Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDACUR 25. JÚNÍ2004
Fókus DV
Brian Eno Alllaf 10 árum á undan
Þó að nafnið Brian Eno hringi
kannski ekki bjöllum í hugum margra
poppáhugamanna þá hefur þessi
breski tónlistarmaður samt haft um-
talsverð áhrif á tónlistarsöguna. Eno
hefur sjaidan baðað sig í sviðsljósinu,
f en hefur oft verið á svæðinu sem upp-
tökustjóri eða ráðgjafi þegar tíma-
mótaverk hafa orðið til. Eno hefur gef-
ið út hátt í 40 sólóplötur. Nú hafa fjór-
ar af þeim fimm fyrstu verið endurút-
gefhar. Það eru Here Come The Warm
Jets (1974), Taking Tiger Mountain
(By Strategy) (1974), Another Green
World (1975) og Before & After Sci-
ence (1977). Allt frábærar plötur sem
höfðu áhrif á marga þá tónlistarmenn
sem heyrðu þær.
Roxy Music
Brian Eno er fæddur í Woodbridge
á Englandi 15. maí 1948. Hann lærði
myndlist í Winchester School of Art á
árunum 1966-1969. Þar kynntist hann
saxófónleikaramum Andy MacKay.
^ Hann lærði ekki á nein hljóðfæri, en
hafði mikinn áhuga á tónlist. Þegar
hann hitti Andy MacKay aftur fyrir til-
viljun í neðanjarðarlest í Lundúnum
rétt fyrir jólin 1970þábauðAndyhon-
um að ganga til liðs við nýja hljóm-
sveit sem hann var kominn í. Þetta var
Roxy Music. Eno var meðlimur í Roxy
á fyrstu tveimur plötunum, Roxy
Music sem kom út 1972 og For Your
Pleasure (1973). Hann spilaði á hljóð-
gervil og setti mjög mildnn svip á út-
komuna. Roxy Music er svoh'tið van-
metin hljómsveit í tónlistarsögunni.
Þrjár fyrstu Roxy-plötumar vom tíma-
mótaverk sem höfðu mikil áhrif á
næstu kynslóðir tónlistarmanna, sér-
staklega pönkið og nýbylgjuna. Eftir
*• gerð For Your Pleasure hætti Eno í
hljómsveitinni og sneri sér að öðrum
hlutum.
Afbökuð rokktónist og
ambient
Roxy Music þótti skrítin hljóm-
sveit, en Eno var samt of skrítinn fýrir
hana. Það kom þess vegna ekki á óvart
að þegar hann fór að gera sólóplötur
þá vom þær ólíkar flestu sem áður
hafði heyrst. Here Come The Warm
Jets kom út í mars 1974. Hún innhélt
10 rokklög og var tekin upp með ýms-
um hljóðfæraleikurum bæði úr Roxy
% Music og öðrum. Eno gaf þeim frjáls-
ar hendur og hvatti þá til að impró-
visera. Útkoman er snilldarplata sem
hljómar stundum eins og afbökuð eða
bjöguð rokktónlist. Gítarsóló Roberts
Fripp í laginu Baby’s On Fire er eitt og
sér nógu góð ástæða til þess að kaupa
hana.
Taldng Toger Mountain (By Stra-
tegy) kom út í nóvember sama ár.
Hún hafði sterkari heildarsvip, en var
tónlistarlega ekki ólík fyrri plötunni.
Þetta er þemaplata. Sagan gerist í
Kína kommúnismans og er „eins og
James Bond endurskrifaður af Willi-
e am Burroughs". Tónlistin á Another
Green World sem kom út 1975 var að
mestu án söngs. Hún var byggð í
kringum stemningu og var fyrirboði
ambinet-tónhstarinnar sem Eno átti
eftir að snúa sér að fáum árum seinna.
Before & After Science kom út 1977.
Hún var síðasta poppplata Enos í
langan tíma. Hún var unnin á sama
tímabili og Low og Heroes sem Eno
gerði með Bowie og er nokkuð skyld
þeim.
Pródúser og ráðgjafi
Eftir útkomu Before & After Sci-
ence sneri Eno sér alfarið að ambinet
tónlist og að vinnu sem pródúser. Eno
er stundum kallaður pabbi ambients-
ins. Plötumar hans Music For Films
(1978), Music For Airports (1978) og
Day Of Radiance (1981) höfðu mikil
áhrif á þróun raftónlistar og vom und-
anfari ambient teknósins sem kom
ffarn tíu ámm seinna. Sumir segja að
þumalputtareglan sé: Það sem Eno
gerir í dag gera aðrir tíu ámm seinna.
Sem pródúser og ráðgjafi hefur Eno
unnið með mörgum tónhstarmönn-
4 um, þ.á.m. John Cale, David Bowie,
James og U2.
Brian Eno á sinn bátt í
gerð nokkurra af
meistaraverkum rokk-
sögunnar. Hér eru
noKkur þeirra:
David Bowie -
Heroes (1977).
David Bowie fékk
Brian Eno til að
vinna með sér
Berfnarplöturnar
þrjár; Low, Her-
oes og Lodger.
Eno átti stóran þátt í að gjörbylta
tónlist Bowies og leiddi hann út á
tilraunakenndari brautir.
Talking Heads -
Remain In Light
(1980). Eno
pródúseraði þrjár
bestu Talking
Heads plöturnar,
More Songs About
Buildings & Food (1978), Fear Of
Music (1979) og Remain in Light
(1980). Á þeim þróaðist tónlist
hljómsveitarinnar úr einföldu rokki
yfir í fjölþættan bræðing.
..
s |
Brian Eno/David
Byrne - My Life In
The Bush Of Ghosts
(1981). Eno og Dav-
id Byrne, forsprakki
Talking Heads,
unnu vel saman og gerðu þessa
tfmamótaplötu sem blandaði saman
heimstónlist, raftöktum og ambient.
10 árum á undan flestum öðrum.
U2 - The Jos-
huaTree
(1987). Brian
Eno pródúser-
aði U2-plöt-
urnarThe Un-
forgettable
Fire, The Jos-
huaTree,
Rattle & Hum og Achtung Baby
ásamt Daniel Lanois. Hann átti sinn
þátt f að breyta sveitinni úr efnilegri
sveit f stórveldi. Hann pródúseraði
líka Zooropa ásamt Flood.
7. Eno og myndlistarmaðurinn Peter
Schmidt bjuggu til kortastokk sem þeir
köiluöu Oblique Strategy Cards (,Dulin
kænskuspin.Þetta eru lOOspilmeö
áletraöri setningu ætluð til þessað hjálpa
listamönnum sem eru stopp í einhverju
verki sem þeir eru að vinna. Þú dregur spil
og notar setninguna.
8. Eno var meðlimur í hljómsveitinn 801
ásamt Phil Manzanera. gitarleikara Roxy
Music, o.fl. Platan 801 Live sem var tekin
upp l.júní 1974ergleymdperla.
9. Eno er ekki bara tónlistarmaður. Hann
er líka myndlistarmaður og hefur sýnt
verksín viða. Þetta eru aðallega videó-
verk.
10. Eno er mikill rassa-maður. Hann notar
Photoshop til þess að stækka kvenmanns-
rassa.„Skrítið hvað maður hefur alltaf
áhuga á sömu hlutunum allt sitt llf/segir
hann um þessa iðju...