Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 54

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 54
Marz 1. íbúðar- og verzl.-hús Metúsalems kaupni. Jóhannessonar á Oddeyri brann til kaldra kola; fólkið bjargaðist. — 2. í smíðaskúr við íbúðarhús i Ingólfsstræti í Rvik kom upp eldur um miðjan dag, en var slökt- ur áður en hann gerði miklar skemmdir. — 3. Varð Gunnar kaupm. Einarsson í Reykjavík belgiskur konsúll á íslándi. — 8. Brann hús Jóns Jónssonar á Ytri-Vogum í Vopnafirði. Fólkið bjargaðist. — 9. Einar verzlunarstj. Hallgrímsson viðurkenndur brezkur konsúll á Seyðisfirði. — 11.—12. Ur kennaradeildinni í Flensborgarskóla tóku próf 17 nemendur, en úr gagnfr.deildinni 12. — 12. í Vestmannaeyjum fórust 4 menn í fiskiróðri, en 10 var bjargað. — 14. Enskur botnvörpungur sökk við Stokkseyri. Menn komust af. — 22. Jens Magnússon, aldraður maður á Svína- skálastekk i Reyðarf., beið bana af bát, er slóst á hannj ofviðri. Sama ofsaveður gekk yfir A.-Skafta- fellssýslu, og gerði par ýmsar skemmdir, bæði á bátum og húsum. í p. m. datt ungur maður, Ólafur Jóhannesson frá Akureyri, útbyrðis af fiskiskipi og sökk pegar. í p. m. var hafisinn á reki fyrir Norðurlandi. April 1. Pórarinn nokkur Pálsson frá Blámýrum í Ögurshreppi skar sig á háls. — 5. Guðmundur bóndi Björnsson, frá Hólum í Dýra- firði, drukknaði af pilskipi frá Pingeyri. — S. d. Loptur Loptsson, kvæntur maður úr Reykjavík, Qell útbyrðis af pilskipi í ofsaveðri og drukknaði. •— 6. í Hlíð í Gnúpverjahr. brann baðstofan. Menn allir komust út, og gátu bjargað öllu lauslegu. —-7. Á Vogalæk á Mýrum brann baðstofa; fólkið bjargaðist. :— 7.—8. Ofsa vestanrok með sjógangi gekk yfir (44)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.