Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Page 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 25. JÚNl2004 11 Fá ekki mót en byggja þó Bæjarstjórn Árborgar ætlar að halda til streitu áformum um að verja 205 milljónum króna til að reisa íþróttamannvirki þrátt fyrir að ekki hafi verið orðið við umsókn sveitarfélagsins um að Landsmót UMFÍ yrði haldið þar árið 2007. Árborg hafði skuldbundið sig í umsókninni svo halda mætti slíkt stórmót með sóma. Samþykkt var í gær að halda fast við áætlanir um uppbyggingu við Sund- höll Selfoss og á íþróttavall- arsvæðinu við Engjaveg á Selfossi, þrátt fyrir að um- sókninni hafl verið haftiað. Endurútgefin saga Forsætisráðuneytið end- urútgefur rit Agnars Klem- ensar Jónssonar um sögu Stjómarráðsins frá 1904- 1964. Ráðuneytið segi rit Agnars hafa reynst einkar gagnlegt. Brot bókarinnar hefur verið stækkað til samræmis við brot Stjóm- arráðs íslands 1964-2004. Ekkert bólar enn á þriðja bindi síðari hluta Stjórnar- ráðssögunnar sem koma átti út 17. júní eftir að út- gáfudeginum hafði einu sinni áður verið frestað. Ástæðan er ágreiningur rit- stjórans og höfundar kafl- ans um Davíð Oddsson. Eyddu of miklu Mikil vonbrigði em í bæjarráði Hveragerðis með það að fjárhagsáætlun síð- asta árs stóðst ekki. Mistök við gerð ársreiknings ársins þar á undan, hærri lífeyris- sjóðskuldbindingar en reiknað var með og fleira em sagðar vera skýringar. „Þá veldur áhyggjum að villur í áhættulfk- ani valda skekkju á tveimur liðum, annars vegar launa- tengdum gjöldum í grunnskóla og hins vegar fjármagnsgjöld- um. Stærstu frávikin í árs- reikningi bæjarins koma því ekki til vegna umfram- keyrslu einstakra mála- flokka," segir bæjarráðið sem íhugar nú sölu eigna bæjarins: „Þegar er til skoð- unar sala á Hitaveitu Hveragerðis." Umboðsmaöur Alþingis segir Ríkisútvarpið hafa staðið ranglega að ráðningu Boga Ágústssonar í stöðu forstöðumanns fréttasviðs. Jón Ásgeir Sigurðsson. einn um- sækjenda um stöðuna, kærði þar sem hann fékk ekki aðgang að upplýsingum um hverjir hefðu gefið ráðningarfyrirtæki út í bæ umsögn um hæfi hans í starfið. Umboosmaður Alpingis snuprar Ríkisútvarpið Umboðsmaður Alþingis hefur kveðið upp úrskurð vegna kæru Jóns Ásgeirs Sigurðssonar í framhaldi af ráðningu Ríkisútvarps- ins í stöðu forstöðumanns fréttasviðs RÚV árið 2002. Segir umboðsmaður að RÚV hafi ekki staðið rétt að málinu og beinir þeim tilmælum til stofnun- arinnar að staðið verði rétt að mannaráðningum í framtíðinni. Fimm huldumenn í kviðdómi Sem kunnugt er var Bogi Ágústs- son ráðinn í forstöðumannsstöð- una. í framhaidi af því fór Jón Ás- geir fram á það við RÚV að hann fengi uppgefið hverjir það voru sem veittu álit um hæfi umsækjenda. RÚV kvaðst á móti ekki geta veitt Jóni Ásgeiri þær upplýsingar þar sem stofnunin hefði þær ekki undir höndum. Ráðgjafafyrirtækið Deloitte & Touche hafi annast ráðninguna og borið við trúnaði er leitað var eftir því að fá uppgefin nöfn álitsgjafanna, er voru fimm talsins. Þegar þetta lá ljóst fyrir vís- aði Jón málinu til umboðsmanns- s. í áliti Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþing- is, segir að ljóst sé að Ríkisútvarpið gætti þess ekki við ráðningu í starf for- stöðu- manns fréttasviðs að tryggja að U það fengi í 1 hendur öll þau gögn sem aflað var við und- irbúning ráðning-' arinnar og lágu til grundvall- ákvörðun um hver skyldi ráðinn. Ríkisútvarpið hafi þó haft í frammi viðleitni til að afla þessara gagna frá Deloitte & Touche, en verið synjað um þau af fyrirtækinu vegna trún- aðar sem það hefði heitið álitsgjöf- unum. RJJV valdi að nota ráðgjafafyrir- tækið við þessa ráðningu þar sem vitað var að margir innanbúðar- menn þar á bæ myndu sækja um stöðuna. Var það ætlun stofnunar- innar að tryggja þannig að hlutleys- is yrði gætt. Umboðsmaður bendir á að RUV hafi samt sem áður átt að tryggja að farið væri að lögum í málinu. Uppfylltu ekki stjórnsýslu- lög „Þegar stjórnvöld leita atbeina einkaaðila við töku stjórnvaldsá- kvarðana ber þeim almennt að tryggja að slíkt fyrirkomulag leiði eldti til þess að réttarstaða þeirra sem ákvarðanir beinast að verði lakari k en mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Standi fullnægj- | andi heimild að rlögum til þess að ' stjórnvald leiti eft- J ir aðstoð einkaað- # i ila við undirbúning I stjórnvaldsákvörð- 'unar er því meðal fannars fær leið að gera samning við hann um aðstoðina þar sem einkaaðilanum er gerð grein fyrir skyldum þeim sem á stjórnvaldinu hvíla ... og að ekkert í aðstöðu hans, til dæmis verklagsreglur og vinnulag, hindri að réttur málsaðila samkvæmt stjórnsýslulögum og öðrum lögum verði virtur," segir í áliti umboðs- manns. „Á Ríkisútvarpinu hvíldi sam- kvæmt þessu sú skylda að tryggja að sú ráðstöfun að leita atbeina fyrirtækisins [Deloitte & Touche] við undirbúning ráðningar í starf forstöðumanns fréttasviðs stæði því ekki í vegi að stofnunin gæti uppfyllt skyldur sem á henni hvíldu samkvæmt stjórnsýslulögum, með- al annars um upplýsingarétt aðila máls. í máli kæranda [Jóns ÁsgeirsJ hafði Ríkisútvarpið ekki búið svo um hnúta að réttarstaða hans væri tryggð að þessu leyti." um að það veiti Jóni Ásgeiri þær. Þá hafi hann ekki, eins og starfssvið hans er afmarkað í lögum, vald til að beina tilmælum til Deloitte & Touche um að það afhendi Jóni Ás- geiri gögn þau sem hann bað um: „Ég tek þó fram að ég hef hér ekki teldð afstöðu til annarra úr- ræða sem kæranda kunna að vera tæk til að fá gögnin afhent eða um hugsanlega bótaskyldu Ríkisút- varpsins af þessu tilefni," segir um- boðsmaður og að endingu: „Ég beini þeim tilmælum til Rík- isútvarpsins að það taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í áliti þessu," segir um- boðsmaður Alþingis. Umboðsmaður úr- ræðalaus Umboðsmaður segir í niðurstöðu sinni að þar sem Ríkisút- Sgtajk varpið hafi ckki fram- an greindar upplýs- ingar undir |f| höndum geti hann ekki 1 beint til þess tilmælum Tryggvi Gunnarsson Beimr þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins aö þaö taki framvegis mið af áliti umboðsmanns. Jón Ásgeir Sigurðsson Kærði til umboðsmanns Alþingis að hann fékk ekki upplýsingar frá RUV. Bogi Ágústsson Var ráðinn í stöðuna. Fréttastofa Stöðvar 2 bætti áhorfið gífurlega en Gísli Marteinn hrapaði Þjóðin fagnar þeim Samkvæmt nýrri fjölmiðlakönn- un Gallup hefur fréttastofa Stöðvar 2 bætt gífurlega við áhorf sitt frá fyrri könnun í mars sl. Fréttir Stöðvar 2 mælast nú með rúmlega 30% áhorf en mældust með 21% áhorf í mars. Þetta er aukning upp á tæp 50% í áhorfi. Gísh Marteinn tapar hinsvegar mestu áhorfi á milli kannana og mælist nú með 38% áhorf á móti 52% í síðustu könnun. Hvað lestur dagblaða varðar hef- ur lestur á Fréttablaðinu aukist frá fyrri könnun í mars sl. Morgunblað- ið og DV dala hinsvegar, Morgun- blaðið tapar rúmum 2% en DV tapar 1% frá í mars. Sigríður Ámadóttir, fréttastjóri Stöðvar 2, er að vonum ánægð með niðurstöður könnunarinnar. „Þetta sýnir að það var hárrétt ákvörðun hjá okkur að færa fréttatíma okkar til og með því hefur okkur tekist að brjóta 30% múrinn," segir Sigríður. „Leiðin hjá okkur hlýtur að liggja áfram upp á við og þetta einvalalið sem vinnur á fréttastofunni hefur sýnt og sannað að það er vel hægt. Ég þakka þennan árangur fýrst og ffernst góðu og hæfu starfsliði ffétta- stofunnar." Ef litið er á vinsældir einstakra þátta á sjónvarpsstöðvunum kemur í ljós að fréttastofa sjónvarpsins er með mest áhorf eða rúm 42%. Spaugstofan var í því sæti í síðustu könnun en sá þáttur er nú í sumar- fríi. Fréttir á Stöð 2 eru nú í efsta sæti þar á bæ en næst á eftir kemur American Idol með 27%. Sem fyrr segir tapar Laug- ardagskvöld með Gísla Marteini mestu frá fyrri könnun, fer úr 52% og nið- ur í 38%. Vinsælasti þátt- urinn á Skjá 1 er CSI með 24% áhorf. Lestur á Fréttablaðinu fer úr rúmum 66% í mars og í rúm 69%. Morgunblaðið fellur úr 53% og í 51% og lestur DV fer úr 20,5% í mars og í 19,5% nú. er Sigrfður Árnadóttir.íg þakka þennan árangur fyrst og fremst góöu og hæfu starfsliði fréttastofunnar," fréttastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.