi einhvers konar eða jafnvel aðferð til að blekkja en þú ættir að huga vel að því um þessar mundir, af einhverjum ástæðum, kæri hrútur. ö Nautið (20. april-20. mal) n Þú virðist hafa djúpstæðar efa- semdir um eigið gildi en ættir aldrei að efast kæra naut. Ef þú elskar þig sjálfa/nn í raun og veru þá laðar þú til þín nákvæmlega það sem þú þarft og þráir. Gleymdu því aldrei. Tvíburarnir/21. míi/-2i.yún(i Smáatriði eru ekki þín deild en þú ættir að hlusta gaumgæfilega á eig- in tilfinningar og upplifa reynslu þína til fulls hverju sinni. Sættu þig við með- fædda eiginleika þína og njóttu. Krabbinn/22.jún/-22.jú/fl______ Þú ert án efa vitur og draum- lynd manneskja og ættir að efla trú þína á eigin gildum því draumar þínir iíta innan tíðar dagsljósið. Þú hefur ríka þörf fyrir að aðrir þarfnist þín og elskar á þinn sérstæða en jákvæða hátt en ættir hið fyrsta að venja þig af því að gera þér fyrirfram hugmynd um hvern- ig hinn fullkomni elskhugi eigi að vera. LjÓnÍð (23.júlí-22. ágúst) H5 Þú ruglar sjaldan saman veru- eika og ímyndun en á sama tíma virðist dú taka áhættur í lífinu en þó af yfirveg- jn því þú tilheyrir eldmerki. Meyjan /22. ágúst-22. septj Þú gefur oft meiri fyrirheit en efni standa til. Nýjungagirni þín og for- vitni eru ágætir eiginleikar í fari þínu en þú ert hamingjasamur/-söm þegar þú notar huga þinn hugvitssamlega og jafnvel vísindalega. Þú sækist eftir vel- þóknun um þessar mundir. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú ert ánægð/ur þegar allir þarfnast þln og enginn hefur tíma til að þykkjast út í þig. Hér hoppar þú nánast inn (erfiða stöðu og kemur skipulagi á óreiðuna fyrir byrjun júlí. Ekki láta gagn- rýni hafa áhrif á líðan þína. ITl Sporðdrekinn (24.okt.-21.a0v.) Þú dýrkar fjör svo mikið að þér hættir til að leiðast út í galsa. Þú tilheyr- ir merki sannleiksleitandans á sama tíma og heiðarleiki einkennir þig. Hér sýnir þú þekkingu þína og gerir miklar kröfur til náungans, stundum óraun- hæfarkröfurjafnvel. Bogmaðurinn/22. nók'.-21. toj Þú birtist dul/ur að eðlisfari og ert að sama skapi heillandi en kannski ekki ávallt þægileg/ur og viðfelldin/n. Hér virðist þú vera ákveðin/n að kom- ast til botns í einhverju máli og ættir samhliða því að efla góðmennsku þína í stað þess að leita hefnda. yr Steingeitin (22.des.-19.jan.) ^ Þú kannt vel við fallega hluti og það skiptir þig mjög miklu máli að líta vel út. Þér finnst þú ekki standast samanburð hérna af einhverjum ástæð- um og ættir fyrir alla muni að huga að öðru en útliti þínu. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.